Aftaka í London

Hnífamaðurinn í London var tekinn af lífi af lögreglu eftir að hafa verið afvopnaður af almenningi. Myndskeið staðfesta aftökuna á vopnlausum liggjandi manni.

Lundúnalögreglan tók 3 hnífamenn af lífi á sama vettvangi fyrir tveim árum og annan til í Westminster-hverfinu.

Fjölmenningin í Lundúnum er komin á það stig að þungvopnaðar opinberar aftökusveitir eru reiðubúnar alla daga ársins til að eiga orð við þá sem svala trúarþörfinni með blóði almennra borgara.


mbl.is Einar sá fólk flýja frá London Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andri Snær boðar þöggun í nafni vísinda

Richard Lindzen, Judith Curry og Roy Spencer eru vísindamenn með langan og traustan feril á sviði loftslagsvísinda. Þau kaupa ekki rök Al Gore, Grétu Thunberg og Andra Snæs Magnasonar um að heimurinn sé að farast vegna hlýnunar af mannavöldum.

700 vísindamenn og sérfræðingar skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem áróðri Gore, Thunberg og Andra Snæs er mótmælt.

Andri Snær vill þagga niður í öllum sem ekki skrifa upp á hamfaratrú. Eiginlega er krafa rithöfundarins of fáránleg til að eyða orðum á. Samt, þegar Gorar, Grétur og Andrar eru umræðustjórar er voðinn vís. Það er ekki veðrið sem mun leiða yfir okkur hamfarir heldur vitleysan.

 


mbl.is Óboðleg umræða afneitunarsinnna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV játar: umræðan er okkar fag, ekki fréttir

Í gærkvöld birtir RÚV yfirlýsingu. Þar segir m.a.:

Ásak­an­ir Sam­herja í garð frétta­manns­ins um ósann­indi eru frá­leit­ar. Virðast í raun snú­ast um til­raun fyr­ir­tæk­is­ins til að af­vega­leiða umræðuna...

Það var og, ,,afvegaleiða umræðuna".

Umræða er skoðanir og ályktanir. Fréttir eru allt annað. Þær segja frá staðreyndum. 

Einn af samstarfsmönnum RÚV í Samherjamálinu, Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks, útskýrir hvernig staðið er að ,,umræðu" af þessu tagi:

 Ég held líka al­mennt séð að þessi birt­ing og þessi um­fjöll­un sé ákveðinn próf­steinn og prófraun á ís­lenskt sam­fé­lag, og einnig á ís­lenska fjöl­miðla, hvernig þeir mat­reiða og verka þessi mál, sér­stak­lega með til­liti til þess hvernig eign­ar­haldið er þar víða.

Það á sem sagt að ,,matreiða og verka" málsatvik til að þau falli að fyrirframgefinni niðurstöðu. Allir fjölmiðlar verða að taka þátt - ,,matreiða og verka" - til að umræðan nái tilgangi sínum: að sanna sekt Samherja. Sem var fyrirfram ákveðin.

Á Efstaleiti er orðið ,,umræða" notað um þá sannfæringu að ásökun jafngildi sekt.

RÚV snýr meginreglu réttarríkisins á hvolf. Nú skal sá ákærði sanna sakleysi sitt. Gildir um alla. Nema RÚV, auðvitað. 


mbl.is Fráleitar ásakanir Samherja um ósannindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband