Lokaðar þjóðir hamingjusamari en opnar

Finnar eru með hæstu sjálfsmorðstíðni Norðurlandaþjóða. Almennt eru þeir fremur þungir á brúnina með þurran húmor sem slær út í að verða stórkarlalegur. En Finnar eru hamingjusömust þjóða, með vottorð frá Sameinuðu þjóðunum upp á það.

Norðurlöndin búa þjóðir í samanburði við aðrar á suðlægari breiddargráðum. Það tíðkast ekki hér í norðrinu að bera sjálfið utan á sér og glennast með tilfinningar sínar á opinberum vettvangi. Svíar eru helst líklegir til þess og skora lægst Norðurlandaþjóða á hamingjukvarðanum. (Ef RÚV segði þessa frétt væri fyrirsögnin: Svíar óhamingjusamastir á Norðurlöndunum).

Einföld skýring er á hamingju norrænna þjóða. Lokaðir einstaklingar eru líklegri en opnir til að stunda innra samtalið sem segir hverjum og einum, er með það kann að fara, að sjálfsstjórn og hljóð íhugun er forsenda hamingjunnar.


mbl.is Finnar allra þjóða hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband