Orkupakkinn og hjarta Sjálfstæðisflokksins

3 orkupakkinn var sigur embættismanna yfir kjörnum fulltrúum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ýmist þögðu eða bergmáluðu djúpríkið.

Orkupakkinn varðar yfirráð þjóðarinnar yfir náttúruauðlind og er ekki spurning um ,,lita manninn" andspænis elítunni heldur voru deilurnar um fullveldið.

Miðflokkurinn var einarður gegn orkupakkanum en Sjálfstæðisflokkurinn í klóm embættismanna.

Miðflokkurinn er flokkur fullveldis en Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki undir nafni.


mbl.is Sækir „beint í hjarta Sjálfstæðisflokksins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú, falsfréttir og hverful sannindi

Öll heimsins trúarbrögð eru falsfrétt í þeim skilningi að aldrei hefur verið sýnt fram á yfirnáttúrulegt fyrirbæri sem mætti kalla guð í eintölu eða fleirtölu. En trú er sönn í öðrum skilningi, t.d. sem hreyfiafl í sögunni, hún viðheldur samheldni, veitir líkn og er lifandi í meðvitund trúaðra.

Falsfréttir í fjölmiðlum eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi uppspuni frá rótum - Elvis lifir. Í öðru lagi eitthvað sem flugufótur er fyrir en ýkt og stækkað meira en rannsóknir, rök og heimildir leyfa s.s. fréttir af manngerðu veðurfari.

Þriðji flokkur falsfrétta, líklega sá stærsti, er í raun ekki falsfréttir heldur sjónarhorn. Trump er besti/versti forseti Bandaríkjanna, ESB er söguleg nauðsyn, evran er hagfelldur gjaldmiðill fyrir Ísland, lýðræðið er á undanhaldi og ótal fleiri álitamál sem í eðli sínu eru hvorki sönn né ósönn heldur spurning um sjónarhorn.

Á hverjum tíma er samkomulag um viðtekin sannindi. Venjur og siðir helga sannindin, sem þó eru að stærstum hluta mannasetningar en ekki náttúrulögmál. Sannindin eru búin til úr orðum, yfirlýsingum sem samkomulag er um, eins og heimspekingurinn John Searle gerir manna gleggst grein fyrir.

Á umbrotatímum eru viðtekin sannindi dregin í efa og mörgum hafnað. Í frönsku byltingunni var guðlegu einveldi hafnað og samfélag lögstétta afnumið. Í leiðinni var reynt að búa til ný heiti mánaða og sjö daga vikum breytt í tíu daga, jafn kyndugt og það hljómar. 

Við lifum á umbrotatímum, þó ekki, a.m.k. enn sem komið er, jafn róttækum og í frönsku byltingunni við lok 18. aldar. En rétt eins og í frönsku byltingunni, sem var viðskilnaður við menningarlegt og siðferðilegt góss miðalda, liggur viðskilnaður í loftinu. Við þær aðstæður eiga viðtekin sannindi undir högg að sækja.

Varðveislumenn veraldar sem var kalla það falsfréttir þegar efast er um viðtekin sannindi. En það sem kann að sýnast á yfirborðinu falsfrétt gæti verið til marks um gagnrýni á úrelt gildi

 


mbl.is Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband