Sjálfstæðsiflokkur og Framsókn: sama stefna gagnvart EES

Stjórnmálaályktanir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru í sama tón og ályktanir Framsóknarflokksins um málefni er varða EES-samninginn, sem er ramminn um samstarf Íslands og Noregs við Evrópusamstarfið.

Báðir flokkar vilja gagnrýna endurskoðun á EES-samningunum, sem er frá síðustu öld og gerður fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið. En hvorki Ísland né Noregur verða aðildarríki ESB í fyrirsjáanlegri framtíð. Þar af leiðir ætti að endurskoða EES, jafnvel að hætta aðild að samningnum og gera fríverslunarsamning við ESB.

 

Ályktanir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru birtar á heimasíðu flokksins.

Úr ályktun atvinnuveganefndar:

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði
til stofnana Evrópusambandsins.

Úr ályktun utanríkismálanefndar

Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun EES samningsins er tímabært að gera
úttekt á reynslu Íslands af honum. Áríðandi er að haldið verði áfram að efla
hagsmunagæslu innan ramma EES og tryggja að möguleikar Íslands til áhrifa á fyrri
stigum EES mála verði nýttir til fulls. Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar
athugasemdir við að tekin sé upp löggjöf í EES-samninginn sem felur í sér valdheimildir
sem fellur utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins.


mbl.is Mat verði lagt á reynsluna af EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú er að sjá hvað VG gerir. 

Ragnhildur Kolka, 18.3.2018 kl. 17:53

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þingflokkur VG er meðvitaður um þetta mál.

Bjarni Jónsson, 18.3.2018 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband