Kalt stríđ Nató og Rússlands - ný gögn

Rússum var talin trú um ađ Nató myndi ekki stćkka í austur og ógna ţar međ landamćrum Rússlands. Bandarískar og rússneskar heimildir, sem voru gerđ opinberar fyrir tíu dögum, stađfesta ađ Nató-ríkin, međ Bandaríkin í fararbroddi, gáfu vilyrđi til Rússa um ađ ţeir yrđu međ í ráđum um öryggishagsmuni Miđ- og Austur-Evrópu.

Vilyrđin voru gefin ađ loknu kalda stríđinu og sameiningu Ţýskalands. Nató stóđ ekki viđ orđ sín. Útţensla Nató í austurátt hófst fyrir aldamót međ viđtöku Tékklands, Póllands og Ungverjalands. Tíu árum áđur voru ţessi ríki í hernađarbandalagi međ Sovétríkjunum/Rússlandi.

Ţrátt fyrir mótmćli Rússa hélt Nató áfram ađ vígvćđast í austurátt. Eystrasaltsríkin ásamt Rúmeníu, Búlgaríu, Slóvakíu og Slóveníu urđu Nató-ţjóđir 2004.

Á nćrfellt öllum vesturlandamćrum Rússlands voru Nató-herir á fyrsta áratug aldarinnar. Ţegar til stóđ ađ innlima Úkraínu í Nató spyrntu Rússar viđ fćti. Afleiđingin var borgarastyrjöld sem enn stendur.

Bandaríkin og Nató-ríkin ćtluđu sér ađ einangra Rússland eftir lok kalda stríđsins. Sá ásetningur er enn fyrir hendi, eins og nýleg dćmi sanna. 


Rússahatur og vestrćnt dramb

Í kalda stríđinu var heiminum skipt upp í tvo hluta, lýđrćđis og kapítalisma annars vegar og hins vegar kommúnisma og ríkisreksturs. Ţjóđum heims var gert ađ velja ţar á milli. Kalda stríđinu lauk fyrir bráđum 30 árum.

Bandaríkin og Nató stóđu grá fyrir járnum andspćnis Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu, sem steyptust í glötun međ falli Berlínarmúrsins.

Rússland og Sovétríkin voru samheiti í kalda stríđinu og ţriđja samheitiđ var kommúnistaríki. Tvö af ţessum heitum, Sovétríkin og kommúnistaríki, eru merkingarlaus. Ţađ ţarf ađ fara austur til Kína og Norđur-Kóreu til ađ finna kommúnistaríki. 

Uppspretta Rússahaturs samtímans er ekki hugmyndafrćđi heldur vestrćnt dramb. Eftir fall Sovétríkjanna varđ til sniđmát um yfirburđi vestrćns lýđrćđis og kapítalisma. Bók Francis Fukuyama um endalok sögunnar var ein útgáfa. Sniđmátiđ gerđi ráđ fyrir ađ öll heimsbyggđin yrđi vestrćn.

Í stuttu máli virkađi sniđmátiđ ekki, hvorki í miđausturlöndum né í Austur-Evrópu. Enn síđur á fjarlćgari slóđum, samanber Kína.

Í stađ ţess ađ endurskođa sniđmátiđ leituđu vestrćn ríki ađ afsökun fyrir ţví ađ sniđmátiđ um vestrćna yfirburđi virkađi ekki. Rússland og Pútín urđu blórabögglar ţegar vestrćnn yfirgangur mćtti köldum veruleika.   


mbl.is Taka miđ af stćrđ Íslands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 27. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband