Sálfræði, sagan og krónan

Viðskiptalífið er komið með kvíðaröskun. Ekki er lengur hægt að kenna háum vöxtum krónunnar um stöðu mála, var sagt á fundi Viðskiptaráðs.

Sálfræði var líka ofarlega í huga formanns Viðskiptaráðs sem veltir fyrir sér hvers vegna krónuhagkerfið malar gull þótt heiti eigi að við séum í samdrætti:

Er það vegna þess að peningastefnan er að virka? Eða er það vegna þess að kostir krónunnar eru loksins að koma fram? Endurspeglar þessi staða kannski, sálræna líðan þjóðarinnar, sem nú einkennist af varkárni og ákveðinni hræðslu um að hlutirnir séu verri en þeir eru?

Stóra samhengið er að fyrstu áratugi lýðveldisins misþyrmdum við krónunni með offramleiðslu á henni. Afleiðingin var verðbólga. Eftir þjóðarsáttina 1990 liðu ekki nema örfá ár þangað til bankakerfið var einkavætt og kappsamir bankastrákar tóku að stunda offramboð af lánum. Afleiðingin var hrunið 2008.

Ofan í kaupið stunduðu ómerkileg pólitísk öfl, Samfylking og Viðreisn, þann áróður að krónan væri sjálf uppspretta óstöðugleika. Árinni kennir illur ræðari; pólitíska kerfið var í lamasessi en krónan ekki sökudólgurinn.

Krónan virkar. Pólitík og bankamenn heldur síður. 


mbl.is Reiknar með vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband