Ákafinn í Rússahatrinu

Ákafinn í Rússahatrinu í breskri umræðu líkist rúmlega aldargömlu Þjóðverjahatri, sem var undanfari fyrri heimsstyrjaldar. Engar sannanir liggja fyrir um að rússnesk stjórnvöld standi á bakvið tilræði að kála gömlum njósnara með eitri.

Eitrið sem um ræðir, Novichok, er hægt að framleiða í sæmilega búinni efnafræðistofu. Í RT er sagt að uppskriftina sé að finna í bók sem kaupa má á Amason fyrir fáeina þúsundkalla. RT er að sönnu fjölmiðill nátengdur rússneskum stjórnvöldum. En vestrænir fjölmiðla eru ginnkeyptir lygum vestrænna stjórnvalda. Nægir þar að minnast meintra eiturvopna í Írak, sem aldrei fundust.

Ákafinn í Rússahatrinu eru ótrúverðugur og lyktar af pólitík. Hatur á Þjóðverjum hratt Bretum út í meginlandsátök í Evrópu sem þar með urðu að heimsstríði; hatur á Hussein og Írak hratt Bretum og Bandaríkjamönnum út í stríðið 2003 sem steypti heilum heimshluta i glötun. Til þess eru vítin að varast.


mbl.is Breskir ráðamenn munu sniðganga HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir: Ísland er fyrirmyndarríki

Ekki er tilefni til að lækka vexti eða auðvelda innflæði fjármangs við núverandi aðstæður. Krónan er ein stöðugasta myntin beggja vegna Atlantsála, hagvöxtur umfram það sem eðlilegt er og atvinnuleysi nær ekkert.

Eftir núllvaxtaskeið í Evrópu og Bandaríkjunum eru hagkerfin þar að taka við sér, þó síður í Evrópu. Við það munu vextir nálgast Íslandsvexti, sem eru fyrirmynd annarra hagkerfa.

Krónan sannar sig enn og aftur sem besta gjaldmiðill í heimi - fyrir Ísland.


mbl.is Ekki slakað á bindiskyldunni í bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdabarátta í verkó - um þægilega innivinnu

Vor í verkalýðshreyfingunni er orðið valdabarátta áður en snjóa leysir. Ekki aðeins nenna fáir að taka þátt, innan við tíu prósent þátttaka í VR-kosningunum, sem þó voru rafrænar, heldur voru uppreisnaröflin með lítið fylgi í fátæklegu þátttökunni.

ASÍ-félögin litu til grunnskólakennara sem róttæka aflsins í kjarabaráttunni. En sama dag og VR kosningunum lauk skrifuðu kennarar undir hófstilltan kjarasamning. Leiðtogi uppreisnaraflanna á þeim bæ, Ragnar Þór Pétursson, er kominn með þægilega innivinnu, sem formaður KÍ, og mestur byltingarmóðurinn rennur þar með af honum.

Vor í verkó ætlar að fara sömu leið og uppreisnin í stjórnmálakerfinu, þar sem Viðreisn og Björt framtíð eru við það að gefa upp öndina. Raunsæ pólitík, bæði í verkalýðshreyfingu og landsmálum, er heppilegri þegar engu þarf að bylta heldur bæta það sem gott er.


mbl.is Segir Ragnari Þór hafa mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband