Kjarninn kærir tjáningarfrelsið

Fátt er jafn aumkunarvert og þegar fjölmiðlar kæra einstaklinga fyrir að tjá sig í ræðu og riti.

Kjarninn kærði Hannes Hólmstein fyrir ,,at­vinnuróg" og valda ,,orðsporsskaða og fjár­hagstjóni".

Þeir eru ófáir einstaklingarnir sem hafa orðið fyrir rógi, orðsporsskaða og tjóni í umræðu þar sem Kjarninn kom við sögu í smáu eða stóru: Sigmundur Davíð, Bjarni Ben., Sigríður Á., og Hanna Birna svo fáeinir séu nefndir. Ekki kærðu þeir.

En Kjarninn kveinkar sér þegar orði er hallað að útgáfunni og kærir í framhaldi. Dapurt.

 


mbl.is Hannes braut gegn siðareglum HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin ókeypis umræða

Umræða, þegar eldhúsborðinu heima sleppir og sömuleiðis vinnustaðnum, er aldrei ókeypis. Það þarf að kaupa auglýsingapláss og sal fyrir fund, prenta bækling eða blað og þar fram eftir götunum, allt eftir vettvangi umræðunnar.

Nema, ef hún fer fram á netinu. Þar er umræðan ókeypis. Eða svo hélt fólk til skamms tíma.

En það er öðru nær en að netumræðan sé ókeypis. Þátttakendur í þeirri umræðu afsala sér persónuupplýsingum til netfyrirtækja sem fénýta þær, oftast í auglýsingaskyni.

Meint ,,ókeypis-umræða" á netinu kostar ekki aðeins afsal persónuupplýsinga heldur samþykkja þátttakendur stöðugt áreiti auglýsinga sem selja allt frá tannbursta til pólitískra samsæriskenninga.

Þannig virkar heimurinn nú um stundir.

 


mbl.is Skapari vefjarins harðorður í garð netrisanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín-Trump samsærið er falsfrétt

Trump varð ekki forseti Bandaríkjanna vegna þess að Pútín Rússlandsforseti studdi hann. En Pútín-Trump samsæriskenningin gengur út á einmitt það.

Lee Smith rekur Pútín-Trump samsærið til frjálslyndrar elítu sem ekki gat afborið þá tilhugsun að Trump sigraði frambjóðanda elítunnar, Hillary Clinton, á bandarískum forsendum. Pútín hlýtur að bera ábyrgð kjöri Trump, búum til raðfréttir um það og þá trúir almenningur okkur, var viðkvæðið.

En það voru, óvart, ekki rússnesk nettröll sem leiddu bandaríska kjósendur inn í kjörklefann haustið 2016 og sögðu þeim að kjósa Trump. Forsetakjör Trump er niðurstaða bandarískra stjórnmála. Þegar hamfarir knýja dyra hjá trúarsamfélagi er það óðara skýrt með reiði guðs. Frjálslynda elítan á engan guð, aðeins djöfulinn. Og hann heitir Pútín.


mbl.is Segja engin tengsl milli Moskvu og Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband