Krossapróf, þekking og blekking

Annmarkar krossaprófa eru þær helstar að höfundar þeirra standa frammi fyrir tveim öfgum. Í fyrsta lagi að gera rétta svarið, af 4 eða 5 valkostum, svo augljóst að það beinlínis æpir á þann sem þreytir prófið. Í öðru lagi að setja saman valkosti sem eru nauðalíkir og þar með blekkja nemandann.

Krossaprófsspurning sem spyrði um fæðingarár Jóns Sigurðssonar forseta (1811) og gæfi sem valkosti, auk rétta svarsins, 1809, 1810, 1814, væri í raun að kanna minni námsmannsins en ekki sögulega þekkingu. Ef valkostirnir væru 1211, 1662, 2004, auk rétta svarsins, væri könnuð ályktunarhæfni - en ekki söguleg þekking.

Ef nota á krossapróf til að kanna annað en harðar staðreyndir, t.d. málsskilning, vandast málið enn frekar þar sem huglægni kemur inn í spilið.

Þegar kurlin koma öll til grafar eru krossapróf mest mæling á kunnáttu að taka krossapróf.


mbl.is „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður tók stöðu með konum - fékk vanþakklæti og vantraust

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra breytti tillögu hæfisnefndar í landsréttarmálinu. Tillaga hæfisnefndar um skipan 15 dómara gerði ráð fyrir að konur yrðu 30 prósent dómara, eða 5.

Sigríður leiðrétti hlut kvenna, sjö konur urðu dómarar, en ekki 5.

Fékk Sigríður lof og prís? Neibb, vanþakklæti og vantraust.


mbl.is Af átta dómurum er ein kona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norður-Evrópa segir nei við auknu ESB-valdi

Fjármálaráðherrar átta Norður-Evrópuríkja skrifa undir yfirlýsingu gegn auknum valdheimildum Evrópusambandsins til að skipta sér af fjármálum einstakra ríkja í því skyni að bjarga evru-samstarfinu.

Frakkar hafa lagt til að ESB fái heimildir til aukinna afskipta af ríkisfjármálum evru-ríkja. Miðstýring frá Brussel er talin forsenda þess að evru-samstarfið gliðni ekki í sundur.

Die Welt segir frá sameiginlegri yfirlýsingu átta fjármálaráðherra Norður-Evrópuríkja. Þau eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Holland, Írland, Eistland, Lettland og Litháen. Í yfirlýsingunni er hvatt til þess að sérhvert evru-ríki taki til í eigin ríkisfjármálum, fremur en að farin verði leið miðstýringar frá Brussel.

Evru-samstarfið stendur á veikum grunni. 19 af 28 ESB-ríkjum nota gjaldmiðilinn. Til að skjóta sterkari stoðum undir evruna þarf að auka miðstýringuna, er viðkvæðið í Brussel.


Bloggfærslur 8. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband