Fjölskylduflokkar á ríkisframfæri

Viðreisn og Björt framtíð eru stjórnmálaflokkar á vegum örfárra fjölskyldna og vina. Flokkarnir hittu á rétt augnablik, fengu atkvæði inn á alþingi, og eru þar með komnir á ríkisframfæri.

Jafnvel Píratar eru með breiðari hóp á bakvið sig, þar má tala um stjórnmálaflokk kunningja og e.t.v. nördasamfélags.

Það yrði hollt lýðræðinu að fækka flokkum. Stjórnmálaskoðanir i landinu þurfa ekki sjö flokka á alþingi, 3-4 eru kappnóg.


mbl.is Þorgerður hlaut 61 atkvæði af 64
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn; eins manns flokkur fárra atkvæða

Ef ekki væri fyrir Benedikt Jóhannesson væri Viðreisn ekki til, sagði Þorgerður Katrín, sitjandi formaður, í upphafi landsþings flokksins. 

Ástæðan fyrir því að stofnandinn hrökklaðist úr brúnni er að atkvæðum fækkaði. Nú eru þau orðin svo fá að ekki er gefið upp hve mörg þarf til að fá kjör sem formaður Viðreisnar.

Viðreisn er stofnuð af fólki sem einangraðist í Sjálfstæðisflokknum. Viðreisnarfólk sá blámann í austri, Evrópusambandið, hvers fána var flaggað á landsfundi flokksins. 

ESB-fáninn en engin atkvæði. Það eru eftirmæli Viðreisnar.


mbl.is Gefa ekki upp tölur í formannskjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur um skoðanakúgun Egils, RÚV og Stundarinnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á röngunni þegar hún mætti á fund um stríðið í Sýrlandi, segir Egill Helgason, RÚV og Stundin - þ.e. bandalag frjálslyndra vinstrimanna. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, svarar:

Við fyrstu umhugsun hefði ég haldið að óhætt væri fyrir hvern sem er, líka forsætisráðherra, að sækja fund þar sem færð væru fyrir því rök að stríð í tilteknu landi kynni að eiga sér aðrar skýringar en þær sem okkur væru kynntar í fréttatímum fjölmiðlanna.
Í kúgunarþöggun er hins vegar enginn óhultur þegar vilji er til að grafa undan fólki: „Var á fundi með málpípu kúgara! Þarf frekar vitnanna við?"

Er það svona sem við viljum hafa það?

Þótt fundur um Sýrland sé deiluefnið á yfirborðinu býr meira undir. Löng hefð er fyrir því að kratar, frjálslyndir vinstrimenn, séu hlynntir heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Forverar Vinstri grænna, Alþýðubandalagið og sósíalistar, voru aftur gagnrýnir á bandarískt auðræði og alþjóðlegan yfirgang þess.

Deilurnar um fundarsetu Katrínar eru hluti af stórpólitísku uppgjöri vinstrimanna þar sem afstaðan til heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og Nató er miðlæg.


Bloggfærslur 12. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband