60% fylgi ríkisstjórnar, Framsókn - Miðflokkur sameinast

Ríkisstjórnin fær afgerandi fylgi þrátt fyrir að hart væri sótt að henni, m.a. með vantrausttillögu vinstriflokka á alþingi. Með 60 prósent fylgi er ríkisstjórninni allir vegir færir.

Annað í könnun Gallup fer nokkuð undir radarinn í umræðunni. Miðflokkur Sigmundar Davíðs er á pari við Framsóknarflokkinn, og er með yfirtökin í Reykjavík, samkvæmt annarri könnun. Þetta þýðir að Framsóknarflokkurinn getur ekki beðið og vonað að Miðflokkurinn koðni niður.

Fyrirsjáanleg er umræða um sameiningu Framsóknar og Miðflokks. Að upplagi eru aðstandendur flokkanna raunsæismenn í pólitík. Fyrir næstu þingkosningar verða þeir komnir í eina sæng. Vitið til. 


mbl.is Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín og miskunnarlausir fjölmiðlar

Á ráðstefnu OECD sagði Katrín Jakobsdóttir eftirfarandi um fjölmiðla:

Embættismenn og kjörnir fulltrúar verða að læra að lifa í umhverfi þar sem störf þeirra eru stöðugt undir eftirliti, þar sem gagnrýni, stundum ósanngjörn, á sér stað og þar sem fjölmiðlar eru miskunnarlausir. Það er meðal annars þess vegna sem ég tel ríkisrekna fjölmiðla svo mikilvæga í hverju lýðræðisríki.

Af orðum Katrínar að ráða eru aðrir fjölmiðlar en þeir ríkisreknu miskunnarlausir. Sennilega hlustar forsætisráðherra ekki mikið á RÚV.


mbl.is Katrín fundaði með framkvæmdastjórum OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband