Trump eignast stjórnmálaflokk

Donald Trump var frambjóđandi á eigin vegum ţegar hann hóf kosningabaráttu sína. Hann sigrađi ađra frambjóđendur í forvali Repúblíkanaflokksins en flokkurinn stóđ hvergi nćrri sameinađur ađ baki honum.

Nú er öldin önnur, segir BBC. Repúblíkanar fylkja sér um Trump og ćtla ađ styđja hann til endurkjörs 2020.

Á međan dunda demókratar sér viđ Rússahatur, sem ekki skilar mörgum atkvćđum.


mbl.is Trump rćđur kosningastjóra fyrir 2020
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjálfstćđisflokkurinn sigrar borgina

Endurnýjađur Sjálfstćđisflokkur er í stórsókn í Reykjavík. Borgarstjóraefni flokksins, Eyţór Arnalds, er líklegur ađ láta til sín taka og borgarbúum líkar ţađ vel eftir vinstrimođsuđu úrrćđaleysis síđustu ára.

Spurningin er hverjir stjórnar međ Sjálfstćđisflokkum, ef til ţess kemur.

Samfylkingin vill gjarnan komast inn úr kuldanum í landsmálum og mun gera hosur sínar grćnar fyrir móđurflokknum. Aftur er Sjálfstćđisflokkurinn međ vćnt grćnt í Vg og ćtti ekki endilega ađ skipta ţví út fyrir samfóisma.


mbl.is Áfram í meirihluta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Brexit eđa ekki Brexit

Annađ hvort ganga Bretar úr Evrópusambandinu međ Brexit, og framfylgja ţar međ niđurstöđu ţjóđaratkvćđagreiđslunnar frá 2016, eđa ţeir hćtta viđ útgöngu og gerast fullgild ESB-ţjóđ á ný. Ţađ er enginn millivegur.

Á ţessa leiđ skrifar Vernon Bogdanor stjórnmálafrćđingur í Guardian.

Bogdanor rćđir hvorttveggja EES-lausnina, sem Ísland er ađili ađ, og tollabandalag ESB viđ Tyrki og hafnar ţeim leiđum fyrir Breta. Bogdanor segir ekki til neitt sem heitir ,,mjúkt" Brexit.

Rökin eru eflaust rétt hjá Bogdanor. En reynslan sýnir ađ rök eru ekki ráđandi í Evrópusambandinu, ef ţeim hefđi veriđ fylgt vćri evran ekki til í núverandi mynd. Ćr og kýr Brussel er pólitík. Af ţví leiđir verđur fundin lausn á Brexit, sem skilur báđa ađila eftir ósátta og málefnin í nokkurri óreiđu. Ţađ er eđli ESB-samstarfsins.


RÚV nefnir snöru í hengds manns húsi

RÚV segir ţá frétt ađ systurstofnunin í Austurríki höfđi mál á hendur varakanslara landsins vegna ásakana um falsfréttir.

RÚV stefndi bloggara hér á landi fyrir sömu sakir.

Og tapađi.


Costco skálkaskjól fyrir aukna fákeppni

Fákeppni er íslensku versluninni blóđ borin. Í skjóli fákeppni verđur til ,,skilningur" á milli ađila um verđ - ef ekki beint verđsamráđ međ samsćrisfundum í Öskjuhlíđ.

Eftir ađ Costco kom inn á markađinn sjá stórfyrirtćki sér leik á borđi og treysta fákeppnina. Rökin eru fánýt, Costco rekur eina verslun og eina bensínstöđ, og er ekki ađ leggja undir sig markađinn.

Samkeppniseftirlitiđ hlýtur ađ stöđva samruna eldsneytisfyrirtćkja og matvöruverslana.


mbl.is Telur sjóđina of stóra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frjálslyndir vinstriflokkar hrynja í Evrópu - yfirlit

Frjálslyndir vinstriflokkar, kenndir viđ sósíaldemókrataisma, eru í kreppu um alla Evrópu. Ţýskir sósíaldemókratar fengu sl. haust sína verstu kosningu frá 1949, franskir og hollenskir systurflokkar ţeirra ţurrkuđust nćrri út. Á Spáni og Ítalíu er stađan ekki hótinu skárri.

Í Guardian er yfirlit yfir stöđu frjálslyndra vinstriflokka. Meginástćđa fyrir hruninu er ađ frjálslyndir vinstriflokkar eiga ekkert svar viđ knýjandi úrlausnarefni samtímans, alţjóđavćđingunni og áhrifum hennar á efnahag almennings og lífsskilyrđi.

Tvćr kennisetningar frjálslyndra vinstrimanna, frjáls alţjóđaviđskipi og fjölmenning, standast ekki dóm reynslunnar. Frjáls alţjóđaviđskipti leiđa til ójafnađar og fjölmenning til samfélagslegrar upplausnar.

Hér á Fróni er Samfylkingin bođberi frjálslyndrar vinstristefnu. Meira ţarf ekki ađ segja.


Segir Katrín Jakobsdóttir af sér sem forsćtisráđherra?

Ef einhver keypti spurninguna hjá könnunarfyrirtćki: ,,á Katrín Jakobsdóttir ađ segja af sér sem forsćtisráđherra?" myndu án efa einhverjir segja já. Til dćmis ţeir sem vilja fella ríkisstjórnina.

Til ađ auka líkurnar á já-i gćtu fjölmiđlafyrirtćki, t.d. Stundin og RÚV, dundađ sér viđ í nokkrar vikur ađ draga upp neikvćđa mynd af Katrínu. Hćgt vćri ađ bera saman kosningastefnuskrá Vinstri grćnna viđ málefnaskrá ríkisstjórnarinnar og fá viđmćlendur úr röđum andstćđinga Katrínar og Vinstri grćnna til ađ vitna um svik.

Einmitt ţetta gerđi Stundin viđ Sigríđi Andersen og fékk stuđning RÚV. Pólitískir andstćđingar Sigríđar voru leiddir fram í fjölmiđlum til ađ gagnrýna hana. Fjölmiđlar og hagsmunaöfl lögđust á eitt ađ gera dómsmálaráđherra tortryggilegan. Og svo keypti Stundin spurningu hjá Maskínu: á Sigríđur ađ segja af sér?

Stundin/RÚV einbeita sér ađ hanna pólitíska atburđarás. Ţessir fjölmiđlar segja ekki fréttir, nema í framhjáhlaupi. Ađalatriđiđ er ađ koma höggi á pólitíska andstćđinga annars vegar og hins vegar hygla samherjum.


mbl.is Meirihluti telur Sigríđi eiga ađ segja af sér
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sterkir leiđtogar á óvissutímum

Xi Jin­ping, for­seti Kína og ađal­rit­ari kommúnistaflokks­ins, sver sig í pólitíska ćtt Pútín í Rússlandi, Erdogan í Tyrklandi, Trump í Bandaríkjunum, Macron í Frakklandi og Merkel í Ţýskalandi.

Allt eru ţetta sterkir leiđtogar sem gera sig gildandi óvissutímum eftir kalda stríđiđ.

Ţeir veikustu í hópnum; Trump, Macron og Merkel eiga ţađ sameiginlegt ađ búa í ríkjum međ trausta lýđrćđishefđ. Xi Jin­ping, Pútín og Erdogan eru fastari í sessi en leiđtogar lýđrćđisríkja. Nokkurt áhyggjuefni ţađ. Einkum fyrir lýđrćđiđ.


mbl.is Vilja afnema tímamörk á setu forseta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fjölmenningin í fangelsi

Í nafni fjölmenningar búa sum svćđi í Danmörku viđ lögleysu, ţar sem dönsk lög eru virt ađ vettugi. Nú skal gert átak ađ fćra svćđin undir dönsk lög, t.a.m. međ ţví ađ gera afbrot á fjölmenningarsvćđum ađ bera ţyngri refsingu en sambćrileg brot annars stađar í Danmörku.

Hvađ segja talsmenn fjölmenningarinnar? Jú, ţetta samkvćmt fréttinni:

Muhammed Aslam, formađur hverf­is­sam­taka Mjřlnerp­ar­ken á Nřr­re­bro í Kaup­manna­höfn, seg­ir til­lög­una gefa í skyn ađ ekki séu all­ir jafn­ir gagn­vart lög­un­um. „Ţađ á greini­lega ađ vera A-deild og B- deild í okk­ar ţjóđfé­lagi,“ seg­ir Aslam en ađ hans mati sé um árás í garđ hverf­anna ađ rćđa.

Fjölmenningarsinnar vilja einstefnu ţar sem fjölmenningin rćđst á lögin og yfirvöld en ţegar ríkisstjórnir vilja taka í taumana er ţađ kallađ árás á jafnrétti.


mbl.is Vilja ţyngja refsingu fyrir brot í „gettóum“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rússar stjórna Ameríku - hversu líklegt?

Rússar stóđu fyrir forsetakjöri Donald Trump eru pólitísku skilabođin sem demókratar halda á lofti. Nýleg ákćra á hendur 13 Rússum er liđur í ađ gera kenninguna trúverđuga.

En ţađ er ekkert á bakviđ ákćru sérstaks saksóknara, eins og Jackson Lears rekur í London Review of Books. Rússarnir munu aldrei koma fyrir rétt, ţađ er ekki einu sinni ljóst hvort ţeir verđi ásakađir um lögbrot.

Á međan malar samsćriskvörnin sem gerir ekki annađ en ađ grafa undan forsetaembćttinu og tiltrú Bandaríkjamanna á stjórnkerfinu, segir Stephen F. Cohen.

Kenningin um ađ vald Rússar yfir bandarískum stjórnmálum sé slíkt ađ ţeir ákveđi hver hlýtur forsetaembćttiđ ţar í landi ţjónar ţeim eina tilgangi ađ demókratar ţurfi ekki ađ takast á viđ ţá niđurstöđu ađ frambjóđandi ţeirra tapađi fyrir Trump.


mbl.is Ásökunum repúblikana hafnađ í nýju minnisblađi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband