Jóhannes leki verður Jóhannes fjármálaskýrari

Þegar Jóhannes Stefánsson kynnti sig fyrir alþjóð, í alræmdum Kveiks-þætti, sagðist hann vera sjómaður og hafa síðar unnið sig upp í Samherja. Að lokum komist Jóhannes í þá stöðu að borga mútur, að eigin sögn, til namibískra stjórnmálamanna fyrir veiðiheimildir.

Allt gott um það að segja, nema auðvitað, fyrir þá sem eru Samherjamegin í tilverunni.

En Jóhannes leki virðist líka vera kunnáttumaður um alþjóðleg bankaviðskipti. Jóhannes furðar sig á að Den Norske Bank, DNB, ,,hafi ekki spurt fleiri spurn­inga. „Því að þetta eru svo mikl­ir fjár­mun­ir,“ seg­ir Jó­hann­es."

Ha? Miklir peningar? Einhverjir tugir eða hundruð milljónir íslenskra króna eru kannski miklir peningar íslensks sjómanns en tæplega stórfúlgur í alþjóðabanka. Frekar skiptimynt.

Jóhannes leki er trúverðugur um þau málefni sem hann ætti að vera í aðstöðu til að þekkja. Ef hann segir ekki ósatt. Þegar sjómaður og samherjastrákur þykist vita hvernig alþjóðlegir bankar haga sér skortir trúverðugleika.

En, hey, RÚV-drengirnir eru orðnir sérfræðingar um namibísk stjórnmál eftir tvær heimsóknir til landsins. Auðvitað getur Jóhanns orðið sérfræðingur í bankastarfsemi eftir fáeinar millifærslur.


mbl.is Engin tilviljun að Samherji valdi DNB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV týnir 4 ára spillingarrannsókn í Namibíu - viljandi

Í gær segir RÚV að múturannsókn á Samherja í Namibíu hafi staðið yfir ,,í rúmt ár" eða frá árinu 2018. Fyrir tveim vikum birti RÚV frétt með þessari fyrirsögn: ,,Mútumálið hefur verið til rannsóknar frá 2014".

Þarna á milli eru 4 ár. Í upphafi atlögunnar að Samherja fyrir tveim vikum þótti henta að namibísk stjórnvöld hefðu verið með Samherja til rannsóknar í fimm ár, frá 2014. Það þurfti að búa til þá ímynd að hér væri alvörumál á ferðinni en ekki fréttahönnun á Efstaleiti.

Tveim vikum síðar þykir hagfelldara að namibíska rannsóknin sé á frumstigi. RÚV er komið í kjörstöðu þar sem fólk keypti upphaflega tilbúninginn. Næsta stig er að sækja að þeim sem eru viðkvæmari fyrir árásum en forsvarsmenn Samherja. RÚV ætlar að liggja utan í embættismönnum og ráðherrum á Íslandi og spyrja kvölds og morgna: draga íslensk yfirvöld lappirnar við að hjálpa Namibíumönnum að afhjúpa Samherjaspillinguna? Kveiksþátturinn í gærkvöldi lagði grunninn. Myndefnið var sveltandi börn í Afríku. Skilaboðin þau að Bjarni, Katrín og Kristján beri ábyrgð.

RÚV veit sem er að þegar tekst að gera íslenska ráðherra og embættismenn að skotmarki er sigur í sjónmáli. Þeir ekki tala við RÚV, af því þeir vilja ekki svara röngum ásökunum, fá reglulega frétt um sig að neita að svara skilaboðum fréttamanna. Þannig eru ráðamenn sýndir á flótta frá handhafa almenningsálitsins, sem auðvitað er sjálft RÚV. Á Efstaleiti kunna menn fréttaeinelti - stundum kallað ,,að taka menn niður."

RÚV er komið á gamalkunnugt stig í ásakanablaðamennsku. Staðreyndir eru búnar til eftir því sem ,,umræðan" krefst á hverjum tíma og fréttamenn hundelta sérvalin fórnarlömb. 

Ein tegund spillingar er falskar ásakanir. Spilling af þessu tagi er því verri sem ásetningurinn er staðfastari.

Brotavilji RÚV er einbeittur. Valdið er á Efstaleiti og þar sæta menn aldei ábyrgð.

 


mbl.is Segja fullyrðingar Helga „gróf ósannindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband