Dagur keypti velvild gjaldţrota RÚV

Skýringin á vanţóknun Dags Eggertssonar borgarstjóra, nú formanns borgarráđs, á frétt Maríu Sigrúnar um gjafagjörning borgarinnar til olíufélaganna liggur í skýrslu Ríkisendurskođunar. Á fyrstu árum sínum í embćtti borgarstjóra bjargađi Dagur RÚV frá gjaldţroti - međ lóđabraski. Dagur fórnađi hagsmunum borgarbúa til ađ kaupa velvild RÚV.

RÚV er ohf, ţ.e. opinbert hlutafélag, og ţarf sem slíkt ađ eiga fyrir skuldum. Annars fer félagiđ í gjaldţrot. Um miđjan síđasta áratug átt RÚV ekki fyrir skuldum, var ógjaldfćrt eins og ţađ heitir á bókhaldsmáli.

Dagur varđ borgarstjóri 2014. Undir hans forystu var fjárhag RÚV bjargađ. RÚV fékk frá borginni um 2,5 milljarđa króna (núvirt). 

Um ţađ leyti sem gjafagjörningur Dags til olíufélaganna var á dagskrá, áriđ 2019, var Stefán Eiríksson núverandi útvarpsstjóri hćgri hönd Dags og stađgengill. Ári síđar var Stefán orđinn útvarpsstjóri - međ blessun Dags. Stefán hóf störf hjá borginni sama ár og Dagur varđ borgarstjóri. Tveim árum síđar fékk Stefán stöđuhćkkun, varđ borgarritari.

Sama ár og gjafagjörningur Dags og Stefáns til olíufélaganna var á dagskrá birti Ríkisendurskođun skýrslu um RÚV. Ţar er fjallađ um gjafagjörning Dags til RÚV árin 2015-2016.

Dagur gerđi samning viđ RÚV um ađ taka hluta af lóđ útvarpshússins á Efstaleiti undir íbúđabyggđ. Lóđabraskiđ fćrđi RÚV um 2,5 milljarđa króna í hreinar tekjur, framreiknađ. Ríkisendurskođun segir á bls. 34: ,,vekur athygli hversu lítill hluti afraksturs ţessa samnings kom í hlut borgarinnar."

RÚV var á ţessum tíma í verulegum fjárhagskröggum. RÚV var ,,bjargađ frá greiđslu- og gjaldţroti árin 2009 og 2014," segir í skýrslu Ríkisendurskođunar.

Skýrsla Ríkisendurskođunar lýsir furđu yfir gjafmildi borgarinnar gagnvart ríkisfjölmiđlinum. Á bls. 33 segir:

Ennfremur er ekki sýnilegt ađ Reykjavíkurborg meti ţađ hjá sér til útgjalda ađ framselja til Ríkisútvarpsins ohf. ţau verđmćti sem felast í sölu á byggingarétti á lóđ sem borgin hefđi getađ gengiđ eftir ađ yrđi skilađ.

Áriđ 2015 gaf Dagur borgarstjóri RÚV um 2,5 milljarđa króna í lóđaverđmćtum og lék sama leikinn fjórum árum síđar gagnvart olíufélögunum. Međ orđum Ríkisendurskođunar ţá framseldi borgin ,,umtalsverđ verđmćti til ógjaldfćrs opinbers hlutafélags til ađ hćgt yrđi ađ lćkka skuldir ţess."

Dagur bjargađi RÚV frá gjaldţroti 2015 og taldi sig búinn ađ kaupa sig frá gagnrýnni umfjöllun Maríu Sigrúnar um gjafagjörninginn gagnvart olíufélögunum.

Svona virkar spilling vinstrimanna, hún fer í gegnum stjórnsýsluna og ríkisfjölmiđilinn. Formúlan er eftirfarandi: ef engar fréttir eru af spillingu ţá er engin spilling.

María Sigrún fréttamađur braut mafíusamkomulag RÚV og ráđhússins, sagđi fréttina af gjafagjörningi Dags til olíufélaganna. Ţá reiddust vinstrigođin í ráđhúsinu og á Efstaleiti og vönduđu fréttamanninum ekki kveđjurnar.

Lilja Dögg Alfređsdóttir menningarráđherra sagđi á alţingi í fyrradag ađ hún, sem yfirmađur RÚV, skipti sér ekki af ,,ritstjórn RÚV." En ćtlar hún ađ láta órannsakađa spillinguna?

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband