Muhammed, siðir og samfélag

Thomas Hobbes reit á 17. öld að í náttúrunni væru engin siðalögmál. Maðurinn tileinkaði sér siði í samfélagi við aðra menn. Án siða væri mannlífið markað einsemd, fátækt, sóðaskap, ofbeldi og skammlífi.

Muhammed Emin Kizilkaya skrifar grein í Morgunblaðið og segir:

Við búum í nú­tíma­sam­fé­lagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kem­ur, hverr­ar trú­ar eða kynþátt­ar þú ert. Við búum öll sam­an í þessu sam­fé­lagi þar sem fjöl­breyti­leiki er óhjá­kvæmi­leg­ur og verður hann það alltaf. (undirstrikun pv)

Ef undirstrikuðu orðin þýða að allir síðir séu jafngildir felur það í sér náttúrulegt ástand Hobbes þar sem engir siðir gilda. Siðir eru samkvæmt skilgreiningu ekki einstaklingsins, nema í takmörkuðum skilningi, sbr. borðsiði, heldur samfélagsins. Siðir eru skrifaðar reglur og lög annars vegar og hins vegar óskrifuð gildi. Án samkomulags um siði verður ófriður og óöld. 

Talsmenn fjölbreytileika/fjölmenningar gleyma því iðulega, af vangá eða yfirlögðu ráði, að grunnsiðir gilda í sérhverju samfélagi. Ólíkir siðir gilda á Íslandi, Japan og Sádí-Arabíu, svo dæmi sé tekið.

Greining Muhammed og andmæli gegn kynþáttahyggju væru stórum trúverðugri ef hann tæki með í reikninginn siðagildi samfélagsins sem hann ávarpar - þess íslenska.

 


mbl.is „Þurfum að mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump og nafnlausa djúpríkið

Trump braut óskrifaðar pólitískar reglur og ,,stal" kosningasigri 2016. Reynt var að telja fólki trú um að Pútín Rússlandsforseti væri höfundur að sigri Trump.

Nafnlaus höfundur bókar um forsetann sem ,,berrassað gamalmenn" eða ,,12 ára ungling" staðfestir pólitísku skilaboðin sem gerðu Trump að forseta: hann er andstæðingur djúpríkisins sem stýrir stórveldinu á bakvið tjöldin. 

Djúpríkið gerði stóra hópa Bandaríkjamanna fátæka með því að flytja störf þeirra úr landi. Djúpríkið, blint af hroka, réðst inn í Írak, bjó til stjórnleysi í Líbýu og borgarastyrjöld í Sýrlandi og Úkraínu.

Trump bjó til störf og afturkallaði hernað. Djúpríkið fyrirgefur það ekki.


mbl.is „Grimmur, klaufskur og hættulegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband