Sjálfstæðsiflokkur og Framsókn: sama stefna gagnvart EES

Stjórnmálaályktanir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru í sama tón og ályktanir Framsóknarflokksins um málefni er varða EES-samninginn, sem er ramminn um samstarf Íslands og Noregs við Evrópusamstarfið.

Báðir flokkar vilja gagnrýna endurskoðun á EES-samningunum, sem er frá síðustu öld og gerður fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið. En hvorki Ísland né Noregur verða aðildarríki ESB í fyrirsjáanlegri framtíð. Þar af leiðir ætti að endurskoða EES, jafnvel að hætta aðild að samningnum og gera fríverslunarsamning við ESB.

 

Ályktanir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru birtar á heimasíðu flokksins.

Úr ályktun atvinnuveganefndar:

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði
til stofnana Evrópusambandsins.

Úr ályktun utanríkismálanefndar

Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun EES samningsins er tímabært að gera
úttekt á reynslu Íslands af honum. Áríðandi er að haldið verði áfram að efla
hagsmunagæslu innan ramma EES og tryggja að möguleikar Íslands til áhrifa á fyrri
stigum EES mála verði nýttir til fulls. Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar
athugasemdir við að tekin sé upp löggjöf í EES-samninginn sem felur í sér valdheimildir
sem fellur utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins.


mbl.is Mat verði lagt á reynsluna af EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netspor, sálfræði og stjórnmál

Notendur samfélagsmiðla eins og Facebook skilja eftir sig netspor, upplýsingar um hvaða netsíður eru skoðaðar og viðbrögð s.s. meðmæli eða ,,like". Notandi sem mælir með krulluðum frönskum kartöflum og Sephora snyrtivörum upplýsir persónueinkenni sín.

Upplýsingar af þessu tagi, ásamt gagnagrunni sem varð til með því að notendur Facebook fengu greitt fyrir að svara persónuleikaprófi, voru notaðar til að hanna pólitísk skilaboð í 11 lykilríkjum í bandarísku forsetakosningunum. Skilaboðin birtust á tölvuskjáum notenda sem líklegir voru til að greiða Donald Trump atkvæði, segir í samantekt Guardian.

Á bakvið flókið ferli er einföld hugmynd. Kjósendur taka afstöðu til stjórnmála á persónulegum grunni. Almenn notkun samfélagsmiðla gefur færi á að flokka stóra hópa fólks niður í einstaklinga og sérhanna skilaboð, hvort heldur til að auglýsa vöru eða frambjóðanda, sem líkleg eru til að fólk kaupi vöru eða greiði atkvæði.

En það er ekki nóg að skilgreina persónueinkenni kjósenda og tryggja sér aðgang að tölvuskjáum þeirra. Frambjóðandinn/stjórnmálaflokkurinn þarf að komast í þá stöðu að verða raunverulegur valkostur. Donald Trump tókst um áramótin 2015/2016 að sannfæra nógu marga Bandaríkjamenn að hann væri rétti maðurinn í forsetaembættið. Kosningabaráttan var endataflið eftir að staðan á taflborðinu var byggð upp.

Þrátt fyrir netspor, samfélagsmiðla og sérhönnuð skilaboð byggð á sálfræði kjósenda eru stjórnmál þau sömu í dag og á dögum Rómverja. Sá sem ætlar sér frama á þeim vettvangi verður að kunna að segja einfalda sögu. Og hún er þessi: ég er besti maðurinn til að tryggja hagsmuni ykkar.

 

 


mbl.is Nýttu persónuupplýsingar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband