Föstudagur, 16. mars 2018
Frjálslyndur ójöfnuður - Þorgerður Katrín og Logi
Viðskiptaráð biður um ,,frjálslyndi í verki" og vill lækka skatta. En skattar eru helsta tæki ríkisvaldsins að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði.
Flokkar eins og Viðreisn og Samfylking kenna sig við frjálslyndi.
Þessir flokkar hljóta að svara kalli Viðskiptaráðs og taka undir aukið frjálslyndi og ójöfnuð. Yfir til ykkar, Þorgerður Katrín og Logi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. mars 2018
Karlmenn verði fórnarlömb, stundi sjálfsvorkunn
Eftirspurn er eftir karlmönnum er sýna sig sem fórnarlömb. Karlmenn sem geta ekki grátið og finnst það leitt; karlmenn er tjá sig síður um tilfinningar sínar og eru voða sorrí yfir því.
Fórnarlambavæðing karlmanna er hluti af menningarsjúkdómi sem afmennskar einstaklinginn, rænir hann sjálfsvirðingu og dómgreind. Einstaklingurinn, hvort heldur karl eða kona, er ekki sinn eigin maður heldur hluti af hópsál.
Hópsálin hverfist um sjálfsvorkunn og lamar sjálfsbjargarviðleitni. Einstaklingur sem ekki tekur ábyrgð á sjálfum sér er bjargarlaus. Menningarsjúkdómurinn vill einmitt þannig fólk; ósjálfbjarga hópsálir.
![]() |
Hvað með karlmennina? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 15. mars 2018
Lokaðar þjóðir hamingjusamari en opnar
Finnar eru með hæstu sjálfsmorðstíðni Norðurlandaþjóða. Almennt eru þeir fremur þungir á brúnina með þurran húmor sem slær út í að verða stórkarlalegur. En Finnar eru hamingjusömust þjóða, með vottorð frá Sameinuðu þjóðunum upp á það.
Norðurlöndin búa þjóðir í samanburði við aðrar á suðlægari breiddargráðum. Það tíðkast ekki hér í norðrinu að bera sjálfið utan á sér og glennast með tilfinningar sínar á opinberum vettvangi. Svíar eru helst líklegir til þess og skora lægst Norðurlandaþjóða á hamingjukvarðanum. (Ef RÚV segði þessa frétt væri fyrirsögnin: Svíar óhamingjusamastir á Norðurlöndunum).
Einföld skýring er á hamingju norrænna þjóða. Lokaðir einstaklingar eru líklegri en opnir til að stunda innra samtalið sem segir hverjum og einum, er með það kann að fara, að sjálfsstjórn og hljóð íhugun er forsenda hamingjunnar.
![]() |
Finnar allra þjóða hamingjusamastir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. mars 2018
Vestræn ríki bera ábyrgð á Sýrlandsstríðinu
Bandaríkin í félagi með Nató-þjóðum ákváðu að Assad Sýrlandsforseti ætti að fara frá völdum, af því hann væri vondur maður. Til að ná markmiðum sínum fóru vestrænar ríkisstjórnir í fjölmiðlaherferð annars vegar og hins vegar var aðskiljanlegum uppreisnarhópum í Sýrlandi veittur stuðningur (peningar og vopn).
Líkt áróðurinn gegn Hussein forseta Írak virkaði árið 2003 þá tókst að útmála Assad sem sérstaklega slæman mann. Sá þáttur herferðarinnar tókst vel. Aftur gekk verr með uppreisnaröflin. Þau reyndust geyma misjafnan sauð í mörgu fé.
Verstir þóttu múslímskir harðlínumenn af ýmsum sortum. Þeir sem kenndu sig við Ríki íslams náðu um tíma stórum landssvæðum í Sýrlandi og Írak. Það er bein afleiðing af innrásinni í Írak 2003 og upplausninni í Sýrlandi tíu árum síðar.
Assad er fermingardrengur í samanburði við margan uppreisnarmanninn sem fær stuðning frá Bandaríkjunum og Nató-þjóðum að verða æðstráðandi í Sýrlandi.
Sorglegt en satt; fjölmiðlar sem keyptu lygina um að Assad og Hussein væru óalandi og óferjandi væla núna um voðalegt ástand í miðausturlöndum. En þora ekki vegna meðsektar að benda á raunverulegar ástæður stríðsins í Sýrlandi.
![]() |
Sprengjuregn eftir sjö ára stríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 15. mars 2018
Spurt um tilgang þingmennsku
Eftir því sem spurningunum fjölgar minnkar vægi hverrar spurningar. Þetta gildir um kennslustofuna, daglega lífið og alþingi.
Engar spurningar eru of heimskar er stundum sagt til að hvetja fólk til að spyrja.
Raðframleiðsla á spurningum er til marks um að ekki sé leitað svara sem eigi að upplýsa um stöðu mála heldur auglýsa sjálfa sig.
Þar liggur munurinn á upplýsingu og auglýsingu.
![]() |
Einn þingmaður með 72 fyrirspurnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. mars 2018
Ákafinn í Rússahatrinu
Ákafinn í Rússahatrinu í breskri umræðu líkist rúmlega aldargömlu Þjóðverjahatri, sem var undanfari fyrri heimsstyrjaldar. Engar sannanir liggja fyrir um að rússnesk stjórnvöld standi á bakvið tilræði að kála gömlum njósnara með eitri.
Eitrið sem um ræðir, Novichok, er hægt að framleiða í sæmilega búinni efnafræðistofu. Í RT er sagt að uppskriftina sé að finna í bók sem kaupa má á Amason fyrir fáeina þúsundkalla. RT er að sönnu fjölmiðill nátengdur rússneskum stjórnvöldum. En vestrænir fjölmiðla eru ginnkeyptir lygum vestrænna stjórnvalda. Nægir þar að minnast meintra eiturvopna í Írak, sem aldrei fundust.
Ákafinn í Rússahatrinu eru ótrúverðugur og lyktar af pólitík. Hatur á Þjóðverjum hratt Bretum út í meginlandsátök í Evrópu sem þar með urðu að heimsstríði; hatur á Hussein og Írak hratt Bretum og Bandaríkjamönnum út í stríðið 2003 sem steypti heilum heimshluta i glötun. Til þess eru vítin að varast.
![]() |
Breskir ráðamenn munu sniðganga HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 14. mars 2018
Vextir: Ísland er fyrirmyndarríki
Ekki er tilefni til að lækka vexti eða auðvelda innflæði fjármangs við núverandi aðstæður. Krónan er ein stöðugasta myntin beggja vegna Atlantsála, hagvöxtur umfram það sem eðlilegt er og atvinnuleysi nær ekkert.
Eftir núllvaxtaskeið í Evrópu og Bandaríkjunum eru hagkerfin þar að taka við sér, þó síður í Evrópu. Við það munu vextir nálgast Íslandsvexti, sem eru fyrirmynd annarra hagkerfa.
Krónan sannar sig enn og aftur sem besta gjaldmiðill í heimi - fyrir Ísland.
![]() |
Ekki slakað á bindiskyldunni í bráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 14. mars 2018
Valdabarátta í verkó - um þægilega innivinnu
Vor í verkalýðshreyfingunni er orðið valdabarátta áður en snjóa leysir. Ekki aðeins nenna fáir að taka þátt, innan við tíu prósent þátttaka í VR-kosningunum, sem þó voru rafrænar, heldur voru uppreisnaröflin með lítið fylgi í fátæklegu þátttökunni.
ASÍ-félögin litu til grunnskólakennara sem róttæka aflsins í kjarabaráttunni. En sama dag og VR kosningunum lauk skrifuðu kennarar undir hófstilltan kjarasamning. Leiðtogi uppreisnaraflanna á þeim bæ, Ragnar Þór Pétursson, er kominn með þægilega innivinnu, sem formaður KÍ, og mestur byltingarmóðurinn rennur þar með af honum.
Vor í verkó ætlar að fara sömu leið og uppreisnin í stjórnmálakerfinu, þar sem Viðreisn og Björt framtíð eru við það að gefa upp öndina. Raunsæ pólitík, bæði í verkalýðshreyfingu og landsmálum, er heppilegri þegar engu þarf að bylta heldur bæta það sem gott er.
![]() |
Segir Ragnari Þór hafa mistekist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. mars 2018
Kjarninn kærir tjáningarfrelsið
Fátt er jafn aumkunarvert og þegar fjölmiðlar kæra einstaklinga fyrir að tjá sig í ræðu og riti.
Kjarninn kærði Hannes Hólmstein fyrir ,,atvinnuróg" og valda ,,orðsporsskaða og fjárhagstjóni".
Þeir eru ófáir einstaklingarnir sem hafa orðið fyrir rógi, orðsporsskaða og tjóni í umræðu þar sem Kjarninn kom við sögu í smáu eða stóru: Sigmundur Davíð, Bjarni Ben., Sigríður Á., og Hanna Birna svo fáeinir séu nefndir. Ekki kærðu þeir.
En Kjarninn kveinkar sér þegar orði er hallað að útgáfunni og kærir í framhaldi. Dapurt.
![]() |
Hannes braut gegn siðareglum HÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 13. mars 2018
Engin ókeypis umræða
Umræða, þegar eldhúsborðinu heima sleppir og sömuleiðis vinnustaðnum, er aldrei ókeypis. Það þarf að kaupa auglýsingapláss og sal fyrir fund, prenta bækling eða blað og þar fram eftir götunum, allt eftir vettvangi umræðunnar.
Nema, ef hún fer fram á netinu. Þar er umræðan ókeypis. Eða svo hélt fólk til skamms tíma.
En það er öðru nær en að netumræðan sé ókeypis. Þátttakendur í þeirri umræðu afsala sér persónuupplýsingum til netfyrirtækja sem fénýta þær, oftast í auglýsingaskyni.
Meint ,,ókeypis-umræða" á netinu kostar ekki aðeins afsal persónuupplýsinga heldur samþykkja þátttakendur stöðugt áreiti auglýsinga sem selja allt frá tannbursta til pólitískra samsæriskenninga.
Þannig virkar heimurinn nú um stundir.
![]() |
Skapari vefjarins harðorður í garð netrisanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)