Flokkspólitísk niðurstaða: ríkisstjórnin styrkist

Vantraust á dómsmálaráðherra var vantraust á ríkisstjórnina. Sigmundur Davíð og fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar viðurkenndu það í ræðustól á alþingi.

Atkvæðagreiðslan fór eftir flokkspólitík. Tveir þingmenn Vinstri grænna, Rósa Björk og Andrés, studdu ekki myndun sitjandi ríkisstjórnar og festu sig í sessi sem stjórnarandstöðuþingmenn með því að lýsa vantrausti á stjórnina.

Vantraustið styrkir ríkisstjórnina. Flokkarnir sem standa að stjórninni stóðu saman og létu ekki fjölmiðla stjórnandstöðunnar, RÚV/Stundina, slá sig útaf laginu.

 


mbl.is Vantrauststillagan gegn ráðherra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þung spor að gera sig að kjána

Vantrauststillaga hluta stjórnarandstöðunnar er tilraun til að fella sitjandi ríkisstjórn, byggð á embættisfærslu í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Vantrauststillagan er flokkspólitík í sinni tærustu mynd.

 

 

 


mbl.is Ábyrgð þingmanna mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantraust einleikur örfárra þingmanna

Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata var send alþingi að næturlagi, rétt eins og Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfi síðustu ríkisstjórnar á næturfundi. 

Sitjandi ríkisstjórn er mynduð með umboði kjósenda. Tilefni vantraustsins, skipan landsréttardómara, varð til í fyrri ríkisstjórn. Kjósendur sögðu álit sitt um málið í haust.

Þingmenn Pírata og Samfylkingar telja að skoðanir örfárra þingmanna skipti meira máli en dómur kjósenda. Með tillögunni sýna þingmenn þjóðinni fyrirlitningu. 

 


mbl.is Telur sig njóta stuðnings meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump, Brexit og nú Ítalía

Á vesturlöndum geisar menningarstríð milli fjölmenningar annars vegar og hins vegar samfélagslýðræðis. Fjölmenningin boðar opin landamæri, frjáls alþjóðaviðskipti og menningarlega útþynningu. Samfélagslýðræði stendur fyrir þjóðmenningu og pólitíska ábyrgð stjórnvalda á velferð borgaranna.

Evrópusambandið er háborg fjölmenningarsinna. Í Brussel þótti forsetakjör Trump slæmt, Brexit verra en velgengni lýðsinna á Ítalíu er sýnu verst, skrifar Guardian. Ítalía er eitt sex stofnríkja Evrópusambandsins og þriðja stærsta efnahagskerfið í sambandinu.

Ítalíu er ekki hægt að setja út í horn eins og Austurríki, með kanslara sem vil hefta innflytjendastrauminn, eða höfða mál gegn, eins og Póllandi, sem ekki fylgir stefnu ESB í viðtöku flóttamanna.

Menningarstríðið í Evrópu lamar frjálslynda vinstriflokka, systurflokka Samfylkingar, skrifar William Hauge, fyrrum leiðtogi Íhaldsflokksins. Enda er fjölmenning ær og kýr frjálslyndra vinstrimanna.

 

 

 


mbl.is Renzi segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband