Stjórnarandstaðan snýr trausti upp í vantraust

Umboðsmaður alþingis sér ekki ástæðu til rannsóknar á embættisfærslu dómsmálaráðherra við skipun dómara í landsrétt. Stjórnarandstaðan beinlíns bað umboðsmann að kanna málið.

Niðurstaða umboðsmanns var að rannsóknar væri þörf á vinnu hæfisnefndar en stjórnarandstaðan notar vinnu hæfisnefndar sem helstu rök í gagnrýni sinni á dómsmálaráðherra.

Sem sagt: umboðsmaður lýsir trausti á dómsmálaráðherra en vantrausti á málatilbúnað stjórnarandstöðunnar. Hvað gerir stjórnarandstaðan? Jú, hún boðar vantraust á dómsmálaráðherra.

Þetta er svo sorglegur málflutningur að hann er ekki einu sinni fyndinn. Er eintómt rusl í heilabúi stjórnarandstöðuþingmanna?


mbl.is Ræða van­traust­s­til­lögu á dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðsmaður fellst á málflutning Sigríðar

Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, stendur með pálmann í höndunum eftir niðurstöðu umboðsmanns alþingis sem stjórnarandstaðan vildi að tæki veitingu dómaraembætta í landsrétti til rannsóknar.

Rannsókn umboðsmanns mun þvert á móti beinast að skringilegu mati hæfisnefnda á umsækjendum og meta hvort það standist góða stjórnsýsluhætti. Stjórnarandstaðan, Píratar og Samfylking sérstaklega, töldu mat hæfisnefnda ófrávíkjanlegt. Umboðsmaður er á annarri skoðun, telur rannsókn þurfa að skera úr um það.

Píratar og Samfylking eru með allt niðrum sig í málinu. Málgagn þeirra, RÚV, reynir þó að finna málsbætur, með því að gera aukaatriði að aðalatriði.


mbl.is Ekki ástæða fyrir frumkvæðisrannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorskastríð, landafræði og fullveldi

Landafræði skilgreinir þjóðríki að stórum hluta. Samskipti Bretlandseyja við meginland Evrópu markast af Ermasundinu sem í þúsund ár var farartálmi spænskra, franskra og þýskra stórvelda er vildu leggja undir sig eyríkið. Finnland er nánast landfræðileg hjálenda Rússlands og stjórnmál landsins markast af því.

Sama gildir um Ísland og þorskastríðin. Þau voru háð í kalda stríðinu eftir seinni heimsstyrjöld, þar sem öllum var ljóst að frá Íslandi var hægt að stjórna skipaumferð yfir Norður-Atlandshaf.

Ísland gat sett fram kröfur um að stjórna auðlindum landgrunnsins. Við þurftum ekki að vera í Nató til að sigra þorskastríðin, þótt það hafi hjálpað til. Fyrst og fremst þurftum við fullveldi, því að skaginn sem gengur út frá Þýskalandi, og kallast Danmörk, myndi ekki hafa rænu á að styðja kröfur Íslendinga ef þær fór í bága við hagsmuni Bretaveldis.

 


mbl.is Þorskastríðin merkilegri en margir vilja vera láta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband