Falsfréttir Björns Leví ala á spillingu

Píratinn Björn Leví boðaði skipulega upplýsingasöfnun að hætti Stasi um íbúa landsins. Í dag birtir Björn Leví úrval af gagnasöfnunni með grein í Morgunblaðinu. Gefum píratanum orðið:

„Ég varð vitni að því að tveir starfsmenn voru að stela vörum af lager. Ég tilkynnti þjófnaðinn og annar var rekinn en hinn var vel tengdur og hélt starfinu.“
„Ríkisstarfsmaður skrifaði áfengi sem matvæli á reikning vegna ferðalags, þegar ég kvartaði þá var ég tekinn úr ferðalagi sem ég átti að fara í.“
„Menn verða að tilheyra réttum flokki til þess að eiga séns á að fá pláss á bát.“
„Ég hef fengið skammir í vinnunni fyrir það sem ég skrifa á netið og skilaboð um að það sé fylgst með því sem ég segi.“
„Stærsti vinnuveitandinn á staðnum skipaði öllu erlendu vinnufólki að kjósa ákveðinn flokk í sveitarstjórnarkosningum eða það myndi missa vinnuna.“

Allt eru þetta óstaðfestar ásakanir nafnleysingja. Gamla orðið er slúður en nýyrðið falsfréttir.

Með því að dreifa slúðri/falsfréttum elur Björn Leví á spillingu í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi gefur þingmaðurinn til kynna að sjálfsagt sé að stela og hóta, þannig gerist kaupin á eyrinni. Í öðru lagi eru rangar sakargiftir ein tegund spillingar.

Eins og segir í viðtengdri frétt mbl.is um ástandið í Hong Kong: ,,Djúp­stætt van­traust á lög­reglu og yf­ir­völd­um verði til þess að mót­mæl­end­ur trúi frétt­um um ým­iss kon­ar sam­særis­kenn­ing­ar..."

Björn Leví ,,normalíserar" spillingu í einn stað og í annan stað býr hann til vettvang fyrir nafnlausar ásakanir. Hvorttveggja grefur undan trausti í samfélaginu.

Stjórnmálamenn eins og Björn Leví ná helst árangi í samfélagslegri ormagryfju. Enda safnar þingmaðurinn ormum.

 


mbl.is Falsfréttir kynda undir óróa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslagsmarxismi fyrir börn í boði Háskóla Íslands

,,Hamfarahlýnun af mannavöldum er ein af stærstu áskorunum samtímans," segir tilkynningu frá menntavísindasviði Háskóla íslands vegna fyrirlestra um að kenna börnum og unglingum að heimurinn sé að farast.

Það á að ,,stuðla að hugarfarsbreytingu" sem er annað orð yfir innrætingu.

Meðal þeirra sem taka máls er manneskja sem kynnir sig svona: ,,baráttukona og dósent við Deild kennslu- og menntunarfræði." Aðgerðasinnar stýra ferðinni, vísindaleg yfirvegun er úrelt. 

Karl Marx sagði á sínum tíma að ekki væri nóg að skilja heiminn, það yrði að breyta henni veröld. Ráðstefna menntavísindasviðs HÍ er loftslagsmarxismi sem beinist að innrætingu barna. 

Heimurinn er ekki að farast vegna aukins lofthita. Meðalhiti á Íslandi er lægri en hann var á landnámsöld. Manngert veðurfar er ímyndun. Maðurinn bjó ekki til litlu ísöld heldur náttúran.

700 vísindamenn og sérfræðingar birtu nýverið yfirlýsingu þar sem varað er við heimsendaspám eins og þeirri sem Háskóli Íslands leggur blessun sina yfir.


Bloggfærslur 20. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband