Vor í verkó er ákall um ríkisforsjá, sósíalisma

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness síðustu 15 ár túlkar sigur B-listans í Eflingu sem ákall um stóraukna ríkisforsjá á vinnumarkaði. Hann skrifar sjö punkta yfirlýsingu um hverju standi til að breyta.

Þetta helst:

a. Ekki verði lengur samið um lágmarkslaun, heldur hámarkslaun. Sem þýðir að launalögga ASÍ/ríkisins fylgist með að atvinnurekendur yfirborgi ekki.

b. Ríkið setji launataxta, byggðan á framfærslukostnaði.

c. Ríkið,í samvinnu við verkalýðsfélög, byggi íbúðarhúsnæði.

d. Ríkið skipti sér af húsnæðisleigu, gefi út leiguverð.

e. Lífeyrissjóðirnir verði notaðir í þágu launþega í meira mæli, en ekki til að tryggja lífeyrisþegum sem hæstar greiðslur.

f. Verkalýðshreyfingin verði stjórnmálaafl til að vinna af ,,alefli gegn misrétti, óréttlæti og ójöfnuði í íslensku samfélagi."

g. Samstarf á vinnumarkaði, SALEK, verði sett í ruslatunnuna.

Krafan um ríkisforsjá er í raun uppgjöf verkalýðshreyfingarinnar. Uppreisnaröflin segja í raun ,,við getum ekki, við nennum ekki, ríkið á að sjá um okkur." Með öðrum orðum; sósíalismi.


mbl.is Sannfærður um sigur B-listans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

16% byltingin er óánægja feitra þjóna

Tæp 16 prósent kjörsókn var í stjórnarkjöri Eflingar. Uppreisnarframboð fékk þorra atkvæða. 16 prósent eru líka efri mörk fylgis sem uppreisnarframboð til þingkosninga geta gert sér vonir um. Flest fá mun minna.

Á Íslandi ríkir velmegun og stöðugleiki en jafnframt botnlaust vantraust á stofnanir og forystu félagasamtaka. Vantraustið er virkjað í þágu uppreisnarframboða, fyrst í stjórnmálum og nú í verkalýðshreyfingunni.

Uppreisn með 16 prósent kjörsókn annars vegar og hins vegar 16 prósent fylgi er vitanlega engin uppreisn heldur óánægja sem kenna má við velmegun. Barinn þræll er meiri maður en feitur þjónn, kenndi nóbelsskáldið sem þekkti vel til fátæktar og kreppu.  


mbl.is Sólveig Anna nýr formaður Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmál, samkeppni um frásögn

Stjórnmál eru að stórum hluta samkeppni um hvaða frásögn verði ofaná. Þess vegna er samstarf stjórnmálaflokka og fjölmiðla miðlægt. Fjölmiðlar búa til fréttafrásagnir, velja staðreyndir og túlka þær, úr hráefni sem þeim er skaffað.

Vantraust á dómsmálaráðherra var frá upphafi barátta um frásögn. Vinstriflokkarnir í samstarfi við ráðandi öfl í stétt dómara/lögfræðinga bjuggu til þá frásögn að dómsmálaráðherra hefði, með því að hnika til huglægu mati dómnefndar á umsækjendum um embætti í landsrétt, stefnt réttarríkinu í voða. Einbeittir vinstrifjölmiðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn, studdu frásögnina með völdum fréttum.

Aðrar frásagnir, t.d. að dómsmálaráðherra leiðrétti kynjahalla dómnefndar og gerði dómarareynslu hærra undir höfði en nefndin, voru kaffærðar. Það tókst sökum þess að vinstriflokkarnir eru með einbeitta fjölmiðla á sínum snærum á meðan hægrimenn hafa enga slíka.

 


mbl.is Leið í leikjafræði gagnvart ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband