Hvað varð um krónur Þorgerðar Katrínar?

ESB-sinninn og evru-aðdáandinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður Viðreisnar er hvorki meðvirk né íhaldssöm heldur frjálslynd. Hún segir þetta um íslensku krónuna:

Íslenskri þjóð þykir vænt um krón­una sína, það á hana jú eng­inn ann­ar í heim­in­um. Hún er líka fín meðan þú átt hana og allt er í lukk­unn­ar velst­andi. Um leið og þú skuld­ar hana er hún hins veg­ar slótt­ug og jafn­vel of­beld­is­full. Hún hef­ur valdið meiri efna­leg­um mis­mun milli þeirra sem hafa aðstöðu til að standa utan krónu­hag­kerf­is­ins og hinna sem eru bundn­ir inn­an  þess.

Athyglisverð orð. Einhverjar krónur eignaðist Þorgerður Katrín um ævina. Krónur Tobbu Kötu voru sumar á sveimi í Kaupþingi í kringum hrunið. Þær voru að hluta eign en að hluta skuld. Hvað varð um þær krónur? Kom einhver meðvirkni við sögu þegar krónueignin var gerð upp?


mbl.is Krónan fín meðan þú átt hana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólveig og sósíalisminn

Sólveig Anna Jónsdóttir, nýr formaður Eflingar, skrifar sósíalíska samfélagsgreiningu sem boðar nýjar áherslur í verkalýðsbaráttu. Í greininni er að finna orð eins og ,,arðrán", ,,auðstétt" og setningar á borð við: ,,Verkafólk og láglaunafólk skilur nákvæmlega hvað á sér [stað] í íslenskum samtíma og það getur ekki lengur sætt sig við sturlunina."

Í allri greininni er aðeins nefnd ein tala, Eflingartaxti upp á 283.000 kr. mánaðarlaun. En verkalýðshreyfingin semur ekki um markaðslaun, þ.e. raunveruleg laun, heldur lágmarkslaun, sem eru aðeins viðmið fyrir raunlaun.

Samkvæmt Hagstofunni frá sl. hausti voru heild­ar­laun í fullu starfi að meðaltali 667 þúsund krón­ur á mánuði. Samanburður á starfsstéttum er þó meira afhjúpandi. Um það segir:

Árið 2016 voru heild­ar­laun starfs­stétta að meðaltali á bil­inu 479 þúsund krón­ur á mánuði hjá þjón­ustu-, sölu- og af­greiðslu­fólki til 1.079 þúsund krón­ur hjá stjórn­end­um. Heild­ar­laun skrif­stofu­fólks voru 497 þúsund krón­ur á mánuði, verka­fólks 520 þúsund krón­ur, tækna og sér­menntaðs starfs­fólks 699 þúsund krón­ur, sér­fræðinga 707 þúsund krón­ur og iðnaðarmanna 715 þúsund krón­ur á mánuði.

Sem sagt, launamunur á milli starfsstétta í landinu nær því að vera rétt rúmlega tvöfaldur þar sem hann er mestur, 479 þús. á mánuði hjá þjónustu og afgreiðslufólki upp í rúma milljón hjá stjórnendum.

Auðsstétt sem ekki borgar sér meira en rúm tvöföld meðallaun ,,lágstéttar" er vitanlega ekki auðsstétt. Hún er meira í ætt við tannhjól í sósíalistaríki. Ef það er einhver ,,sturlun" þá er það orðræða Sólveigar.


Bloggfærslur 10. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband