Ákafinn í Rússahatrinu

Ákafinn í Rússahatrinu í breskri umræðu líkist rúmlega aldargömlu Þjóðverjahatri, sem var undanfari fyrri heimsstyrjaldar. Engar sannanir liggja fyrir um að rússnesk stjórnvöld standi á bakvið tilræði að kála gömlum njósnara með eitri.

Eitrið sem um ræðir, Novichok, er hægt að framleiða í sæmilega búinni efnafræðistofu. Í RT er sagt að uppskriftina sé að finna í bók sem kaupa má á Amason fyrir fáeina þúsundkalla. RT er að sönnu fjölmiðill nátengdur rússneskum stjórnvöldum. En vestrænir fjölmiðla eru ginnkeyptir lygum vestrænna stjórnvalda. Nægir þar að minnast meintra eiturvopna í Írak, sem aldrei fundust.

Ákafinn í Rússahatrinu eru ótrúverðugur og lyktar af pólitík. Hatur á Þjóðverjum hratt Bretum út í meginlandsátök í Evrópu sem þar með urðu að heimsstríði; hatur á Hussein og Írak hratt Bretum og Bandaríkjamönnum út í stríðið 2003 sem steypti heilum heimshluta i glötun. Til þess eru vítin að varast.


mbl.is Breskir ráðamenn munu sniðganga HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, það er nú spurning hverjir hafa hagsmuni af að drepa rússneska gagnnjósnara. Það er eflaust bara eitthvert fólk úti í bæ sem kaupir bækur á Amazon, eða hvað?

Þegar þú segir að hatur á Þjóðverjum hafi hrundið Bretum út í meginlandsátök í Evrópu, ertu þá að tala um síðari heimstyrjöldina? Telur þú þá að samningur Breta og Frakka um vernd Póllands hafi engu máli skipt um þessa ákvörðun, né heldur þá ógn sem stafaði af útþenslu nasista handan Ermarsundsins?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.3.2018 kl. 19:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi augljósi stríðsáróður sýnir ákafa breta og bandaríkjamanna til að kokka upp nýtt kalt stríð. Öllu skal til tjaldað hversu ómerkilegt sem það er. Þetta er sannkallaður Skripal-eikur.

Hvort sem rússar eru að drepa einhverja föðurlandssvikara og njösnara eður ei, þá mættu ameríkanar og bretar líta í egin barm og taka saman hvað þeir drepa marga óæskilega með leynd. Ef ekki með eitri og hnífum, þá með drónum. Hreæsnin er himinhrópandi.

Kalt stríð er augljóslega rettur dagsins og er reyndar búið að vera á matseðlinum í tvö ár eða meira.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2018 kl. 19:44

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Aha ... þetta er alveg ljóst, allir vita þetta mæta vel ... Rússar tóku "Selfie" af sér, við framkvæmd morðsins.  Þeir voru ekki að hafa fyrir því að skilja eftir fingraför, svo þeir skildu eftir ALLAN FINGURINN, til að vera alveg vissir um ... að hægt væri að ásaka ÞÁ EINA um málið.

Og þetta mál, kemur að sjálfsögðu nokkrum vikum eftir að Tony Blair kom fram í fjölmiðlum og sagði heiminum, að nú ætti Evrópubandalagið að stofna til ÞRIÐJA RÍKISINS, með BRESKA FÀNAN við hún.

HALELÙJA, HALELÙJA ... HALELÚ Ú JA

Örn Einar Hansen, 14.3.2018 kl. 19:54

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er ekki viss um að þessi söguskýring sagnfræðingsins gangi fyllilega upp. Um framtíðina veit ég ekkert frekar en hann.

Ragnhildur Kolka, 14.3.2018 kl. 20:13

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hey, kommon.

Það vantar fé í það að endur uppbyggja allan flotann

og flugvélar. 

Þá er reynt hið gamla trikk, að búa til grýlu sem

almúginn á að gleypa, til þess eins að styðja við enn

meiri peningaeyðslu í þessa helívítis stríðsmaskínu

sem aldrei mun stoppa.

Eftir fyrri heimstyrjöldina, ekkert net eða GSM, gekk

það eftir. Við borðið sátu lordar og ráðamenn, og

ráðskuðust með hundruð þúsund mannslífa og varð ekkert

meint af. Í síðari heimstyrjöldinn, gekk hið sama eftir.

Lordar og ráðamenn. Sátu bara heima hjá sér og spiluð

út þúsundir mannslífa. Svo var bara kaffi og kaka

í eftirrétt.

Þessi taktík í dag, hjá þessum vessælu vitleysingjum

sem eru að draga upp þetta fornaldar kjaftæði,

er bara lýsandi dæmi um það hvernig herir allstaðar í

heiminum reyna með öllu að réttlæta sýna tilvist.

Og þá er allt notað. Fyrir þessu falla pólitíkusar

og halda að á árinu 2018, vilji Rússar fara í sríð

við einhver lönd í Evrópu, sem er ein vitlausasta hugmynd og hugsast getur.

Rússar hafa engvan áhuga á stríði og eru að reyna að læra af reynslunni

og vita að það gagnast engvum. Þar býr friðsemdar fólk og vill með

öllum mæli, tengjast og kynnast fólki.

En það bara má ekki. Rússland á að vera fyrir Evrópu grýla,

og því má ekki breyta. Ef Rússland hættir að vera grýla,

hvernig eiga herirnir að réttlæta sína tugi milljarða

á ári í sinn rekstur. Það verður að vera grýla, og þá

er bara Rússland best til þess. Virkaði í kalda og

af hverju ekki aftur.

En meðan eru til pólitíkusar sem trúa á þetta kjaftæði,

verður aldrei sátt um eitt né neitt.

Stríðmaskínan sér um sig, og sér til þess að halda

þessu öllu áfram.

Og svo teljum við okkur sem á jörðinni búa

þau greindustu á meðal dýra...!!???

Spurningin er hvar greindin er.

Svo einfallt er það.

Sigurður Kristján Hjaltested, 14.3.2018 kl. 23:21

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn, hann Páll var ekki að tala um upphaf seinni heimsstyrjaldar (sem við vitum öll að var fyllilega réttlætanlegt af bandamanna hálfu gegn yfirgangi nazista), enda skrifar Páll hér strax í sinni 1. setningu:

"Ákafinn í Rússahatrinu í breskri umræðu líkist rúmlega aldargömlu Þjóðverjahatri, sem var undanfari fyrri heimsstyrjaldar."

Jón Valur Jensson, 15.3.2018 kl. 03:25

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ástæður þátttöku Breta í fyrri heimsstyrjöldinni voru nú afar keimlíkar ástæðunum fyrir því að þeir tóku þátt í þeirri síðari. Þar var það varnarsamningur við Belgíu og, líkt og síðar, ótti við útþenslustefnu á meginlandinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.3.2018 kl. 08:45

8 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Þorsteinn

Það þýðir ekki að beita rökum þegar svona er komið. Páll og og aðrir trúa væntanlega enn skýringum Göbbels að Pólverjar hafi hafið stríð gegn Þýskalandi og hrundið af stað 2. heimsstyrjöldinni. - Sorglegt.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 15.3.2018 kl. 09:57

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Páll var ekki að ræða um seinni heimsstyrjöldina, heldur þá fyrri.

Jón Valur Jensson, 15.3.2018 kl. 13:02

10 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Jón Valur

Ekki vera með þessar stæla hérna, það er eitthvað til í því sem að nafni minn segir hérna, en þú hefur greinilega aldrei lesið bókina Hidden History: The Secret Origins of the First World War. Þú Jón Valur ættir hins vegar að fá þér þessa bók.

"Hidden History uniquely exposes those responsible for World War I. It reveals how accounts of the war's origins have been deliberately falsified to conceal the guilt of the secret cabal of very rich and powerful men in London responsible for the most heinous crime perpetrated on humanity. For 10 years, they plotted the destruction of Germany as the first stage of their plan to take control of the world. The assassination of Archduke Franz Ferdinand was no chance happening. It lit a fuse that had been carefully set through a chain of command stretching from Sarajevo through Belgrade and St. Petersburg to that cabal in London. Our understanding of these events has been firmly trapped in a web of falsehood and duplicity carefully constructed by the victors at Versailles in 1919 and maintained by compliant historians ever since. The official version is fatally flawed, warped by the volume of evidence they destroyed or concealed from public view. Hidden History poses a tantalizing challenge. The authors ask only that you examine the evidence they lay before you."

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 15.3.2018 kl. 14:02

11 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það mætti nefna nokkra sem hafa ávinning af þessu drápi.

Fyrst mætti nefna Úkraínustjórn ,sem á beinlínis líf sitt undir að Rússahatrið dofni ekki. Það er það eina sem heldur Úkrainu gangandi í dag.Úkrainskir Nasistar hafa líka horn í síðu Rússa.

ISIS. ISIS er frekar í nöp við Rússa eftir að Rússar gereyddu herjum þeirra í Sýrlandi. Sama gegnir um aðra hryðjuverkahópa þar í landi.

Bandaríkjamenn. Bandaríkjamenn eru ekki sáttir við Rússa eftir að þeir eyddu hryðjuverkqasamtökum í Sýrlandi sem Bandaríkjamenn voru að nota til að rústa landinu. Það er jafnvel líkur á að landið nái sér aftur á strik. Í leiðinni lögðu Rússar líka stein í götu heimsveldisstefnu Bandaríkjamanna.

Bretar sjálfir sem eru taglhnýtingar Bandaríkjamanna og hirða gjarnan mola sem falla af hernaði þeirra.

Listinn er lengri,en þetta ætti að duga til að sýna fram á ,að það er kannski ekki hinn almenni bókarunnadi sem er líklegastur til að hafa lagt á ráðin um þetta. Það eru aðrir möguleikar.

Borgþór Jónsson, 15.3.2018 kl. 15:02

12 Smámynd: Aztec

Ef Rússar hefðu viljað drepa Skripal, þá hefðu þeir getað gert það meðan hann sat í rússnesku fangelsi. Þetta er eins og morðið á JFK, fullt af aðilum höfðu ástæðu, en Oswald var kennt um morð sem hann framdi ekki.

Fyrir utan þá sem nefndir hafa verið hér í athugasemdunum á undan í sambandi við morðið á Skripal-feðginunum, eru sumir á því að atvikið sé sviðsett til þess að stöðva Brexit óbeint (fallast í faðma við fasistabandalagið til að fara í stríð við Rússa) og/eða ráðabrugg til að leiða athygli almennings frá þeirri staðreynd að Theresa May hefur misst tökin.

Og það er óneitanlega kaldhæðnislegt að þessi gagnslausa brezka ríkisstjórn vísi 23 Rússum samstundis úr landi án sannana af neinu tagi meðan 23.000 þekktir islamskir hryðjuverkamenn sem eru búsettir í Bretlandi hafa fengið að vera þar óáreittir árum saman.

Og hverjum er ekki andskotans sama þótt brezkir ráðamenn eða meðlimir konungsfjölskyldunnar fari á HM eða ekki? Bezt væri að sparka þeim út í hafsauga. Theresa May ('Sharia May') er verri svikari en Neville Chamberlain.

Pétur D.

Aztec, 16.3.2018 kl. 21:41

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hygg að það sé mikið til í orðum Péturs og Borgþórs hér.

Ríkisstjórn Theresu May hefur enga sönnun fyrir sekt Rússastjórnar í þessu máli. Og það er skelfilegt ef reynt er að efna til átaka við Rússa.

Jón Valur Jensson, 17.3.2018 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband