Styrmir og kúgun þeirra umburðarlyndu

Sjálfskipaðir fulltrúar umburðarlyndis í Sjálfstæðisflokknum reyndu í áravís að kúga afgerandi meirihluta flokksmanna til að fallast á ESB-aðild Íslands. Þeir ,,umburðarlyndu" tóku hvern landsfundinn á fætur öðrum í gíslingu og kröfðust að meirihluti flokksins tæki tillit til sértrúarstefnunnar í ESB-málinu. Loks hrökkluðust þeir ,,umburðarlyndu" úr flokknum og stofnuðu Viðreisn.

Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fékk ekki framgang á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Hún notar sömu rök og viðreisnarfólkið; það sé skortur á umburðarlyndi í Sjálfstæðisflokknum.

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins fellur fyrir málflutningi Áslaugar í grein í dag. Málflutningur Áslaugar og Styrmis gengur út á að minnihlutasjónarmið eigi skilið að fulltrúa á fremsta bekk, þ.e. öruggt sæti á framboðslista - annað sé skortur á umburðarlyndi.

Þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Minnihlutasjónarmið eiga ekki að fá ráðandi stöðu í nokkrum flokki, það brýtur þvert gegn þeirri meginreglu að meirihlutinn skuli ráða ferðinni. Minnihlutafólkið á vitanlega að hafa fullt málfrelsi og tillögurétt samkvæmt réttum og góðum félagsreglum en ekki fá forystuhlutverk vegna ,,umburðarlyndis."

Tilraunir minnihlutafólksins til að kúga meirihlutann er aðeins frekjukast klætt ásökunum um skort á ,,umburðarlyndi."


Fullveldisdagurinn mikilvægari en 17. júní

Fullveldið 1. desember 1918 er stærri áfangi í sjálfstæðisbaráttunni en lýðveldisstofnunin 17. júní 1944. Með fullveldinu náðust fram allar kröfur Jóns Sigurðssonar, sem hann setti fram í tímamótagrein, Hugvekja til Íslendinga árið 1848.

Með fullveldinu fékkst viðurkennt að Ísland væri aðeins í konungssambandi við Danmörku en ekki undirsett dönsku stjórnsýslunni.

Ísland fékk fullveldi, ekki vegna örlæti Dana, heldur af tveim ástæðum öðrum. Í fyrsta lagi stóð meginhluti þjóðarinnar fast á kröfunni um fullveldi í áratugi. Í öðru lagi sköpuðust þær aðstæður í lok fyrri heimsstyrjaldar að Danir töldu sig eiga réttmæta kröfu um að hirða lönd af Þjóðverjum sem þeir töpuðu í stríðinu 1864. Þessi lönd, Slésvík, voru byggð Dönum. Þjóðríkjareglan er Woodrow Wilson Bandaríkjaforseti setti fram í lok fyrra stríðs kvað á um að þjóðir ættu kröfu á ríki.

Danir ákváðu sumarið 1918 að veita Íslendingum fullveldi til að standa betur að víg í fyrirsjáanlegum friðarsamningum eftir lok fyrra stríðs. Það gekk eftir. Á grundvelli þjóðríkjareglunnar fékk Ísland fullveldi og Danir dönskumælandi Þjóðverja, ásamt nyrstu héruðum Slésvíkur.

(Innan sviga er þess að geta að þegar Danir töpuðu Slésvík í hendur Þjóðverja 1864 var uppi hugmynd í Kaupmannahöfn að bjóða Þjóðverjum Ísland en fá í staðinn Slésvíkurlönd. Segir okkur að ekki er trútt að láta öðrum fullveldi sitt).

Þegar Ísland stofnaði lýðveldi, í enn öðru stríði, heimsstríðinu seinna, var stofndagur fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. En stærsti sigurinn vannst 1918. Við ættum að gera 1. desember að frídegi.


mbl.is Miðflokkurinn vill bæta við frídegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar í vanda: engar sannanir fyrir rússneskt eiturtilræði

Bresk stjórnvöld hrundu af stað alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna banatilræðis í Sailsbury gegn landflótta rússneskum njósnara. Engar sannanir eru fyrir aðild rússneskra yfirvalda að tilræðinu.

Die Welt segir frá 27 spurningum sem Rússar beina að breskum stjórnvöldum vegna málsins. Spurningarnar lúta að tæknilegri útfærslu á tilræðinu og hvaða sannanir eru fyrir aðild rússneskra yfirvalda.

Ef Bretum mistekst að sýna fram á aðild Moskvu að tilræðinu verður tapa bresk stjórnvöld trúverðugleika, bæði innanlands og erlendis.


mbl.is Vísuðu 59 erindrekum 23 ríkja úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband