Stóra loftslagssvindliđ 10 ára

Fyrir tíu árum komst upp um svindl og samsćri helstu vísindamanna í umrćđunni um manngert veđur. Viljinn birtir afmćlisgrein sem tekur saman nokkur atriđi.

Einn glópurinn skrifar: ,,Vandamáliđ er ţessi fáránlegu raungögn. Ég er farinn ađ halda ađ módeliđ okkar sé fariđ ađ fjarlćgjast raunveruleikann."

Ţađ var og. Raungögn segja til um raunverulegt hitastig en módelin eru óskhyggja vísindamanna um manngert veđurfar. Hjá glópum er veruleikinn ,,fáránlegur" en ímyndunin vćntanlega ekki.


RÚV-áhrif í Namibíu

Fyrir tveim dögum birti RÚV montfrétt ađ Efstaleiti vćri ráđandi afl í namibískum stjórnmálum.

RÚV er líka duglegt ađ skrifa fréttir á ensku til ađ namibísk stjórnvöld fylgist međ hvernig Samherji er ,,tekinn niđur" hér heima.

Og nú er íslenskur skipstjóri handtekinn ţar ytra.

Trauđla er ţađ tilviljun.


mbl.is Skipstjórinn í farbanni í Namibíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svandís: efi til hćgri, fullvissa til vinstri

Ţingmađur Vinstri grćnna og ráđherra, Svandís Svavarsdóttir, játar ađ trúin á manngert veđur er vinstripólitík. Ráherrann segir hćgrimenn hafa ,,efa­semd­ir gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um" og dregur ţar fram ađ málefniđ er pólitískt fremur en vísindalegt.

Í leiđinni, og líklega án ţess ađ ćtla sér ţađ, varpar Svandís ljósi á ólík eđliseinkenni hćgri- og vinstrimanna. Ţeir fyrrnefndu efast en fullvissan er öll til vinstri. Efahyggja er til hćgri en trúarhiti til vinstri.

Karl Marx var hjáguđ vinstrimanna á síđustu öld. Hann brást ţegar á daginn kom ađ meint járnhörđ lögmál sögulegrar efnishyggju stóđust ekki. Kommúnisminn var veraldleg trú sem stóđst ekki próf reynslunnar. Vinstrimenn leituđu fyrir sér međ nýja hugmyndafrćđi og fundu hana í trú á manngert veđur og yfirvofandi heimsendi.

Hćgrimenn gjalda varhug viđ trúarhitanum. Offorsinu fyrir einatt yfirgangur, frekja og í mörgum tilfellum hrein illska. Allt í nafni málstađarins, auđvitađ.

Huggulegt af ráđherranum ađ viđurkenna ţetta. Takk, Svandís.


mbl.is Klausturmáliđ „birtingarmynd öfgahćgris“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 21. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband