Noregur vill stjórna Íslandi - í þágu ESB

Raforkumálum Íslands verður stjórnað af Evrópusambandinu ef ACER-stofnunin verður að veruleika. Norskir embættismenn, sem eru upp til hópa ESB-sinnar, eru tilbúnir að framselja völdin yfir norskri raforku til Brussel og fá til þess stuðning frá Hægriflokknum, sem situr í ríkisstjórn.

Framsal á raforkunni fer í gegnum EES-samninginn, sem Ísland á aðild að. Norskir embættismenn telja sig geta ráðskast með íslenska hagsmuni og framselt þá til ESB.

Íslensk stjórnvöld eiga á augabragði að senda þeim norsku skilaboð: raforkan á Ísland fer ekki undir stjórn ESB. Í framhaldi eigum við að segja upp EES-samningnum.


mbl.is Túlkun norskra embættismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páll gegn Stundinni og falsfréttum

Stundin gerði út blaðamann á landsfund Sjálfstæðisflokksins til að segja að þar væri á ferðinni samkoma barnaníðinga. Páll Magnússon þingmaður birti glefsur úr ritsmíð blaðamannsins á samfélagssíðu sinni og fordæmdi.

Stundin, með hjálp frá RÚV og öðrum fjölmiðlum, reyndi að kenna framboð Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu þingkosningar við barnaníð. Aðferðin er gamalkunn, ættuð úr ævintýrum H.C. Andersen, þar sem ein fjöður verður að fimm hænum.

Barnaníð er eitt það ljótasta sem hægt er að saka nokkurn mann um. Ritstjórar Stundarinnar kveinka sér undan fordæmingu Páls og segja blaðamanninn hafa skrifað ádeilu en ekki frétt um landsfundinn.

En þar liggur hundurinn einmitt grafinn. Það er enginn munur á ádeilum Stundarinnar, og í sívaxandi mæli RÚV, og fréttum. Svokallaðar ,,fréttir" eru ádeilur skreyttar fáeinum staðreyndum, sem oft koma málefninu næsta lítið við.

Páll Magnússon vekur athygli á hugarfarinu á bakvið falsfréttaframleiðslu Stundarinnar og kennir við endaþarmsblaðamennsku. Það er ekki ofmælt. 


Samfélagsmiðar, Rússar og Trump

Vinsælasta pólitíska kenningin síðustu daga er að (mis)notkun samfélagsmiðla hafi tryggt kjör Donald Trump í forsetaembætti Bandaríkjanna haustið 2016. Þar með er Pútín-kenningunni um kjör Trump ýtt til hliðar.

Á meðan frjálslyndir smiðir samsæriskenninga leita dyrum og dyngjum að stóra samsærinu er fleytti Trump í Hvíta húsið er húsbóndinn þar á bæ kominn langt með að tryggja sér endurkjör árið 2020.

Sannleikurinn er einfaldari en allar samsæriskenningar. Trump náði kjöri sökum þess að hann náði eyrum bandarísku þjóðarinnar.


mbl.is Forstjóri Cambridge Analytica rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband