Örlög Evrópu undir náđ Bandaríkjanna

Evrópa háđi tvö borgarastríđ, sem kallast fyrri og seinni heimsstyrjöld. Gömul sigruđ stórveldi, Frakkland, Ţýskaland og Ítalía, stofnuđu Evrópusambandiđ. Seinna komu Bretar inn en eru á útleiđ međ Brexit.

Nató, sem Macron Frakklandsforseti segir heiladautt, er bandalag stofnađ, rekiđ og fjármagnađ af Bandaríkjunum til ađ halda sovéskum skriđdrekum frá Vestur-Evrópu.

Engin Sovétríki eru lengur til, kommúnisminn kominn á ruslahaug sögunnar. Hvers vegna ćtti Nató yfir höfuđ ađ vera til?

Borgarastríđin tvö í Evrópu leyfa ekki ađ stofnađur sé ESB-her er leysi af hólmi ţann franska og ţýska og enn síđur breska. Evrópuherinn, sem er í kortunum, hefur ţađ hlutverk ađ starfa utan Evrópu ađ gćta hagsmuna ESB-ríkja.

Evrópa er undir náđ og miskunn Bandaríkjanna ţegar kemur ađ herstyrk, sem er fariđ ađ leiđast ađ vera barnfóstra gömlu nýlenduveldanna.


mbl.is Macron: Nató samstarfiđ upplifir heiladauđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Grćnland-Ísland á áhrifasvćđi Bandaríkjann, ekki Úkraína

Úkraína er á áhrifasvćđi Rússlands, var hluti Sovétríkjanna og ţar áđur í umdćmi Rússakeisara. Evrópusambandiđ međ ađstođ Bandaríkjanna reyndi ađ fćra Úkraínu undir veldi ESB og Nató, rétt eins og önnur fyrrum kommúnistaríki Austur-Evrópu.

Rússar sögđu njet, hingađ og ekki lengra viđ útţenslu vesturlanda í austur.

Ísland komst formlega undir áhrifasvćđi Bandaríkjanna 1941 ţegar bandarískur her leysti af hólmi breska hernámsliđiđ. Grćnland er á milli Íslands og meginlands Norđur-Ameríku og ţar međ sjálfkrafa í umdćmi Washington.

Fyrir sögulega tilviljun, hruni norska heimsveldisins á 13. öld, er Grćnland undir dönsku forrćđi. Danmörk er aftur landfrćđilegur útkjálki Ţýskalands og ţar međ ESB.

Í kalda stríđinu var öll pólitík austur og vestur, kommúnismi og kapítalismi. Nú eru 30 ár frá lokum kalda stríđsins og dćmigerđ stórveldapólitík ađ fćrast í fyrra horf.


mbl.is Úkraínukrísan sett á ís vegna áforma um Grćnlandskaup
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vantar meiri hlýnun á Íslandi og Noregi

Nýliđinn október var sá kaldasti í Noregi í áratug. Á Íslandi mćtti vera hlýrra. Loftslagiđ á landnámsöld var norrćnum ţjóđum hagfelldara og mćtti alveg koma aftur međ svona tveggja gráđu hćrri međalhita.

En vinstrimenn, sem sagt, vilja samstillt átak Norđurlandaţjóđa ađ hamla gegn hlýnun.

Sumum líđur ekki vel nema í leiđindum og skítakulda.


mbl.is Vetrarfćrđ og allt ađ tíu stiga frost
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 7. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband