Aðskilnaður RÚV og ríkis

RÚV er á fjárlögum til að bera fram boðskap, sem sumum finnst áhugaverður en öðrum ómerkilegur. Þjóðkirkjan er í áþekkri stöðu en á að baki þúsöld á meðan RÚV nær ekki öld.

Sigmundur Davíð impraði á aðskilnaði RÚV og ríkis og Brynjar Níelsson tekur undir.

Þjóðkirkjan er heiðarlegri en RÚV. Prestar viðurkenna ósýnileika boðskaparins á meðan fréttamenn RÚV þykjast fara með heilög sannindi en bera á borð bull, ergelsi og firru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það vantar umræðuna; hvað vil fólk sjá meira af og hvað mætti missa sín hjá rúv?

það mætti byrja á því að skera niður mesta óþarfan eins og að halda úti starfsfólki við að kvikmynda mótotsport, boltaleiki,

myrkramyndefni eins og þáttaröðin Ófærð

og Krakka-rúv sem að er bara vitleysisgangur

Hins vegar mætti endurvekja þætti eins og NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI,

sérhæfingu í heimspeki, sérhæfingu í ríkisfjármálum /viðskiptum

og sérhæfingu í utanríkismálum.

Jón Þórhallsson, 11.11.2019 kl. 13:26

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Löngu tímabært að leggja niður Rás 2 og sjónvarpið. "Gufan" dugar alveg fyrir ríkið að koma að fréttum og íslenskri menningu. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.11.2019 kl. 17:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála, afhverju fékk rásin þetta skemmtilega heiti? Þegar "Gufan" var eina útvarpið á Íslandi var þetta nafn stytt úr lengra orði,held ég muni það þó rétt.

Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2019 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband