Konur gjaldfella háskólamenntun

Konur eru um 65% nemenda í háskólum, hlutfall karla er um 35 prósent og fer minnkandi. Þessi þróun hefst fyrir aldamót. Háskólamenntaðir lækka hlutfallslega í launum á sama tíma.

Viðskiptaráð segir framboð háskólafólks mun meira en eftirspurnin. Í markaðshagkerfi þýðir það lægri laun.

Engin ein skýring er á yfirtölu kvenna í háskólanámi í samanburði við karla. Ein skýring er að konur eru 80 prósent kennara í grunn- og framhaldsskólum. Ójafnvægið á milli kynjanna þar gefur bæði bein og óbein skilaboð til drengja um að langskólanám eigi ekki við þá.


mbl.is Ávinningur háskólamenntunar fer dvínandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stafrænt lýðræði

Lýðræðið átti heima á torgum Forn-Grikkja og Rómverja, í fundarsölum á 19. öld og í fjölmiðlum eftir miðja 20. öld.

Í dag á lýðræðið heima á netinu, í stafrænum veruleika sem er án staðsetningar og forms.

Lýðræðinu virðist ekki vegna ýkja vel í þessum nýju heimkynnum. Samfélagsmiðlar valdefla einstaklinginn á yfirborðinu, það er hægt að eiga stafrænt líf með lækum og brosköllum. En á bakvið tjöldin er eitthvað tekið í burtu, sem menn gengu að vísu og þykir nú leitt að hafa tapað.

Stafrænt lýðræði er álíka og stafrænt líf; yfirborðskennt.


mbl.is Mark Zuckerberg rýfur þögnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum kreppu - 2 leiðir

Velmegun elur ekki af sér ánægju og samfélagsfrið heldur síngirni og kröfuhörku. Öryrkjum fjölgar, ASÍ neitar aðild að stöðugleika og grunskólakennarar vilja vinna minna en fá hærra kaup.

Árin eftir hrun voru færri öryrkjar, ASÍ féllst á stöðugleika og kennarar voru í vinnunni. Augljósa svarið við vælinu er að framkalla nýja kreppu, til að fólk fatti hvað það hefur það djöfull gott.

Tvær leiðir standa til boða. Í fyrsta lagi að fara að ráðleggingum græðgismanna í fjármálageiranum sem vilja afnema höft á innflæði fjármagns. Ef þau ráð yrðu tekin myndi dollarinn falla niður í 60 kr. og ferðaþjónustan hrynja og útflutningur sömuleiðis. Þar með yrði atvinnuleysi og volæði sem gerði þá giska sátta sem á annað borð hefðu vinnu.

Í öðru lagi er hægt að framkalla langt verkfall ASÍ-félaga næsta vetur, helst í 4-6 mánuði. Fyrirtæki yrðu gjaldþrota, vöruskortur blasti við og niðurskurður á opinberri þjónustu kæmi í kjölfarið.

Þeir bjartsýnu gætu óskað sér hjálpar að utan, t.d. kjarnorkustyrjaldar, til að kenna okkur að líf í vellystingum er ekki sjálfsagt mál en það er veik von.

Eitt er vist. Við áframhaldandi velmegun er ekki hægt að búa. Ofgnóttin er okkur lifandi að drepa.

 


mbl.is ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband