Karlmenn verði fórnarlömb, stundi sjálfsvorkunn

Eftirspurn er eftir karlmönnum er sýna sig sem fórnarlömb. Karlmenn sem geta ekki grátið og finnst það leitt; karlmenn er tjá sig síður um tilfinningar sínar og eru voða sorrí yfir því.

Fórnarlambavæðing karlmanna er hluti af menningarsjúkdómi sem afmennskar einstaklinginn, rænir hann sjálfsvirðingu og dómgreind. Einstaklingurinn, hvort heldur karl eða kona, er ekki sinn eigin maður heldur hluti af hópsál.

Hópsálin hverfist um sjálfsvorkunn og lamar sjálfsbjargarviðleitni. Einstaklingur sem ekki tekur ábyrgð á sjálfum sér er bjargarlaus. Menningarsjúkdómurinn vill einmitt þannig fólk; ósjálfbjarga hópsálir.

 


mbl.is „Hvað með karlmennina?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hey, heyr !!

 Aumingjavæðingin hefur náð nýjum hæðum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.3.2018 kl. 22:05

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Páll. Ertu raunverulega að reyna að afhjúpa jafnréttisbyltinguna sem dulda sókn kvenkynsins til aukinna réttinda, umfram hitt kynið?

Það er löngu tímabært að fletta ofan af þessu.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2018 kl. 01:08

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Guðmundur: Boys will be boys and girls will be girls. Eða á að banna það?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2018 kl. 02:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já en hvernig "strákar"? (Forðumst stereotýpur.)

Má karlkyns fólk ekki vera hvernig sem því sýnist?

Snúum þessari byltingu upp í það sem hún á raunverulega að þýða.

Jenfrétti. Og með því tjáningarfrelsi.

Það þarf að brjóta marga múra í þeim efnum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2018 kl. 02:33

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afsakið innsláttarvilluna, "jafnrétti" að sjálfsögðu í stað jefnrétti.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2018 kl. 02:35

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Má maður ekki vera það sem maður er? Þarf ég að grenja með, ef einhver annar grenjar? Hvaða sjúklega stjórnsemi er þetta eiginlega, yfir lífi fólks? Er nauðsynlegt að hlaða öllum í einhverjar deildir eða katagoríur? Djöfulsins aumingjavæðing segi ég, sem lýsir sér best í því að í dag getur enginn eignast krakka öðruvísi en að vera ruggað af hinu opinbera í minnst eitt ár á eftir. 

Fljótt gleymast áratök forfeðranna, ég segi nú ekki meir, Guðmundur. Auðvitað eiga menn og konur að vera jöfn, á allan hátt. Það á hinsvegar ekki að leiða til þess að allir opni sig ofaní rassgat. Sumt vill maður bara eiga með sjálfum sér og þannig hefur það verið um ómunatíð, bæði hjá körlum og konum.

 Er ekki ákveðið jafnrétti fólgið í þvi að fá að halda þeim rétti?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2018 kl. 03:37

7 Smámynd: Örn Einar Hansen

Á hvaða hátt, eru menn og konur jöfn?

Get ég kreist króa út úr endanum á mér? Nei ... get ég gefið króa að drekka mjólk, úr brjóstinu á mér ... Nei.

Af hverju, í helvítinu ... má ekki fólk vera ólíkt.  Af hverju þarf að myrða hálfan heimin, svo allir geti orðið eins.  Af hverju má ég ekki trúa á Jólasveininn ... af hverju má ég ekki neita að trúa á ofbeldishneigðan Guð, sem vill myrða mig fyrir að vera óhlýðinn og senda mig í eilíft Helvíti, af því ég hef eigin hugsun.

Meehhhhhh heeee heee Meeehhhhhh heee heee

Ég er rasisti ... ég er einstakur .... ég er Homo Neanderthalis ... og þið eruð Homo Sapiens.

Þetta er allt svo óréttlátt.

Örn Einar Hansen, 16.3.2018 kl. 06:27

8 Smámynd: Starbuck

Er nauðsynlega fólgin sjálfsvorkunn í því að tjá sig um reynslu sína og tilfinningar?  Segjum t.d. sem svo að Páll Vilhjálmsson lendi einn daginn í því að á hann er ráðist af hópi manna, hann barinn til óbóta, rændur og hótað lífláti.  Þannig reynsla orsakar vanlíðan, jafnvel þó maður sé hörkutól. Gæti ekki verið að það væri gagnlegt að tala um slíka reynslu til að komast yfir hana, frekar en að bíta bara á jaxlinn og bölva í hljóði?  Áföll sem fólk verða fyrir geta legið eins mara á sálinni jafnvel alla ævina með ýmsum einkennum s.s. endurupplifunum á atburðinum og martröðum.  Það að tjá sig um áföll og aðra erfiða lífsreynslu getur verið gagnlegt til að komast yfir þetta og setja þetta aftur fyrir sig. Það þarf alls ekki að felast í þessu  sjálfsvorkunn eða að maður sé að stimpla sig sem fórnarlamb.  Það þýðir heldur ekki að maður taki ekki ábyrgð á sjálfum sér - þvert á móti.

Það skiptir hins vegar máli hvernig þetta er gert og vissulega er alltaf hætta á því að sökkva í sjálfsvorkunnarpyttinn.  Það er á ábyrgð hvers og eins að forðast þann pytt og forðast að skilgreina sjálfan sig fyrst og fremst sem fórnarlamb aðstæðna.

Það er ekkert veikleikamerki að segja frá einhverri erfiðri reynslu sem maður hefur upplifað og hvaða áhrif hún hefur haft á mann - þvert á móti.  Hins vegar ætti enginn að upplifa það sem einhverja skyldu að opinbera svona hluti á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum.  Og við erum sem betur fer ólík og mismunandi með hvaða hætti okkur finnst best að tjá okkur, það er t.d. ekkert gagn í því að reyna að pína fram tár ef maður finnur enga þörf fyrir að gráta. 

Ég held að það hafi almennt séð verið til góðs að konur fóru að tala opinskátt og opinberlega um ofbeldi og aðra slæma reynslu sem þær hafa orðið fyrir, þó stundum hafi umræðan farið út í öfgar.  Ég held það gæti líka verið til góðs að karlar færu í meira mæli að segja opinskátt frá erfiðri reynslu eins og ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir, t.d. af hendi kvenna.  Það er bara staðreynd að konur meiða stundum karla líkt og karlar meiða stundum konur (konur meiða náttúrlega frekar með orðum heldur en karlar og síður með barsmíðum o.þ.h.).  Ég held að til lengdar sé það ekki til góðs að konur einar séu að tjá sig opinberlega um ofbeldi af hendi karla en sjaldan eða aldrei sé talað um ofbeldi sem karlar verða fyrir af hendi kvenna.  Það ýtir undir þá mynd að karlar séu í eðli sínu verr innrættir en konur - sem er auðvitað alls ekki raunin. 

Starbuck, 16.3.2018 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband