Vestrćnt einelti gagnvart Rússum

Engar sannanir eru fyrir ađild rússneskra yfirvalda ađ eiturtilrćđinu í Sailsbury á Englandi. Breska ríkisstjórnin ákvađ ađ gera stórpólitískt mál úr tilrćđinu fyrst og fremst til ađ ţjóna innlendum hagsmunum - upplausninni vegna Brexit.

Evrópusambandiđ er til í ađför ađ Rússum á veikum grunni. ESB notar Rússahatur til ađ halda veiku ríkjasambandi viđ lýđi - aftur Brexit. Bandaríkin hökta međ enda háđ evrópskum velvilja í átökum í miđausturlöndum og Úkraínu.

Ísland virđist hafa tekiđ ţann kost ađ sýna ţykjustusamúđ međ vestrćnu einelti gagnvart Rússum međ ţví ađ aflýsa fundum međ fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Ţađ er skárra en ađ stökkva á eineltisvagninn ţótt stórmannlegra vćri ađ lýsa frati á innistćđulaust Rússahatur.


mbl.is Sćkja ekki heimsmeistaramótiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tyrkir í ESB; Rússar í Nató

Vestrćn ríki stjórna bćđi Evrópusambandinu og Nató. Eftir ađ kalda stríđinu lauk um 1990 hófst stćkkunarferli ESB og Nató í austurátt. Hernađarbandalag gömlu Sovétríkjanna, Varsjárbandalagiđ, var lagt niđur.

Leiđandi vestrćn ríki í Evrópu, Frakkland og Ţýskaland, standa gegn ţví ađ Tyrkir verđi ađilar ađ Evrópusambandinu, en ţeir eru Nató-ríki frá dögum kalda stríđsins. Stórveldiđ Bandaríkin koma í veg fyrir ađ Rússland verđi Nató-ríki.

Ţađ er aldrei sagt upphátt hvers vegna Tyrkland fćr ekki inni í ESB og Rússland er útilokađ frá Nató og raunar ESB.

Tyrkland er einfaldlega of stórt fyrir Evrópusambandiđ. Tyrkir eru 80 milljónir og tćkju sćti viđ háborđiđ ásamt Frökkum og Ţjóđverjum. Ţar ađ auki eru Tyrkir múslímsk ţjóđ. Rússar eru ađ sama skapi of stórir fyrir bćđi Nató og ESB, telja 144 milljónir og landmesta ţjóđríki jarđarinnar.

Ţađ á ađ heita svo ađ bćđi Nató og ESB séu verkfćri lýđrćđisţjóđa ađ tryggja stöđugleika og friđ. Ţótt hvorki Tyrkir né Rússar fái fulla ađild ađ ţessu vestrćnu stofnunum, vegna stćrđar sinnar, má gera kröfu til ađ ESB/Nató hagi sér ţannig ađ hćgt sé ađ efna til samstarfs viđ ţessar voldugu Asíu-ţjóđir, sem eru ţrátt fyrir allt međ tábergiđ í Evrópu (Tyrkland) og hluti af evrópskri menningu (Rússland). En ţar vantar nokkuđ á, einkum í samvinnu viđ Rússland.


mbl.is Tyrkir stefna enn á ađild ađ ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Unglingar á hótel mömmu vilja kosningarétt

Til ađ taka ábyrgđ á öđrum ţarf mađur fyrst ađ taka ábyrgđ á sjálfum sér. Í dag er fyrirkomulagiđ ađ ungmenni fá kosningarétt sama ár og ţau verđa fjárráđa. 

Sá sem ekki er fjárráđa ćtti ekki ađ hafa kosningarétt enda felur sá réttur í sér ađ viđkomandi ráđstafi fjármunum annarra. 

Ţađ er fullkomin mótsögn ađ 16 ára unglingur fái vald yfir fjármunum annars fólks, ţ.e. samfélagsins, á međan unglingnum er ekki treyst fyrir eigin fjármálum.


mbl.is „Stöđvađ af nokkrum miđaldra körlum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 26. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband