Lýðurinn og lágkúran

Þrjár helstu kröfur mótmælanna á Austurvelli eru ný stjórnarskrá, uppboðsmarkaður á kvóta og afsögn ráðherra.

Kröfurnar eru innbyrðis ótengdar og án nokkurs samnefnara. 

Lýðurinn dæmdi Sókrates til dauða, fórnaði Jesú fyrir ræningja og kaus Hitler til valda.

Lengi lifi réttur lýðsins til lágkúrunnar.

 

 


mbl.is „Lýðræði ekki auðræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðflokkurinn fær fylgi vegna óvinsælda

Stjórnmálamenn allra flokka hatast við Miðflokkinn og fá einatt stuðning frá fjölmiðlum eins og RÚV, Fréttablaðinu, Stundinni og Kjarnanum. Almenningur, á hinn bóginn, á hauk í horni þar sem fer flokkur Sigmundar Davíðs.

Miðflokkurinn tekur ekki undir móðursýkina um manngert veðurfar. Miðflokkurinn stóð vaktina fyrir fullveldið gegn ásælni ESB í 3. orkupakkanum.

Hjarðhugarfar, sem slær reglulega út í múgæsingu, Samherja-málið yngsta dæmið af mörgum, er aðall stjórnmálaflokkanna. Nema Miðflokksins.

Miðflokkurinn er stjórnmálaafl sjálfstæðra einstaklinga og gagnrýnnar hugsunar. Maður biður ekki um meira.


mbl.is Kjósendur kunni að meta stefnufestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: Samherji er Den Danske bank

Ein undarlegasta fréttaskýring sem RÚV hefur samið og flutt, og er þá langt til jafnað, var gerð heyrinkunn í Speglinum í gær. 

Fréttaskýringin var öll um peningaþvætti í Den Danske bank. Nema inngangurinn og niðurlagið sem sögðu að Samherji væri eins og Den Danske bank.

Þetta er líkt og segja að Grænland og Suður-Afríka séu svipuð þjóðríki þar sem stjórnmál eru stunduð í þeim báðum.

Líklega fáum við bráðlega fréttaskýringu frá RÚV um að Þorsteinn Már sé hinn íslenski Trump. Rökin væru að báðir séu þeir sterkefnaðir.


Bloggfærslur 23. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband