Dauðamál Samfylkingar, bjargvættur Vinstri grænna

ESB-umsóknin gekk nærri af Samfylkingunni dauðri. ESB-umsóknin er meginástæðan fyrir því að Vinstri grænir eru í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki en Samfylkingin er út í móa.

Hvenær gerir Samfylkingin upp ESB-mistökin?

Ekki undir forystu Loga Einarssonar.


mbl.is Flokkurinn endurheimti fyrri stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Nató-aðild Íslands kærð?

Nató lætur sprengjum rigna yfir fólk og fénað í miðausturlöndum og hefur gert síðustu ár. Flestum ætti að vera ljóst að þótt ekki sé vel gott að flytja vopn til átakasvæði er sýnu verra að beita þeim til að drepa og eyðileggja.

Ísland er aðili að Nató og ber sinn hluta ábyrgðarinnar.

Samtök herstöðvarandstæðinga verða ekki sökuð um að þau ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur þegar þeir kæra flugfélag að flytja vopn en þegja þunnu hljóði um Nató-aðildina og ábyrgðina sem því fylgir.


mbl.is Kæra Atlanta fyrir vopnaflutningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarstolt verður pólitískt afl

Danir vísa í þjóðarstolt í áætlun um að uppræta fjölmenningarhverfi, gettó, þar sem danskir siðir og dönsk menning fer halloka. Donald Trump virkjaði þjóðarstolt til að verða forseti og Brexit er birtingarmynd sömu viðhorfa.

Efnahagsmál víkja fyrir þjóðarstolti, er skrifað í Guardian um stökkbreytingar stjórnmálaviðhorfa síðustu ára.

Í stuttu mál: kommúnismi- borgaralegt lýðræði voru meginásar stjórnmálanna í kalda stríðinu, núna eru það þjóðerni-alþjóðahyggja/fjölmenning. 


mbl.is Loka gettóum fyrir 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launastefna lífeyrissjóðanna

Lífeyrissjóðir eiga stóra hluti í flestum stærstu fyrirtækjum landsins og hafa þar með áhrif á launastefnu þeirra. Verkalýðshreyfingin stjórnar lífeyrissjóðum til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins.

En lífeyrissjóðirnir beita sér ekki til að stuðla að launajöfnuði. Aðeins örsjaldan heyrast frétt um að lífeyrissjóðir hafi stigið á bremsuna þegar kjör æðstu stjórnenda stærstu fyrirtækjanna eru annars vegar.

Hvers vegna beitir verkalýðshreyfingin ekki þeim verkfærum sem hún hefur til að auka launajöfnuð?


mbl.is „Jöfnuður í samfélaginu er að minnka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband