Logi: Vinstri grænir eru asnar

Logi Einarsson formaður Samfylkingar heldur áfram að gera það gott, hvort heldur innan og utan kjörklefans, í ræðustól alþingis eða úti á mörkinni.

Nú heitir það að Vinstri grænir séu asnar að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.

Málsnilli Loga verður seint ofmetin.


mbl.is Boðar baráttu um Ísland næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðakerfi í upplausn

Örfá misseri eru síðan til stóð að gera víðtækan fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, TTIP. Nú er boðað viðskiptastríð. Samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eru ekki verri síðan í kalda stríðinu, bandarískum lygum er það að þakka.

Í Úkraínu geisar borgarastríð, Bandaríkin og ESB eru þar í bandalagi gegn Rússum. Í miðausturlöndum stríðir Nató-þjóðin Tyrkland gegn Kúrdum, sem njóta stuðnings Bandaríkjanna, og fá líka aðstoð frá Sýrlandsstjórn sem Rússar halda á floti. Önnur ríki í heimshlutanum eru átakasvæði, s.s. Líbýa, Írak og Yemen.

Alþjóðakerfið, sem varð til eftir lok seinna stríðs, er í upplausn. Fyrirsjáalega er langur tími þangað til það nær jafnvægi á ný. Spennið beltin.


mbl.is „Tollastríð eru góð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssýn vísar veginn: íslenskt-norskt samstarf

Haraldur Ólafsson prófessor er nýkjörinn formaður Heimssýnar. Gestur á aðalfundinum var formaður Nei til EU í Noregi, Kathrine Kleveland, sem gerði grein fyrir stöðu mála þar í landi gagnvart Evrópusambandinu og EES-samningnum, sem bæði Ísland og Noregur eiga aðild að.

Á aðalfundi Heimssýnar var ályktað um EES-samninginn. Þar segir m.a.

Ljóst er að samstarfið hefur að nokkru leyti þróast á annan veg en margir hugðu í upphafi og sumar  afleiðingar samningsins hafa verið ófyrirséðar. Bretar hafa ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu og þar með EES og nýlegir alþjóðsamningar gefa vísbendingar um nýja kosti í alþjóðaviðskiptum. Í ljósi ofanritaðs leggur aðalfundur Heimssýnar til að gagnrýnin skoðun fari fram á aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu.

Noregur og Ísland standa frammi fyrir nýjum pólitískum veruleika eftir brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu. Tímabært er að skipulegt endurmat á EES-samningnum fari fram enda liggur fyrir að Bretar munu ekki ganga inn í EES-samninginn heldur finna aðra lausn á samskiptum sínum við ESB. Nýlega gerðu Kanada og ESB með sér fríverslunarsamning sem gæti orðið fyrirmynd fyrir Ísland og Noreg.

Heimssýnarfundurinn með Kleveland fór fram á norrænu, sem sýnir að Heimssýn er félagsskapur samnorrænna alþjóðasinna er kjósa fullveldi fram yfir yfirþjóðlegt vald.


mbl.is Hafa stundum farið aðrar leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband