Doktorar: 3 konur, 1 karl

Doktor er æðsta lærdómsgráða við háskóla. Á einu ári veitti Háskóli Íslands 53 doktorsgráður, 39 fóru til kvenna en 14 til karla. Konur taka sem sagt nær 3 doktorsgráður af hverjum fjórum frá HÍ en karlar 1.

Þessi ójöfnu kynjahlutföll endurspegla að konur sækja fremur háskólanám en karlar. Hlutföllin eru um 35/65 konum í vil. Strax við útskrift úr menntaskóla eru stúlkur öflugri en drengir. Útskriftarhópurinn í MR í vor var 60 prósent stúlkur en 40 prósent drengir.

Í grunn- og framhaldsskólum hafa stúlkur kvenfyrirmyndir en drengir mun síður. Um 80 prósent kennara eru konur.

Það er engin umræða um þessa þróun, hvaða ástæður liggja að baki og hvaða áhrif hún mun hafa. Veruleg skekkja í háskólamenntun kynjanna leiðir til kynskipts vinnumarkaðar og það telst varla jákvæð þróun.


mbl.is 53 doktorar fengu gullmerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Samt virðist kvennþjóðin alltaf kvarta og kveina stöðugt yfir jafnréttisleysi!

Jón Þórhallsson, 3.12.2017 kl. 10:27

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það sem raunverulega er að gerast er að námið hefur verið aðlagað "gjaldfellt" þannig að stúlkur ráði betur við það.

Kennarnám er skýrt dæmi um þetta þar sem gott barnaskólapróf (stúdent) tryggir útskrift úr kennaraháskólanum (90% innritaðra ná að klára skólann)

Þegar ég hóf nám í vélskólanum 16 ára gamall  var 70% fall á fyrsta ári. þegar ég fór svo í háskóla var það eins og fara aftur í barnaskóla.

Guðmundur Jónsson, 3.12.2017 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband