Þriðjudagur, 9. mars 2021
Ástleysi forréttinafólks
Sumir þurfa ekki að dýfa hendi í kalt vatn en lifa samt í vellystingum. Tildurrófur af þessari sort hafa ekki verðleika í samræmi við þjóðfélagsstöðu og lífsgæði. Til að réttlæta stöðu sína gagnvart meðbræðrum og systrum þarf forréttindafólkið ást og aðdáun.
Við skort á elsku og virðingu afhjúpast hégómi, fordild og andverðleikar þeirra sem fæddir eru til að fleyta rjómann af lífinu.
Hvað er til ráða? Jú, auðvitað, gera sjálfan sig að fórnarlambi afla sér þannig aumingjagæsku.
![]() |
Kynþáttahatur fjölmiðlanna stærsta ástæðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. mars 2021
Krakkarnir brjálaðir ef mamma og pabbi eru rukkuð
Skattgreiðendur á Íslandi niðurgreiða arfinn sem foreldrar skilja eftir sig þegar þau fara á hjúkrunarheimili sakir elli eða hrumleika.
Ríkið kemur ekki til með að geta staðið undir þessu til eilífðar og við þurfum að fara þessa leið sem er farin víða á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Þar einfaldlega borgar þú fyrir þína dvöl að fullu á meðan þú getur gert það, segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundar.
Gísli Páll útskýrir nánar hvernig þurfi að standa að málum:
Á Íslandi í dag er verið að borga að hámarki fjögur hundruð og eitthvað þúsund en ef þú átt pening og eignir í Þýskalandi þá borgar þú bara þína 1,2 milljónir á mánuði, sem það kostar á Íslandi, þangað til þínar eignir eru búnar...
Ég er ekki að tala um að þeir sem geti ekki borgað fái ekki inni. Ég er bara að segja að þeir sem eiga peninga, þeir eiga að borga. Þeir sem eiga 100 milljóna króna hús, og eru á hjúkrunarheimili í tvö ár. Þó þau borgi 25, 30 eða 40 milljónir. Auðvitað yrðu krakkarnir brjálaðir. Þess vegna þorir enginn stjórnmálamaður á Íslandi að nefna þetta. Ég hef sagt þetta við alla heilbrigðisráðherra síðustu tíu til fimmtán árin. En það þorir enginn að fara í þetta.
Brjálaðir erfingjar og huglausir stjórnmálamenn - en veiðileyfi á skattgreiðendur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 8. mars 2021
Grátandi og lífsleið hertogaynja
Þeir ríku, frægu og flottu eiga æ erfiðara líf. ,,Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, segir að lífið innan bresku konungsfjölskyldunnar hafi verið svo erfitt að um tíma hafi hún ekki viljað lifa lengur."
Þegar yfirstétt heimsþorpsins á svo bágt að henni er vart hugað líf hlýtur svartnættið eitt að blasa við þeim sem ekki eiga peninga, titla og forsíðuuppslátt.
Já, það er margt mannanna meinið.
![]() |
Lýsti alvarlegri vanlíðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. mars 2021
Jón Þór grunar sjálfan sig um trúnaðarbrot
Píratinn Jón Þór biður um rannsókn á sjálfum sér, hvort hann hafi sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis brotið trúnað. Með orðum Jón Þórs:
Ég hef engu að síður óskað eftir því að skrifstofa Alþingis kanni hvort, og þá hvar, formleg mörk liggja í þessum málum. Hvenær trúnaður sé rofinn og hvenær ekki. Jafnframt hef ég upplýst forseta Alþingis um málið og mikilvægi þess að fá úr þessu skorið.
Málið er fremur einfalt. Sem þingmaður og nefndarformaður fær Jón Þór trúnaðarupplýsingar. Hann brýtur trúnað, fer með upplýsingarnar í fjölmiðla. Það er trúnaðarbrot.
Í þessu máli er Jón Þór sekur eins og syndin. Að hann biðji um rannsókn á sjálfum sér er í senn játning og ákall um vægð. Rislágur þingmaðurinn er of lítill til að viðurkenna hreint út að hann braut af sér og biðjast afsökunar.
![]() |
Jón Þór Ólafsson vísar trúnaðarbresti á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 6. mars 2021
Jarðskjálftar, loftslag og heimska
Ef jarðskjálftafræðingur segði að kjörstaða jarðarinnar væri án flekahreyfinga yrði brosað út í annað. Ef hann segði jarðskjálfta mannanna verk yrði skellt upp úr. Meintir sérfræðingar um loftslag jarðarinnar segja án þess að blikna, samanber meðfylgjandi frétt, að maðurinn eigi að ,,tryggja að meðalhitastig á jörðu hækki ekki um meira en tvær gráður..."
En veðrið er óvart þannig, eins og jarðskjálftar, að það lýtur ekki mannlegum vilja. Manngert loftslag er ævintýrið um nýju fötin keisarans. Skáldskapur a til ö.
Meint orsök hlýnunar, koltvísýringur í andrúmsloftinu, CO2, mælist rúmlega 400 ppm. Sé horft tilbaka í jarðsögunni, t.d. síðustu 40 milljónir ára, er koltvísýringur í andrúmslofti löngum margfalt meiri, yfir 1800 ppm.
Kjöraðstæður plantna eru um 1200 - 1400 ppm af CO2. Þess vegna er koltvísýringi dælt inn í gróðurhús. Plöntur eru eins og annað í lífríkinu afurð náttúrulegrar þróunar. Sú þróun varð í andrúmslofti með margfalt meiri koltvísýringi en í dag.
Ef núverandi magn CO2 félli niður, til dæmis í 200 ppm, væri jarðlífinu hætta búin. Plöntulíf fengi ekki nauðsynlega næringu. Enda er það svo að jörðin hefur grænkað síðustu áratugi þegar CO2-hlutfall í andrúmslofti hækkar. Og hver vill ekki grænni jörð?
Það er hrein og klár heimska og hjávísindi að halda mannskepnuna stjórna meðalhita á jörðinni með losun - eða ekki losun - koltvísýrings í andrúmsloftið. Náttúran hefur séð um þau mál í milljónir ára og mun áfram gera.
![]() |
Rauð viðvörun fyrir heiminn allan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 6. mars 2021
Bandalag útlaganna Ragnar Þórs og Gunnars Smára
Ragnar Þór formaður VR og Gunnar Smári formaður Sósíalistaflokksins eru rekast illa í flokki, - þegar þeir eru ekki aðalmennirnir. Báðir reyna fyrir sér með innflutningi hugmynda. Ragnar Þór prófaði hugmyndafræði gulvestunga í Frakklandi og Gunnar Smári sósíalisma.
Báðir leggjast þeir á verkalýðshreyfinguna, sem er félagslega veik og auðvelt að kjafta sig inn á. Ragnar Þór hreiðraði um sig í VR og Gunnar Smári kom sér upp leiksoppum í Eflingu.
Engin tilviljun er að útlagarnir náðu sér á strik í eftirhruninu. Ringulreið og vantraust ríkti í samfélaginu sem gaurar eins og Ragnar Þór og Gunnar Smári kunna að nýta sér.
Hvorugir hafa neitt að bjóða nema sjálfa sig. Og hvorugur er merkilegur pappír.
![]() |
Þvertaka fyrir að vera í samkrulli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 5. mars 2021
Píratar í spillingunni
Trúnaðarbrot er ein útgáfa spillingar. Þingmenn hafa stöðu sinnar vegna aðgang að trúnaðarupplýsingum. Brjóti þeir trúnaðinn eru þeir sekir um misnotkun á opinberu valdi.
Tveir þingmenn Pírata, Jón Þór og Andrés Ingi, virðast líta svo á að trúnaðarskylda nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis eigi að gilda um aðra en ekki þá sjálfa.
Hér er á ferðinni dæmigert hugarfar spillingar sem lýsir sér í tvöfeldni: reglur eiga að gilda en ég sjálfur er hafinn yfir þær.
![]() |
Deilt á pírata fyrir trúnaðarbrest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. mars 2021
Alþingi biðji Geir afsökunar á ákæru
Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra var dæmdur í landsdómi 2012 fyrir embættisverk í aðdraganda hrunsins 2008. Ákæran á hendur Geir var pólitísk, á forsendum sitjandi meirihluta á alþingi, ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Óréttmætt var að ákæra stjórnmálamenn fyrir embættisverk sem unnin voru innan ramma laga og í góðri trú. Margt fór miður í aðdraganda hrunsins og það gildir líka um eftirmálin. Ákæran á hendur Geir stendur upp úr mistökum eftirhrunsins.
Sigmundur Davíð heldur málinu vakandi og leggur til að alþingi biðji Geir afsökunar ákærunni. Geir yngist ekki, frekar en við hin. Það væri mannsbragur á þingmönnum er sitja alþingi í dag að viðurkenna að ákæran var byggð á röngum forsendum. Einmitt sökum þess að Geir er enn hérna megin eilífðarinnar og all nokkrir sitja enn á þingi sem greiddu ákærunni atkvæði sitt. Alþingi situr uppi með þá skömm að hafa gert pólitík að glæp. Þingheimur allur yxi í áliti að breyta rétt í þessu máli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 4. mars 2021
Tíminn, jörðin og maðurinn
Jörðin er eitthvað 4,6 milljarða ára, mælt í mannárum. Síðdegis í gær var tilkynnt að eldsumbrot gætu hafist innan fárra klukkustunda. Hálfum sólarhring síðar er fátt að frétta.
Á mælikvarða jarðsögunnar er sólarhringur varla brot úr augnabliki. Vísindamenn reyna hvað þeir geta að tímasetja jarðhræringar en það er snúið verkefni. Eldgos gæti hafist áður en síðasti punkturinn er settur á þetta blogg. En hitt er möguleiki að nokkur bið verði.
Væntar hamfarir á Reykjanesi eru lexía um óvissuna sem fylgir að búa á henni jörð.
![]() |
Óróinn og virknin að færast í aukana á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. mars 2021
Tilraunin sumarið 2020 mistókst - ekki endurtaka hana
Í fyrrasumar voru landamærin eins og gatasigti. Hver og einn gat valsað inn í landið að vild. Veiruvarnir á Keflavíkurflugvelli voru til málamynda.
Afleiðingarnar þekkja allir. Í haust lokuðu skólar og fóru rétt að opna um áramót. Háskóli Íslands er enn lokaður nemendum. Íþrótta- og menningarstarf lagðist af.
Þegar sagt er ,,fáum gott ferðasumar" er merkingin þessi: endurtökum tilraunina frá í fyrra, sem mistókst, og vonumst eftir annarri niðurstöðu.
Nei, förum varlega, opnum ekki landið fyrr en óhætt er.
![]() |
Ekki siðferðislega réttlætanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)