Vestræn ríki bera ábyrgð á Sýrlandsstríðinu

Bandaríkin í félagi með Nató-þjóðum ákváðu að Assad Sýrlandsforseti ætti að fara frá völdum, af því hann væri vondur maður. Til að ná markmiðum sínum fóru vestrænar ríkisstjórnir í fjölmiðlaherferð annars vegar og hins vegar var aðskiljanlegum uppreisnarhópum í Sýrlandi veittur stuðningur (peningar og vopn).

Líkt áróðurinn gegn Hussein forseta Írak virkaði árið 2003 þá tókst að útmála Assad sem sérstaklega slæman mann. Sá þáttur herferðarinnar tókst vel. Aftur gekk verr með uppreisnaröflin. Þau reyndust geyma misjafnan sauð í mörgu fé.

Verstir þóttu múslímskir harðlínumenn af ýmsum sortum. Þeir sem kenndu sig við Ríki íslams náðu um tíma stórum landssvæðum í Sýrlandi og Írak. Það er bein afleiðing af innrásinni í Írak 2003 og upplausninni í Sýrlandi tíu árum síðar.

Assad er fermingardrengur í samanburði við margan uppreisnarmanninn sem fær stuðning frá Bandaríkjunum og Nató-þjóðum að verða æðstráðandi í Sýrlandi.

Sorglegt en satt; fjölmiðlar sem keyptu lygina um að Assad og Hussein væru óalandi og óferjandi væla núna um voðalegt ástand í miðausturlöndum. En þora ekki vegna meðsektar að benda á raunverulegar ástæður stríðsins í Sýrlandi.


mbl.is Sprengjuregn eftir sjö ára stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Átti ekki að vera til gamans, heldur til athugnar. Þarna er ekki rétt að nota orðið gaman.

Lifðu manna heiastur.

Egilsstaðir, 15.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 15.3.2018 kl. 14:19

3 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Páll

Já, já þetta er allt saman rétt hjá þér, nú og svo er Íran næst á dagskrá eins og búið er að uppljóstra og/eða opinbera, en það vantar núna góða lygaátyllu í viðbót, svo að hægt sé að rústa Íran líka.
Sjá hérna hvað hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um Wesley Clark Told The Truthsvo og svona líka samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research. 

Nú og það þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, þá halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.facebook.com/ScoopWhoopNews/videos/580686822128516/).

Related image
Image result for General Wesley Clark  map 7 countries

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 15.3.2018 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband