ESB verđi nýtt Rómarveldi, bođar Blair

Evrópusambandiđ er veikt vegna metnađarleysis. ESB var stofnađ til ađ halda friđinn í Evrópu, en ţađ er of lítilmótlegt verkefni. Sambandiđ ţarf ađ hverfast um völd, efla sig á kostnađ nágranna sinna.

Á ţessa leiđ er greining Tony Blair, fyrrum forsćtisráđherra Breta. Nćstu nágrannar ESB, sem einhverju máli skipta, eru Rússar í austri og múslímar í suđri. Nú ţegar er ESB í stađgenglastríđi viđ Rússa í Úkraínu og flóttamannastríđ geisar á Miđjarđarhafi ţar sem múslímar keppast viđ ađ senda sitt fólk inn í evrópska velferđ, Evrópubúum til armćđu.

Söguleg valdapólitísk fyrirmynd ESB er Rómarveldi. Á lýđveldistíma sigruđu Rómverjar Karţagómenn í Norđur-Afríku og urđu herrar Miđjarđarhafsins. Múslímaríkin eru Karţagó nútímans. Á austurlandamćrum Rómar voru Germanir, sem aldrei tókst ađ knésetja. Germanir höfđu ađ lokum betur og lögđu undir sig vest-rómverska ríkiđ í lok fimmtu aldar. Rússar eru Germanir nútímans.

Margan skriffinn í Brussel dreymir eflaust um ESB-Róm. ESB verđur samt alrei nýtt Rómarveldi. Hvorki er áhugi međal almennings í Evrópu ađ valdefla Evrópusambandiđ né fyrir hendi frumforsendan sem gerđi slíka samstöđu mögulega. Evrópa á enga latínu til ađ túlka sameiginlega hagsmuni. Án sameiginlegs tungumáls verđur ekki til sameiginleg pólitík, nema kannski rétt á yfirborđinu.

Ţegar öllu eru á botninn hvolft er Tony Blair einungis ađ biđja ESB ađ verđa meira sexý fyrir Breta. Og ţađ er enn langsóttara en ađ ESB verđi nýtt Rómarveldi.


mbl.is Friđur ekki máliđ í dag heldur völd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna: tímabundinn vandi vinstrimanna - í 88 ár

Íslenskir vinstrimenn klofnuđu í tvo flokka áriđ 1930 ţegar kommúnistar klufu sig úr Alţýđuflokknum. Ţetta var á međan Stalín var viđ völd í Sovétríkjunum og áđur en Hitler varđ kanslari í Ţýskalandi. Jóhanna Sigurđardóttir, fyrsti forsćtisráđherra vinstristjórnar á lýđveldistíma, telur klofning vinstrimanna tímabundinn.

Alţýđuflokkurinn fékk ađ taka ţátt í mótun velferđarríkisins í samvinnu viđ Sjálfstćđisflokkinn. Á međan voru kommúnistar/sósíalistar, síđast alţýđubandalagsmenn, oftast í stjórnarandstöđu og héldu Alţýđuflokknum viđ efniđ, einkum á sviđi verkalýđsbaráttu og fyrir ţjóđfrelsi og fullveldi.

Samfylkingin tók viđ af Alţýđuflokknum um aldamótin og gerđi ţau mistök ađ hćtta alfariđ verkalýđsbaráttu og gerast ESB-flokkur. Ţar međ skilgreindi Samfylkingin sig bćđi frá Sjálfstćđisflokknum og Vinstri grćnum, sem eru arftakar Alţýđubandalagsins.

Nú bođa bćđi Jóhanna og sitjandi formađur Samfylkingar, Logi Einarsson, ađ Samfylkingin eigi ađ fćra sig til vinstri í pólitíska litrófinu. Ef flokkurinn fylgir ţeirri línu er rökrétt ađ innan fárra ára muni Samfylkingin sćkja um ađ verđa sérstakt ađildarfélag Vinstri grćnna.

Ef Logi flýtir sér gćti Samfylkingin orđiđ vinstri grćn áđur en tímabundinn vandi vinstrimanna fyllir 100 árin.


mbl.is Jóhanna: VG villtist tímabundiđ af leiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 4. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband