Árangurstengd laun - aðeins til útvaldra

Hraustleg launahækkun forstjóra N1 eru skýrð með rekstrarárangri fyrirtækisins árið 2016 sem var gott. Launin hafi ekki hækkað varanlega, aðeins hafi verið um umbun að ræða fyrir hagfellt rekstrarár.

Ef það er rétt vaknar spurningin hvers vegna aðrir starfsmenn nutu ekki góðs af afkomubatanum.

Hvers eiga almennir starfsmenn N1 að gjalda? Var það ekki vinnan þeirra sem skóp verðmætin?

Með því að umbuna aðeins útvöldum sendir stjórn N1 út þau skilaboð að almennir starfsmenn séu annars flokks. Það er ekki skynsamleg starfsmannastefna.

 


mbl.is Áskorun VR felld á aðalfundi N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Logi auglýsir veldi Sjálfstæðisflokksins

Loga Einarssyni formanni Samfylkingar dytti ekki í hug að mæta í ræðustól alþingis með landsfundarsamþykkt eigin flokks. Landsfundur Samfylkingar er saumaklúbbur fáeinna vinstrimanna.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er aftur um 1200 manna samkoma og samþykktir þar á bæ vega töluvert þyngra en samsuða saumaklúbbs.

Enda mætir formaður Samfylkingar með landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins en ekki Samfylkingar. Logi tekur að sér að auglýsa styrk Sjálfstæðisflokksins. Ekki slæmt dagsverk það, Logi.


mbl.is Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fé án hirðis fær húsbónda

Forstjóraelítan í samvinnu við forstöðumenn lífeyrissjóða líta á almannafé sjóðanna sem ,,fé án hirðis". Afleiðingin er að sjálftökuhugsun er orðin ráðandi; menn í æðstu stöðum skammta sér laun.

En almannafé lífeyrissjóðanna er komið með húsbónda.

Og húsbóndinn heitir veruleikinn á vinnumarkaði. Það gengur ekki að sjálftökuliðið skammti sjálfu sér ofgnótt á meðan almenningur fær skít úr hnefa.


mbl.is Vill selja hlutabréfin í N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, stjórnmál og stórveldi en minnst lýðræði

Trú er eitt sjónarhorn á deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Öll ríkin þar, utan Ísrael, eru múslímsk. Megingreinar íslam eru súnnar og shítar. Bandalag súnna eru Íran, Sýrland og Írak, eftir fall Hussein, sem var súnni. Sádí-Arabía og Tyrkland eru helstu súnnaríkini.

Ofan á trúarsjónarhornið koma stjórnmál. Kúrdar, sem eru múslímar en ekki arabar, og búa í landamærahéruðum Tyrklands, Írak og Sýrlands, krefjast sjálfstæðis. Sjálfstætt Kúrdistan tæki land og auðlindir frá hinum ríkjunum.

Þriðja sjónarhornið eru stórveldahagsmunir. Bandaríkin og Nató-þjóðirnar á vesturlöndum töldu óhætt að styrkja sig aftir fall Sovétríkjanna. Innrásin í Írak 2003 var liður í þeirri viðleitni. Frá kalda stríðinu voru Sádí-Arabía og Tyrkland, sem er Nató-ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna.

Arabíska lýðræðisvorið í kringum 2010 átti samkvæmt vestrænum sjónarmiðum að vera krafa um nýskipan í miðausturlöndum. Innrásin í Írak felldi einn leiðtoga, Hussein. Næstir í röðinni voru Gadaffi í Líbíu og Assad í Sýrlandi.

Lýðræðið risti grunnt. Í trúarmenningu múslíma er lýðræði framandi hugtak. Menn eins og Hussein, Gadaffi og Assad stjórnuðu sínum ríkjum í bandalagi ættbálka og minnihlutahópa. Þegar bandalög riðluðust varð fjandinn laus og upphófst stríð allra gegn öllum. Sem er um það bil staðan í dag.

Lærdómurinn af upplausninni í miðausturlöndum er að stöðugleiki ríkja ræðst ekki af hve lýðræðisleg þau eru heldur af staðbundnum aðstæðum, sem hafa því minna að gera með lýðræði eftir því sem löndin standa fjær vestrænni menningu.

 


mbl.is Rússar leiddu Assad í átt að sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðsiflokkur og Framsókn: sama stefna gagnvart EES

Stjórnmálaályktanir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru í sama tón og ályktanir Framsóknarflokksins um málefni er varða EES-samninginn, sem er ramminn um samstarf Íslands og Noregs við Evrópusamstarfið.

Báðir flokkar vilja gagnrýna endurskoðun á EES-samningunum, sem er frá síðustu öld og gerður fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið. En hvorki Ísland né Noregur verða aðildarríki ESB í fyrirsjáanlegri framtíð. Þar af leiðir ætti að endurskoða EES, jafnvel að hætta aðild að samningnum og gera fríverslunarsamning við ESB.

 

Ályktanir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru birtar á heimasíðu flokksins.

Úr ályktun atvinnuveganefndar:

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði
til stofnana Evrópusambandsins.

Úr ályktun utanríkismálanefndar

Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun EES samningsins er tímabært að gera
úttekt á reynslu Íslands af honum. Áríðandi er að haldið verði áfram að efla
hagsmunagæslu innan ramma EES og tryggja að möguleikar Íslands til áhrifa á fyrri
stigum EES mála verði nýttir til fulls. Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar
athugasemdir við að tekin sé upp löggjöf í EES-samninginn sem felur í sér valdheimildir
sem fellur utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins.


mbl.is Mat verði lagt á reynsluna af EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netspor, sálfræði og stjórnmál

Notendur samfélagsmiðla eins og Facebook skilja eftir sig netspor, upplýsingar um hvaða netsíður eru skoðaðar og viðbrögð s.s. meðmæli eða ,,like". Notandi sem mælir með krulluðum frönskum kartöflum og Sephora snyrtivörum upplýsir persónueinkenni sín.

Upplýsingar af þessu tagi, ásamt gagnagrunni sem varð til með því að notendur Facebook fengu greitt fyrir að svara persónuleikaprófi, voru notaðar til að hanna pólitísk skilaboð í 11 lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum. Skilaboðin birtust á tölvuskjáum notenda sem líklegir voru til að greiða Donald Trump atkvæði, segir í samantekt Guardian.

Á bakvið flókið ferli er einföld hugmynd. Kjósendur taka afstöðu til stjórnmála á persónulegum grunni. Almenn notkun samfélagsmiðla gefur færi á að flokka stóra hópa fólks niður í einstaklinga og sérhanna skilaboð, hvort heldur til að auglýsa vöru eða frambjóðanda, sem líkleg eru til að fólk kaupi vöru eða greiði atkvæði.

En það er ekki nóg að skilgreina persónueinkenni kjósenda og tryggja sér aðgang að tölvuskjáum þeirra. Frambjóðandinn/stjórnmálaflokkurinn þarf að komast í þá stöðu að verða raunverulegur valkostur. Donald Trump tókst um áramótin 2015/2016 að sannfæra nógu marga Bandaríkjamenn að hann væri rétti maðurinn í forsetaembættið. Kosningabaráttan var endataflið eftir að staðan á taflborðinu var byggð upp.

Þrátt fyrir netspor, samfélagsmiðla og sérhönnuð skilaboð byggð á sálfræði kjósenda eru stjórnmál þau sömu í dag og á dögum Rómverja. Sá sem ætlar sér frama á þeim vettvangi verður að kunna að segja einfalda sögu. Og hún er þessi: ég er besti maðurinn til að tryggja hagsmuni ykkar.

 

 


mbl.is Nýttu persónuupplýsingar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár staðreyndir Rússahaturs í Bretlandi

Engar staðreyndir liggja fyrir um aðild Rússlandsstjórnar að morðtilraun með eitri er beindist gegn fyrrum rússneskum njósnara, sem sammæli eru um að væri engum hættulegur.

Aftur liggja fyrir þrjár staðreyndir um hve Rússahatur gagnast bresku ríkisstjórninni vel. Þær eru:

a. Rússahatrið sameinar Íhaldsflokkinn, sem var við það að klofna vegna Brexit.
b. Einangrar sem föðurlandssvikara leiðtoga Verkamannaflokksins, Corbyn, vegna þess að hann stekkur ekki á hatursvagninn.
c. Dreifir athyglinni frá Brexit-uppgjöri við Evrópusambandið, sem verður bresku ríkisstjórninni þungbært.

Rússahatrið er að öllum líkindum til innanlandsbrúks í Bretlandi.

 


mbl.is Breytir engu um staðreyndir málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strákar í vanda - eitraður femínismi

Drengir þrífast verr í skóla en stúlkur. Þeir fá mun oftar hegðunarlyf en stúlkur og sjálfsmorðstíðni íslenskra drengja er sú hæsta á Norðurlöndum. Tryggvi Hjaltason dregur upp dökka mynd af stöðu stráka í skólum.

80 prósent kennara barna og unglinga eru konur. Þegar framhaldsskóla sleppir eru ungir karlmenn vanbúnir í háskólanám. Hlutföll kynjanna í háskólanámi eru um 35 - 65, konum í vil.

En, auðvitað, við eigum að ræða um eitraða karlmennsku, en ekki eitraðan femínisma.


Forstjórar þurfa að fjúka

Forstjórar fyrirtækja þar sem almenningur á hlut, þ.e. lífeyrissjóðir, verða að taka pokann sinn ef þeir hafa reynst of gráðugir. Opinberir starfsmenn samþykktu kjarasamninga upp á 2-3 prósent kauphækkun frá síðasta hausti að telja. Það er viðmið.

Ef það kemur á daginn að forstjórar almannafyrirtækja hækka kaup sitt út úr öllu korti miðað við almenna launþega verða þeir að fjúka.

Lífeyrissjóðir eiga að sjá til þess að forstjórar fokki ekki upp stöðugleikanum.


Launastefna lífeyrissjóða; velvild til forstjóra ekki launafólks

Allt frá hruni eru lífeyrissjóðir stórir, jafnvel stærstu, hluthafar í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. Í krafti eignarhalds og fyrirferðar á hlutabréfamarkaði geta lífeyrissjóðir lagt línur í launastefnu stærstu fyrirtækja landsins.

Hvers vegna í ósköpunum hefur það ekki verið gert fyrir löngu?

Launamál eru engin geimvísindi. Það er hægt að mæla laun upp á krónu.

Er það kannski vegna þess að þeir sem stjórna lífeyrissjóðum finna til meiri samkenndar með forstjórum en launafólki?


mbl.is Allir fái sömu hækkun og forstjórinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband