Veikt almannavald og oftrú á markaðnum

Hrunið er útskýrt fyrir dómstólum sem glæpaverk auðmanna. Pólitískar ástæður eru of hröð einkavæðing bankanna í kringum aldamótin.

Dýpri skýringar á hruninu eru tvíþættar. Í fyrsta lagi veikt almannavald, alþingi og framkvæmdavald var komið ofan í vasa auðmanna fyrir hrun - þar sem fjölmiðlar voru fyrir. Í öðru lagi oftrú á markaðnum. Íslenski markaðurinn er í eðli sínu fákeppnismarkaður og verður að búa við aðhald af sterku almannavaldi.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins náði methæðum í fjórflokkakerfinu. Með sjö til níu starfandi stjórnmálaflokka í landinu er óraunhæft að móðurflokkurinn nái fyrra fylgi. En haldist Sjálfstæðisflokkurinn sterkastur flokka er okkur óhætt.


mbl.is Styrmir skýtur á flokksforystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland útskýrir fullveldi fyrir Norðmönnum

Íslendingar eru næmari á fullveldið en Norðmenn, sé tekið mið af umræðunni um áætlanir Evrópusambandsins að yfirtaka stjórn orkumála þessara landa í gegnum ACER-stofnunina og EES-samninginn.

Neitunarvald Íslands gæti hindrað samþykkt ACER í Noregi, skrifar Aftenpostn.

Norðmenn búa við þau leiðindi að þjóðin er á móti yfirtöku Evrópusambandsins landsins gagni og nauðsynjum en Hægriflokkurinn þar í landi ásamt sósíaldemókrötum, auðvitað, vill aukna stýringu frá Brussel.


mbl.is „Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín, Trump, Brexit - þúsaldarskil stjórnmálanna

Forsetakjör Trump 2016 og Brexit-kosningar sama ár eru afleiðing alþjóðahyggju sem náði hámarki um aldamótin. Innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 annars vegar og hins vegar gildistaka  evrunnar þrem árum áður voru vestræn verkefni undir formerkjum alþjóðlegs frjálslyndis.

Með innrásinni í Írak átti að breyta vandræðaheimshluta, miðausturlöndum, í vestræna fyrirmynd. Evran skyldi breyta Evrópu í frjálslynd bandaríki Evrópu. Hvorttveggja misheppnaðist.

Pútín tók við völdum í Rússlandi um aldamótin sem ónýtu ríki glæpavæddra auðmanna. Hann hefur gert Rússland öflugt, frjálslyndum alþjóðasinnum á vesturlöndum til mikillar gremju.

Þeir sem helst fagna kjöri Pútín á vesturlöndum eru íhaldssamir Bandaríkjamenn og andstæðingar fjölmenningar í Evrópu, t.d. AfD í Þýskalandi.

Um þúsaldarmótin breyttust stjórnmál í okkar heimshluta. Smátt og smátt rennur upp fyrir fólki hve breytingarnar eru róttækar.

 


mbl.is Pútín ætlar að leysa deilumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband