Mánudagur, 11. nóvember 2019
Aðskilnaður RÚV og ríkis
RÚV er á fjárlögum til að bera fram boðskap, sem sumum finnst áhugaverður en öðrum ómerkilegur. Þjóðkirkjan er í áþekkri stöðu en á að baki þúsöld á meðan RÚV nær ekki öld.
Sigmundur Davíð impraði á aðskilnaði RÚV og ríkis og Brynjar Níelsson tekur undir.
Þjóðkirkjan er heiðarlegri en RÚV. Prestar viðurkenna ósýnileika boðskaparins á meðan fréttamenn RÚV þykjast fara með heilög sannindi en bera á borð bull, ergelsi og firru.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11. nóvember 2019
Stjórnarskrá ESB-sinna
Vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013 gerði atlögu að stjórnarskrá lýðveldisins í þeim tilgangi að framselja fullveldið til Evrópusambandsins. Stjórnarskrárfélagið var eitt helsta verkfæri vinstrimanna.
Undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, sem greiddi atkvæði með ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009, er enn lagt til atlögu að stjórnskipun Íslands. Stjórnarskrárfélagið er á sínum stað.
Katrín talar um sátt í samfélaginu en hleypir öfgasamtökum í helgustu vé lýðveldisins.
![]() |
Stjórnarskrárfélagið fékk að fylgjast með fundinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 10. nóvember 2019
Orkupakkinn og hjarta Sjálfstæðisflokksins
3 orkupakkinn var sigur embættismanna yfir kjörnum fulltrúum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ýmist þögðu eða bergmáluðu djúpríkið.
Orkupakkinn varðar yfirráð þjóðarinnar yfir náttúruauðlind og er ekki spurning um ,,lita manninn" andspænis elítunni heldur voru deilurnar um fullveldið.
Miðflokkurinn var einarður gegn orkupakkanum en Sjálfstæðisflokkurinn í klóm embættismanna.
Miðflokkurinn er flokkur fullveldis en Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki undir nafni.
![]() |
Sækir beint í hjarta Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 10. nóvember 2019
Trú, falsfréttir og hverful sannindi
Öll heimsins trúarbrögð eru falsfrétt í þeim skilningi að aldrei hefur verið sýnt fram á yfirnáttúrulegt fyrirbæri sem mætti kalla guð í eintölu eða fleirtölu. En trú er sönn í öðrum skilningi, t.d. sem hreyfiafl í sögunni, hún viðheldur samheldni, veitir líkn og er lifandi í meðvitund trúaðra.
Falsfréttir í fjölmiðlum eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi uppspuni frá rótum - Elvis lifir. Í öðru lagi eitthvað sem flugufótur er fyrir en ýkt og stækkað meira en rannsóknir, rök og heimildir leyfa s.s. fréttir af manngerðu veðurfari.
Þriðji flokkur falsfrétta, líklega sá stærsti, er í raun ekki falsfréttir heldur sjónarhorn. Trump er besti/versti forseti Bandaríkjanna, ESB er söguleg nauðsyn, evran er hagfelldur gjaldmiðill fyrir Ísland, lýðræðið er á undanhaldi og ótal fleiri álitamál sem í eðli sínu eru hvorki sönn né ósönn heldur spurning um sjónarhorn.
Á hverjum tíma er samkomulag um viðtekin sannindi. Venjur og siðir helga sannindin, sem þó eru að stærstum hluta mannasetningar en ekki náttúrulögmál. Sannindin eru búin til úr orðum, yfirlýsingum sem samkomulag er um, eins og heimspekingurinn John Searle gerir manna gleggst grein fyrir.
Á umbrotatímum eru viðtekin sannindi dregin í efa og mörgum hafnað. Í frönsku byltingunni var guðlegu einveldi hafnað og samfélag lögstétta afnumið. Í leiðinni var reynt að búa til ný heiti mánaða og sjö daga vikum breytt í tíu daga, jafn kyndugt og það hljómar.
Við lifum á umbrotatímum, þó ekki, a.m.k. enn sem komið er, jafn róttækum og í frönsku byltingunni við lok 18. aldar. En rétt eins og í frönsku byltingunni, sem var viðskilnaður við menningarlegt og siðferðilegt góss miðalda, liggur viðskilnaður í loftinu. Við þær aðstæður eiga viðtekin sannindi undir högg að sækja.
Varðveislumenn veraldar sem var kalla það falsfréttir þegar efast er um viðtekin sannindi. En það sem kann að sýnast á yfirborðinu falsfrétt gæti verið til marks um gagnrýni á úrelt gildi
![]() |
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 9. nóvember 2019
Pírata ofbýður falsfrétt Ágústar og RÚV
RÚV, auðvitað, bjó til einnar heimildar falsfrétt þar sem Ágúst Ólafur þingmaður Samfylkingar skáldaði lækkun veiðileyfagjalds.
Jafnvel píratanum Björn Leví ofbauð: ,,Ég þooooli ekki svona stjórnmál." Kalla píratar þó ekki allt ömmu sína í framreiðslu falsfrétta.
RÚV sýnir sig enn og aftur áróðursmiðstöð sem löngu tímabært er að fari af fjárlögum.
![]() |
Ómerkilegur blekkingaleikur hjá Ágústi Ólafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 9. nóvember 2019
Sálfræði, sagan og krónan
Viðskiptalífið er komið með kvíðaröskun. Ekki er lengur hægt að kenna háum vöxtum krónunnar um stöðu mála, var sagt á fundi Viðskiptaráðs.
Sálfræði var líka ofarlega í huga formanns Viðskiptaráðs sem veltir fyrir sér hvers vegna krónuhagkerfið malar gull þótt heiti eigi að við séum í samdrætti:
Er það vegna þess að peningastefnan er að virka? Eða er það vegna þess að kostir krónunnar eru loksins að koma fram? Endurspeglar þessi staða kannski, sálræna líðan þjóðarinnar, sem nú einkennist af varkárni og ákveðinni hræðslu um að hlutirnir séu verri en þeir eru?
Stóra samhengið er að fyrstu áratugi lýðveldisins misþyrmdum við krónunni með offramleiðslu á henni. Afleiðingin var verðbólga. Eftir þjóðarsáttina 1990 liðu ekki nema örfá ár þangað til bankakerfið var einkavætt og kappsamir bankastrákar tóku að stunda offramboð af lánum. Afleiðingin var hrunið 2008.
Ofan í kaupið stunduðu ómerkileg pólitísk öfl, Samfylking og Viðreisn, þann áróður að krónan væri sjálf uppspretta óstöðugleika. Árinni kennir illur ræðari; pólitíska kerfið var í lamasessi en krónan ekki sökudólgurinn.
Krónan virkar. Pólitík og bankamenn heldur síður.
![]() |
Reiknar með vaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. nóvember 2019
Muhammed, siðir og samfélag
Thomas Hobbes reit á 17. öld að í náttúrunni væru engin siðalögmál. Maðurinn tileinkaði sér siði í samfélagi við aðra menn. Án siða væri mannlífið markað einsemd, fátækt, sóðaskap, ofbeldi og skammlífi.
Muhammed Emin Kizilkaya skrifar grein í Morgunblaðið og segir:
Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. (undirstrikun pv)
Ef undirstrikuðu orðin þýða að allir síðir séu jafngildir felur það í sér náttúrulegt ástand Hobbes þar sem engir siðir gilda. Siðir eru samkvæmt skilgreiningu ekki einstaklingsins, nema í takmörkuðum skilningi, sbr. borðsiði, heldur samfélagsins. Siðir eru skrifaðar reglur og lög annars vegar og hins vegar óskrifuð gildi. Án samkomulags um siði verður ófriður og óöld.
Talsmenn fjölbreytileika/fjölmenningar gleyma því iðulega, af vangá eða yfirlögðu ráði, að grunnsiðir gilda í sérhverju samfélagi. Ólíkir siðir gilda á Íslandi, Japan og Sádí-Arabíu, svo dæmi sé tekið.
Greining Muhammed og andmæli gegn kynþáttahyggju væru stórum trúverðugri ef hann tæki með í reikninginn siðagildi samfélagsins sem hann ávarpar - þess íslenska.
![]() |
Þurfum að mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 8. nóvember 2019
Trump og nafnlausa djúpríkið
Trump braut óskrifaðar pólitískar reglur og ,,stal" kosningasigri 2016. Reynt var að telja fólki trú um að Pútín Rússlandsforseti væri höfundur að sigri Trump.
Nafnlaus höfundur bókar um forsetann sem ,,berrassað gamalmenn" eða ,,12 ára ungling" staðfestir pólitísku skilaboðin sem gerðu Trump að forseta: hann er andstæðingur djúpríkisins sem stýrir stórveldinu á bakvið tjöldin.
Djúpríkið gerði stóra hópa Bandaríkjamanna fátæka með því að flytja störf þeirra úr landi. Djúpríkið, blint af hroka, réðst inn í Írak, bjó til stjórnleysi í Líbýu og borgarastyrjöld í Sýrlandi og Úkraínu.
Trump bjó til störf og afturkallaði hernað. Djúpríkið fyrirgefur það ekki.
![]() |
Grimmur, klaufskur og hættulegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 7. nóvember 2019
Örlög Evrópu undir náð Bandaríkjanna
Evrópa háði tvö borgarastríð, sem kallast fyrri og seinni heimsstyrjöld. Gömul sigruð stórveldi, Frakkland, Þýskaland og Ítalía, stofnuðu Evrópusambandið. Seinna komu Bretar inn en eru á útleið með Brexit.
Nató, sem Macron Frakklandsforseti segir heiladautt, er bandalag stofnað, rekið og fjármagnað af Bandaríkjunum til að halda sovéskum skriðdrekum frá Vestur-Evrópu.
Engin Sovétríki eru lengur til, kommúnisminn kominn á ruslahaug sögunnar. Hvers vegna ætti Nató yfir höfuð að vera til?
Borgarastríðin tvö í Evrópu leyfa ekki að stofnaður sé ESB-her er leysi af hólmi þann franska og þýska og enn síður breska. Evrópuherinn, sem er í kortunum, hefur það hlutverk að starfa utan Evrópu að gæta hagsmuna ESB-ríkja.
Evrópa er undir náð og miskunn Bandaríkjanna þegar kemur að herstyrk, sem er farið að leiðast að vera barnfóstra gömlu nýlenduveldanna.
![]() |
Macron: Nató samstarfið upplifir heiladauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. nóvember 2019
Grænland-Ísland á áhrifasvæði Bandaríkjann, ekki Úkraína
Úkraína er á áhrifasvæði Rússlands, var hluti Sovétríkjanna og þar áður í umdæmi Rússakeisara. Evrópusambandið með aðstoð Bandaríkjanna reyndi að færa Úkraínu undir veldi ESB og Nató, rétt eins og önnur fyrrum kommúnistaríki Austur-Evrópu.
Rússar sögðu njet, hingað og ekki lengra við útþenslu vesturlanda í austur.
Ísland komst formlega undir áhrifasvæði Bandaríkjanna 1941 þegar bandarískur her leysti af hólmi breska hernámsliðið. Grænland er á milli Íslands og meginlands Norður-Ameríku og þar með sjálfkrafa í umdæmi Washington.
Fyrir sögulega tilviljun, hruni norska heimsveldisins á 13. öld, er Grænland undir dönsku forræði. Danmörk er aftur landfræðilegur útkjálki Þýskalands og þar með ESB.
Í kalda stríðinu var öll pólitík austur og vestur, kommúnismi og kapítalismi. Nú eru 30 ár frá lokum kalda stríðsins og dæmigerð stórveldapólitík að færast í fyrra horf.
![]() |
Úkraínukrísan sett á ís vegna áforma um Grænlandskaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)