Helga Vala játar afglöp í starfi

Helga Vala Helgadóttir er ţingmađur á alţingi Íslendinga, ţótt hún tali eins og ađalstarfiđ sé ađ vera í saumaklúbbi vinstrimanna. Ţegar Helga Vala krafđist ţess ađ eigur Samherja yrđu frystar jafngilti ţađ kröfu um ađ starfsemi fyrirtćkisins yrđi stöđvuđ.

Međ ţví ađ viđurkenna ađ ţađ sé ekki í hennar höndum ađ krefjast haldlagningar á eigur Samherja er Helga Vala ađ játa afglöp í starfi. Ţví sannanlega sagđi ţingmađurinn ţetta: ,,Í mín­um huga kem­ur ekk­ert annađ til greina en ađ eign­ir Sam­herja verđi fryst­ar núna strax á međan á rann­sókn stend­ur."

Tvennt verđur ekki aftur tekiđ, töluđ orđ og tapađur meydómur.


mbl.is Ekki í mínum höndum ađ krefjast frystingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bylting og veruleiki

Obama fyrrum Bandaríkjaforseti varar viđ byltingarórum og stefnumálum sem ekki eiga sér ,,stođ í veruleikanum." Almennir kjósendur hafi ekki áhuga á ađ ,,jafna kerfiđ viđ jörđu."

Athyglisverđ orđ sem eiga víđar viđ en í Bandaríkjunum.

Bylting snýst um róttćkar breytingar á veruleikanum. Ţekktustu byltingar seinni tíma sögu, sú franska 1789 og rússneska byltingin 1917, voru ekki sjálfssprottnar heldur afleiđingar af nýjum skilningi á veruleikanum annars vegar og hins vegar gjaldţroti kerfis sem gerđi gamla veruleikann starfhćfan.

Spyrja má hvort veruleikinn sem viđ búum viđ, á vesturlöndum almennt og Íslandi sérstaklega, taki stakkaskiptum um ţessar mundir. Í öđru lagi hvort kerfin utan um viđurkenndan veruleika séu komin ađ fótum fram.

Veruleikinn eins og hann birtist okkur í opinberri umrćđu er allt annar núna en fyrir tveim áratugum. Samfélagsmiđlar brutu á bak aftur einveldi dagblađa og ljósvakamiđla. Kerfi stjórnmálaflokka riđlađist víđa á vesturlöndum - heldur ţó velli í Bandaríkjunum. Lok kalda stríđsins á tíunda áratug síđustu aldar kippti forsendunum undan tvískiptingu heimsins í austur og vestur.

Alţjóđakerfin sem byggđust upp eftir seinna stríđ láta á sjá en eru ţó enn fyrir hendi. Sameinuđu ţjóđirnar, ESB, Alţjóđa gjaldeyrissjóđurinn, Nató og fleiri úr sama ranni eru enn starfandi. Ađ vísu međ ótryggari framtíđarhorfur en áđur.

Byltingar, í skilningi ţeirrar frönsku og rússnesku, eru ekki yfirvofandi. Nćrtćkara er ađ líta svo á ađ yfir standi ađlögunartímabil. Hugmyndir og viđmiđ úreldast og óreiđa einkennir tímabiliđ á međan ný gildi eru í samkeppni.

Ţrátt fyrir bölmóđinn sem einkennir umrćđuna á yfirborđinu eru ekki ţćr ţjóđfélagslegu andstćđur međ tilheyrandi eymd og örbirgđ sem réttlćta byltingu. Veruleikinn, eins og hann blasir viđ, er hagfelldari en svo ađ almenningur beri eld ađ kerfinu.

 


mbl.is Obama varar demókrata viđ ađ vera of „byltingakennda“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 17. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband