Boris nennir ekki Rússagrýlunni

Rússagrýlan, að Pútín ákveði niðurstöður kosninga á vesturlöndum, er til marks um að spuni og dómgreindarleysi nái tökum á fólki sem ætti að vita betur.

Rússagrýlan gengur út á að Moskvuvaldið kunni þau vélbrögð samfélagsmiðla að senda skilaboð til kjósendahópa að greiða atkvæði stjórnmálaöflum sem eru Rússum þóknanleg.

Hvernig í veröldinni ættu Rússar að búa yfir þekkingu og snilli sem þarf til að fá Jón og Gunnu á vesturlöndum að kjósa ,,rétt". Eru Rússar heimsins mestu tölvunördar og sérfróðari en allir aðrir að hanna pólitísk skilaboð sem duga til atkvæða?

Rökin halda ekki vatni. Þau eru spunaþvættingur frjálslyndra vinstrimann sem neita að horfast í augu við þá staðreynd að stórir kjósendahópar kusu Trump og Brexit og andófsöfl sem hafna alþjóðahyggju. 

Boris Johnson afneitar Rússagrýlunni og fær prik fyrir.

 


mbl.is Boris segir engar sannanir fyrir afskiptum Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúum á guð, vísindin segja það

Einn þekktasti trúleysingi Bretlands, ef ekki vesturlanda, Richard Dawkins, færir þau vísindalegu rök fyrir réttmæti guðstrúar að rannsóknir sýni að samfélag sé starfhæfara með trú en án hennar.

Við brjótum siðalögmál síður. að ekki sé talað um veraldleg lög og rétt, ef við trúum að alsjáandi augu guðs fylgist með okkur.

Af er sem áður var að rök vísindanna stóðu gegn guði. 

 


mbl.is Dawkins varar við því að trúarbrögð verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband