Arion er eitrađa peđiđ

Óopinbert leyndarmál viđskiptalífsins er ađ íslenska einkaframtakinu er ekki treystandi til ađ eiga banka. Af ţví leiđir er ekki pólitískur vilji til ađ ríkiđ leysi til sín bankakerfiđ og selji ţađ síđan einkaađilum. Sporin hrćđa.

Arion var ađ hluta í eigu útlendinga og ţénugt ađ ţeir keyptu hann allan. Hugsunin, sem enginn sagđi upphátt, var ţessi: frekar útlendir hrćgammar en íslenskir bankahálfvitar.

Ţegar útlendingarnir eignast Arion ađ fullu stendur ríkiđ eftir međ tvo banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Á nćstu fimm til tíu árum sést hvernig útlendingarnir spila úr sínum málum. Ríkiđ fylgist međ og metur hvort ástćđa sé til ađ hrađa eđa hćgja á einkavćđingu Íslandsbanka en geymir Landsbankann sem lengst í ţjóđareigu. Ţađ er skynsemi í ţessari nálgun.

Lífeyrissjóđirnir vildu ekki snerta á Arion, ríkiđ ekki heldur. Ástćđan er einföld. Fjármálakerfiđ hrundi 2008, og ţjóđin varđ nćrri gjaldţrota, vegna ţess ađ íslenska einkaframtakiđ kunni sér ekki hóf í grćđgi og spillingu. Í ofanálag keypti einkaframtakiđ heilu og hálfu stjórnmálaflokkana til ađ auđvelda sér siđlausa og glćpsamlega fjárplógsstarfsemi í formi bankaviđskipta. Sporin hrćđa.

 


mbl.is „Innihaldslaust blađur“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

SMS og sjálfvirkir rifflar; menning og ómenning

11 ungmenni deyja daglega í Bandaríkjunum vega umferđaslysa sem verđa vegna ţess ađ ökumenn skrifa sms-skilabođ í símann. Á ári eru ţetta yfir 4000 ótímabćr dauđsföll ungmenna. SMS-dráp í umferđinni eru talin nćr óstöđvandi faraldur.

Álíka margir deyja árlega í Bandaríkjum vegna umferđaslysa og af völdum skotvopna, rúmlega 33 ţúsund.

Ástćđan fyrir ţví ađ sms-dráp ungmenna eru ekki ađalfréttir helstu fjölmiđla er ađ síminn er talinn nauđsynlegur hlutur menningarinnar. Skotvopn aftur ţykja ómenning. En í Bandaríkjunum eru ekki allir sama sinnis. Fyrir marga ţarlenda eru skotvopn hluti af ţví ađ vera Bandaríkjamađur.


mbl.is „Hún var myrt í síđustu viku“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rússagrýlan er amerísk falsfrétt

Bandaríkin skipta sér reglulega af innanríkismálum annarra ríkja. Allt frá ţví ađ styrkja međ fjárframlögum pólitísk öfl sem hliđholl eru bandarískum hagsmunum yfir í innrás í ríki sem teljast óvinveitt Bandaríkjunum.

Ţetta er ţađ sem stórveldi gera, segir í bandarísku íhaldsútgáfunni American Conservative. Ţar er rifjađ upp ađ bandaríkin hafi međ leynilegum ađgerđum skipt um stjórnvöld í eftirfarandi ríkjum: Íran, Guatemala, Suđur-Víetnam, Chile, Nikaragua, Grenada, Serbía, Írak, Líbýa, Sýrland og Úkraínu. 

Ţrátt fyrir ţessa sögu, eđa kannski vegna hennar, eru Bandaríkin haldin ţeirri ţráhyggju ađ Rússland undir Pútín séu sérstaklega illskeytt međ ţví ađ setja upp nokkrar vefsíđur til ađ hafa áhrif á bandarísk stjórnmál.

Sitjandi forseti Bandaríkjanna er beinlínis sakađur um ađ vera kjölturakki Pútín. Annars vćri Trump ekki jafn umhugađ og raun ber vitni ađ verđa vinur Pútin, er skrifađ í útgáfum sem teljast marktćkar í umrćđunni.

Á ţessum grunni er búin til grýla um ađ Rússland stefni ađ heimsyfirráđum. En Rússland er óvart umkringt bandarískum Nató-herstöđvum. Grýlusagan um heimsyfirráđastefnu Rússa er best heppnađa falsfrétt allra tíma.


Farđu ađ föndra, Ţorsteinn

Stjórnlynt fólk vill ađ alţingi samţykki lög til ađ skipta sér sem mest af lífi okkar. Stjórnlyndir eru haldnir ţeim misskilningi ađ fleiri lög bćti samfélagiđ.

Lagafjöldi segir ekkert um velferđ ţjóđríkja. Ţess vegna er fjöldi laga ekki mćlikvarđi í alţjóđlegum samanburđi ríkja heldur ţćttir eins og lífslíkur, hagvöxtur, menntun, tekjudreifing og fleiri slíkir. Engum dettur í hug ađ telja lög í ţví samhengi.

Ţorsteinn Víglundsson ţingmađur Viđreisnar er stjórnlyndur. Hann líkir málafćđ á ţingi viđ hráefnisskort í fiskvinnslu. En alţingi er ekki fiskvinnsla. Oft líkist málstofa ţjóđarinnar leikskóla. Ţegar fátt er á dagskrá ţar má alltaf föndra. Ţorsteinn gerđi betur ađ finna sér eitthvađ til föndurs fremur en ađ framleiđa lög í akkorđi.


mbl.is Ţingiđ vćri sent heim vegna hráefnisskorts
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Laun og kjarasamningar eru sitthvađ

Forsendur kjarasamninga kunna ađ vera brostnar en allt önnur ella er hvort launakjör séu óásćttanleg. Almenni vinnumarkađurinn, ţar sem ASÍ-félög semja um laun, borgar ekki samkvćmt kjarasamningum, - ţeir eru ađeins viđmiđ.

Hjá opinberum starfsmönnum, BHM, BSRB og kennurum eru laun borguđ samkvćmt kjarasamningum. 

ASÍ ţarf ađ útskýra hvađa forsendur eru brostnar. Ţađ hljóta ađ vera ađrar forsendur en ţćr sem ríkja á vinnumarkađi opinberra starfsmanna, sem samţykktu 1,3 prósent launahćkkun nýveriđ.


mbl.is Forsendur kjarasamninga brostnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Holland er fríríki eiturlyfjaglćpa

Glćpahópar stjórna hollensku samfélagi í auknum mćli, segir í skýrslu samtaka hollenskra lögreglumanna. Frjálslynd löggjöf, sem leyfir hass og vćndi, er orsök ţess ađ Holland er miđstöđ eiturlyfjasmygls í Evrópu og mansals.

Hollenska lögreglan rćđur ekki viđ glćpahópana sem nota illa fengiđ fé til ađ koma sér fyrir á ólíkum sviđum samfélagsins, s.s. í heilsugćslu, ferđaţjónustu og á fasteignamarkađi.

Glćpahóparnir herja m.a. á aldrađa og ađra sem standa höllum fćti. Ađeins um fimmtungur afbrota er kćrđur til lögreglunnar. Í skýrslunni kemur fram ađ auđvelt sé ađ kaupa leigumorđingja fyrir 400 ţús. ísl. kr. en slík viđskipti voru óţekkt til skamms tíma.


Móđganir og hatursorđrćđa

Aflétting á móđgunarbanni gagnvart útlenskum ţjóđhöfđingjum og erlendum erindrekum er eflaust ţarfasta mál.

Aftur er verra ađ ţingmenn ćtla ekki ađ afnema lög sem leyfa lögreglu og saksóknara ađ sćkja til saka ţá sem halla orđi ađ fólki sem kallar sig minnihlutahóp og ţykist ofsóttur međ hatursorđrćđu.

Hatursorđrćđa er ađeins annađ orđ yfir móđgun. Og ţađ má móđga, ţjóđhöfđingja sem ađra.


mbl.is Megi móđga erlenda ţjóđhöfđingja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Akstur ţingmanna, símtöl ţeirra og ferđalög

Almenningur á vitanlega ađ fylgjast međ ţingmönnum í rauntíma. Hvar ţeir eru og hverja ţeir hitta; fá ađgang ađ sím- og tölvunotkun ţjóna almennings. Og - auđvitađ - ferđalögum.

Píratar eru sérstaklega áhugasamir um persónueftirlitiđ. Ţeir hljóta ađ ríđa ađ vađiđ og setja sjálfir á sig ökklaband í ţágu gegnsćis.

Fyrirséđur prófíll á dćmigerđum Pírata: tölvuleikir um nćtur, símtal viđ styrktarsjóđi George Soros um hádegi, síđdegisrölt um kaffihús í hverfi 101. Akstur utan höfuđborgarinnar er Reykjanesbraut á leiđ í flugvél til útlanda á kostnađ skattgreiđenda.


mbl.is Allt um aksturskostnađ á nýjum vef
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Valdabarátta lamar ASÍ

Uppreisn VR gegn forystu Alţýđusambandsins og stjórnarkosningar í Eflingu lama almennu verkalýđshreyfinguna, sem veit ekki í hvorn fótinn hún á ađ stíga í kjaramálum.

Á međan BHM-félögin gera kjarasamning er ekkert ađ frétta af ASÍ. Munurinn er sá ađ BHM glímir ekki viđ innanmein á međan hver höndin er upp á móti annarri í ASÍ.

Í ASÍ er tekist á um raunsći forystunnar annars vegar og hins vegar popúlisma andófshópa, sem m.a. kenna sig viđ sósíalisma, og bođa afturhvarf til stéttabaráttu liđins tíma.


mbl.is Alls óákveđiđ hjá ASÍ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekkert sumar á Sýrlandi

Tyrkneski herinn réđst inn í Afrin-hérađiđ í Norđur-Sýrlandi til ađ hrekja ţađan hersveitir Kúrda. Til ađ verja hérađiđ taka Kúrdar upp samvinnu viđ sveitir Assad Sýrlandsforseta.

Assad er náinn bandamađur Rússa sem veita stjórnarhernum margvíslega ađstođ í lofti og láđi. 

Hersveitir Tyrkja, sem eru ađ stórum hluta skipađar sýrlenskum andstćđingum Assad, gćtu átt von á harđri viđtöku sameinađs herstyrks Kúrda og sýrlenska stjórnarhersins er nýtur stuđnings Rússa.

Die Welt gerir ţví skóna ađ borgarastyrjöldin í Sýrlandi verđi flóknari ţegar fyrrum andstćđingar, Kúrdar og Assad forseti, taka höndum saman.

Ţađ verđur ekkert sumar á Sýrlandi í ár.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband