Þrjár staðreyndir Rússahaturs í Bretlandi

Engar staðreyndir liggja fyrir um aðild Rússlandsstjórnar að morðtilraun með eitri er beindist gegn fyrrum rússneskum njósnara, sem sammæli eru um að væri engum hættulegur.

Aftur liggja fyrir þrjár staðreyndir um hve Rússahatur gagnast bresku ríkisstjórninni vel. Þær eru:

a. Rússahatrið sameinar Íhaldsflokkinn, sem var við það að klofna vegna Brexit.
b. Einangrar sem föðurlandssvikara leiðtoga Verkamannaflokksins, Corbyn, vegna þess að hann stekkur ekki á hatursvagninn.
c. Dreifir athyglinni frá Brexit-uppgjöri við Evrópusambandið, sem verður bresku ríkisstjórninni þungbært.

Rússahatrið er að öllum líkindum til innanlandsbrúks í Bretlandi.

 


mbl.is Breytir engu um staðreyndir málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hygg að þú kunnir að fara nærri sannleikanum hér, Páll, ef þetta eitraða mál er ekki beinlínis runnið undan rifjum erlendra fjandmanna Rússa (sbr. umræðuna hjá þér hér: https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2212989/#comments).

Jón Valur Jensson, 17.3.2018 kl. 15:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Djöfulleg illskan ein og sér í þessari aðför segir mér að Pútin sé ekki viðriðinn þessa annars heimskulegu aðferð morðs,sem myndi ávallt fyrst benda á uppruna eitur efnisins. Það er kannski vitlaust af fávísri að vona þau lifi þetta af.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2018 kl. 17:43

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Það er alltaf jafn skondið að sjá Íslenska íhalds komma hlaupa til að styðja við Félaga Pútín, sem er skinheilagur.  Auðvitað á þessi Pútínást ekkert skylt við raunveruleikann og sannleikurinn má éta það sem úti frýs.

Þeir, sem raunverulega þekkja til þessa máls, bæði vestan hafs og austan eru á einu máli um að Rússnesk stjórnvöld séu eini aðilinn, sem hefur aðgang að Novichok.  Sameinuðu Þjóðirnar skilgreina þennan flokk eiturefna sem voru framleiddar af Sovétríkjunum til að fara á svig við efnavopnadamninga, sem gereyðingarvopn.  Það er líka samdóma álit að þessum efnum yrði aldrei beitt nema með vitneskju og samþykki Pútíns.  Og auðvitað eiga Bretar bara að láta sem ekkert sé þegar Rússar gera eiturefnaárás með gereyðingarvopnum á Bretlandi!  Og það er "Rússahatur" Breta að verja sig gegn svona árás?  Ég vona að Íslenskum Pútín kommum réni sóttin þó ásækin sé og litlar vonir séu um bata.

Arnór Baldvinsson, 17.3.2018 kl. 18:14

4 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það sem er skondið við þetta mál, að bretar eru mestu glæpamenn mankynsögunnar.  Þeir reyndu að lögleiða eiturlyfjasölu, og stóðu fyrir þrælasölunni á sínum tíma. Bandaríkin, er land sem borgaði fólki fyrir að myrða indíána ... þeir fengu greitt fyrir hvert höfuðleður af þeim. Pinkerton, fékk greitt fyrir að myrða kínverja.

Það eru svona fólk, sem fellur í kramið hjá mönnum eins og Arnóri Baldvinssyni.  Sem trúverðugir "heiðursmenn".

Síðan hvað varðar "eitrun" söguna ... það eina sem fæst út úr þessu, er "hótun" ... og þeir einu sem eru að hóta, eru bretar og bandaríkjamenn.  Allir vita, að rússar víkja ... og bandaríkjamenn hafa spilað "chicken" við rússa í komin 70 ár.  Síðan hvað varðar þennan "kripling" eða hvað hann nú heitir ... upplýsingar sem þessi maður veitti vesturlöndum eru "gagnslaus".  Þetta eiturefni, er efni sem Rússar sjálfir losuðu sig við og alþjóðastofnanir urðu vitni að.

Hver segir, að þessi maður hafi ekki verið "njósnari" rússa í gegnum árin.  Einhverjir hafa brauðfætt Bandaríkjamenn með "lygum" í gegnum síðastliðin 20 til 30 ár.  Nema þá menn eins og Arnór hér, eru á þeirri almennu skoðun, að Bandaríkjamenn hafi vísvitandi logið að sameinuðu þjóðunum í sambandi við eiturefnavopn þeirra og farið í stríðið, bara til að "drepa" fólk, þar á meðal tugir þúsunda vanskapaðra barna sem þeir hafa skilið eftir í kjölfari sínu ... og svo maður tali ekki um ópíum græðsluna, sem aldrei hefur verið meiri í Afghanistan, en með hjálp kanans þar.

Síðan þarf maður að spyrja sig, hvers konar fólk það sé ... sem telur "svona" fólk, vera heiðursfólk og sannsögult.

Persónulega tel ég Rússa, og Pútin ... vera raggeitur.  Og er sammála Bandaríkjamönnum í því efni ... það er engin ástæða til að víkja undan eins og hæna, fyrir Bandaríkjamönnum eða Bretum ... þeir eru þegar búnir að lofa því, að eyða Rússlandi, sem náttúrulega menn eins og Arnór gleima, vegna rússafópíu þeirra ... og það er "betra" fyrir Rússa, taktískt séð ... að láta þessa styrjöld byrja, þar sem þeir sjálfir ráða ferðinni.

Örn Einar Hansen, 18.3.2018 kl. 00:18

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er alltaf jafn athyglivert þegar fólk sem sjálft býr við það frelsi til athafna og skoðana sem býðst í vestrænum lýðræðisríkjum fer að hefja til skýjanna einræðisherra og kúgara annars staðar í heiminum, gjarna á grunni misfáránlegra samsæriskenninga sem beinast gegn ráðamönnum í hinum frjálsa heimi.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.3.2018 kl. 13:46

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

HVER var að "hefja til skýjanna einræðisherra og kúgara annars staðar í heiminum", Þorsteinn? Ertu í þessu jafn-ómarktækur og hann Arnór hér fyrir ofan?

Bjarne, minnztu ekki á það, þú manst hvernig Bretar fóru með íbúa Fiji-eyja. Og ætli nýlendustefna þeirra hafi í heildina tekið verið hótinu skárri en grimmd Leópolds Belgíukonungs við Kongó-búa?

Jón Valur Jensson, 18.3.2018 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband