Örlög Evrópu undir náð Bandaríkjanna

Evrópa háði tvö borgarastríð, sem kallast fyrri og seinni heimsstyrjöld. Gömul sigruð stórveldi, Frakkland, Þýskaland og Ítalía, stofnuðu Evrópusambandið. Seinna komu Bretar inn en eru á útleið með Brexit.

Nató, sem Macron Frakklandsforseti segir heiladautt, er bandalag stofnað, rekið og fjármagnað af Bandaríkjunum til að halda sovéskum skriðdrekum frá Vestur-Evrópu.

Engin Sovétríki eru lengur til, kommúnisminn kominn á ruslahaug sögunnar. Hvers vegna ætti Nató yfir höfuð að vera til?

Borgarastríðin tvö í Evrópu leyfa ekki að stofnaður sé ESB-her er leysi af hólmi þann franska og þýska og enn síður breska. Evrópuherinn, sem er í kortunum, hefur það hlutverk að starfa utan Evrópu að gæta hagsmuna ESB-ríkja.

Evrópa er undir náð og miskunn Bandaríkjanna þegar kemur að herstyrk, sem er farið að leiðast að vera barnfóstra gömlu nýlenduveldanna.


mbl.is Macron: Nató samstarfið upplifir heiladauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Styrmir segir að umferð sovjeskra kafbáta hafi aukist hér við land.

Þyrfti rúv ekki að sýna okkur einhver gögn því tengdu?

Jón Þórhallsson, 7.11.2019 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband