Forstjórar þurfa að fjúka

Forstjórar fyrirtækja þar sem almenningur á hlut, þ.e. lífeyrissjóðir, verða að taka pokann sinn ef þeir hafa reynst of gráðugir. Opinberir starfsmenn samþykktu kjarasamninga upp á 2-3 prósent kauphækkun frá síðasta hausti að telja. Það er viðmið.

Ef það kemur á daginn að forstjórar almannafyrirtækja hækka kaup sitt út úr öllu korti miðað við almenna launþega verða þeir að fjúka.

Lífeyrissjóðir eiga að sjá til þess að forstjórar fokki ekki upp stöðugleikanum.


Launastefna lífeyrissjóða; velvild til forstjóra ekki launafólks

Allt frá hruni eru lífeyrissjóðir stórir, jafnvel stærstu, hluthafar í mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. Í krafti eignarhalds og fyrirferðar á hlutabréfamarkaði geta lífeyrissjóðir lagt línur í launastefnu stærstu fyrirtækja landsins.

Hvers vegna í ósköpunum hefur það ekki verið gert fyrir löngu?

Launamál eru engin geimvísindi. Það er hægt að mæla laun upp á krónu.

Er það kannski vegna þess að þeir sem stjórna lífeyrissjóðum finna til meiri samkenndar með forstjórum en launafólki?


mbl.is Allir fái sömu hækkun og forstjórinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndur ójöfnuður - Þorgerður Katrín og Logi

Viðskiptaráð biður um ,,frjálslyndi í verki" og vill lækka skatta. En skattar eru helsta tæki ríkisvaldsins að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði.

Flokkar eins og Viðreisn og Samfylking kenna sig við frjálslyndi.

Þessir flokkar hljóta að svara kalli Viðskiptaráðs og taka undir aukið frjálslyndi og ójöfnuð. Yfir til ykkar, Þorgerður Katrín og Logi.


Bloggfærslur 16. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband