Karlmenn verði fórnarlömb, stundi sjálfsvorkunn

Eftirspurn er eftir karlmönnum er sýna sig sem fórnarlömb. Karlmenn sem geta ekki grátið og finnst það leitt; karlmenn er tjá sig síður um tilfinningar sínar og eru voða sorrí yfir því.

Fórnarlambavæðing karlmanna er hluti af menningarsjúkdómi sem afmennskar einstaklinginn, rænir hann sjálfsvirðingu og dómgreind. Einstaklingurinn, hvort heldur karl eða kona, er ekki sinn eigin maður heldur hluti af hópsál.

Hópsálin hverfist um sjálfsvorkunn og lamar sjálfsbjargarviðleitni. Einstaklingur sem ekki tekur ábyrgð á sjálfum sér er bjargarlaus. Menningarsjúkdómurinn vill einmitt þannig fólk; ósjálfbjarga hópsálir.

 


mbl.is „Hvað með karlmennina?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokaðar þjóðir hamingjusamari en opnar

Finnar eru með hæstu sjálfsmorðstíðni Norðurlandaþjóða. Almennt eru þeir fremur þungir á brúnina með þurran húmor sem slær út í að verða stórkarlalegur. En Finnar eru hamingjusömust þjóða, með vottorð frá Sameinuðu þjóðunum upp á það.

Norðurlöndin búa þjóðir í samanburði við aðrar á suðlægari breiddargráðum. Það tíðkast ekki hér í norðrinu að bera sjálfið utan á sér og glennast með tilfinningar sínar á opinberum vettvangi. Svíar eru helst líklegir til þess og skora lægst Norðurlandaþjóða á hamingjukvarðanum. (Ef RÚV segði þessa frétt væri fyrirsögnin: Svíar óhamingjusamastir á Norðurlöndunum).

Einföld skýring er á hamingju norrænna þjóða. Lokaðir einstaklingar eru líklegri en opnir til að stunda innra samtalið sem segir hverjum og einum, er með það kann að fara, að sjálfsstjórn og hljóð íhugun er forsenda hamingjunnar.


mbl.is Finnar allra þjóða hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestræn ríki bera ábyrgð á Sýrlandsstríðinu

Bandaríkin í félagi með Nató-þjóðum ákváðu að Assad Sýrlandsforseti ætti að fara frá völdum, af því hann væri vondur maður. Til að ná markmiðum sínum fóru vestrænar ríkisstjórnir í fjölmiðlaherferð annars vegar og hins vegar var aðskiljanlegum uppreisnarhópum í Sýrlandi veittur stuðningur (peningar og vopn).

Líkt áróðurinn gegn Hussein forseta Írak virkaði árið 2003 þá tókst að útmála Assad sem sérstaklega slæman mann. Sá þáttur herferðarinnar tókst vel. Aftur gekk verr með uppreisnaröflin. Þau reyndust geyma misjafnan sauð í mörgu fé.

Verstir þóttu múslímskir harðlínumenn af ýmsum sortum. Þeir sem kenndu sig við Ríki íslams náðu um tíma stórum landssvæðum í Sýrlandi og Írak. Það er bein afleiðing af innrásinni í Írak 2003 og upplausninni í Sýrlandi tíu árum síðar.

Assad er fermingardrengur í samanburði við margan uppreisnarmanninn sem fær stuðning frá Bandaríkjunum og Nató-þjóðum að verða æðstráðandi í Sýrlandi.

Sorglegt en satt; fjölmiðlar sem keyptu lygina um að Assad og Hussein væru óalandi og óferjandi væla núna um voðalegt ástand í miðausturlöndum. En þora ekki vegna meðsektar að benda á raunverulegar ástæður stríðsins í Sýrlandi.


mbl.is Sprengjuregn eftir sjö ára stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurt um tilgang þingmennsku

Eftir því sem spurningunum fjölgar minnkar vægi hverrar spurningar. Þetta gildir um kennslustofuna, daglega lífið og alþingi.

Engar spurningar eru of heimskar er stundum sagt til að hvetja fólk til að spyrja.

Raðframleiðsla á spurningum er til marks um að ekki sé leitað svara sem eigi að upplýsa um stöðu mála heldur auglýsa sjálfa sig.

Þar liggur munurinn á upplýsingu og auglýsingu.


mbl.is Einn þingmaður með 72 fyrirspurnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband