Verður Nató-aðild Íslands kærð?

Nató lætur sprengjum rigna yfir fólk og fénað í miðausturlöndum og hefur gert síðustu ár. Flestum ætti að vera ljóst að þótt ekki sé vel gott að flytja vopn til átakasvæði er sýnu verra að beita þeim til að drepa og eyðileggja.

Ísland er aðili að Nató og ber sinn hluta ábyrgðarinnar.

Samtök herstöðvarandstæðinga verða ekki sökuð um að þau ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur þegar þeir kæra flugfélag að flytja vopn en þegja þunnu hljóði um Nató-aðildina og ábyrgðina sem því fylgir.


mbl.is Kæra Atlanta fyrir vopnaflutningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarstolt verður pólitískt afl

Danir vísa í þjóðarstolt í áætlun um að uppræta fjölmenningarhverfi, gettó, þar sem danskir siðir og dönsk menning fer halloka. Donald Trump virkjaði þjóðarstolt til að verða forseti og Brexit er birtingarmynd sömu viðhorfa.

Efnahagsmál víkja fyrir þjóðarstolti, er skrifað í Guardian um stökkbreytingar stjórnmálaviðhorfa síðustu ára.

Í stuttu mál: kommúnismi- borgaralegt lýðræði voru meginásar stjórnmálanna í kalda stríðinu, núna eru það þjóðerni-alþjóðahyggja/fjölmenning. 


mbl.is Loka gettóum fyrir 2030
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launastefna lífeyrissjóðanna

Lífeyrissjóðir eiga stóra hluti í flestum stærstu fyrirtækjum landsins og hafa þar með áhrif á launastefnu þeirra. Verkalýðshreyfingin stjórnar lífeyrissjóðum til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins.

En lífeyrissjóðirnir beita sér ekki til að stuðla að launajöfnuði. Aðeins örsjaldan heyrast frétt um að lífeyrissjóðir hafi stigið á bremsuna þegar kjör æðstu stjórnenda stærstu fyrirtækjanna eru annars vegar.

Hvers vegna beitir verkalýðshreyfingin ekki þeim verkfærum sem hún hefur til að auka launajöfnuð?


mbl.is „Jöfnuður í samfélaginu er að minnka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítabomba Loga

,,Leyndarhyggja", kallar Logi Einarsson formaður Samfylkingar það þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða flutninga íslensk flugfélög stunda.

Leyndarhyggja er sama orðið og Logi og meðreiðarsveinar hans notuðu til að klína barnaníði á Sjálfstæðisflokkinn - þegar til umræðu voru áratugagömul lög um uppreist æru.

Málflutningur Loga er ómerkilegur.


mbl.is Ekki ráðherra að fara yfir farmskrárnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, Lilja Björk, við seljum ekki Landsbankann

Bankastjóri Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir, vill einkavæða bankann. Það er stórpólitískt sem bankastjórinn ætti ekki að tjá sig um nema að vel yfirlögðu ráði.

Lilja Björk segist vilja sjá bankann í dreifðu eignarhaldi. En eignarhaldið verður ekki dreifðara en þegar þjóðin á bankann.

Einkavæðing banka um aldamótin síðustu gerði þjóðina nær gjaldþrota 2008. Einkaframtakinu er einfaldlega ekki treystandi til að reka banka.

Arion banki er kominn í hendur einkaaðila. Við skulum sjá hver reynslan verður. Eftir fimm eða tíu ár mætti íhuga að selja Íslandsbanka, ef vel tekst til með Arion. En Lilja Björk verður löngu komin á ellilífeyri áður en við ættum svo mikið sem að láta okkur detta í hug að selja Landsbankann. 


mbl.is Telur nú góðan tíma til þess að selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðingar gegn sósíalisma VR

Sósíalismi svífur yfir vötnum verkalýðshreyfingarinnar og VR er miðstöðin. Herskáar yfirlýsingar VR fá ekki hljómgrunn hjá félagsmönnum sem starfa sem sérfræðingar, ef marka má orð Ólafs Níelsen.

Ólafur er framkvæmdastjóri í 30 manna nýsköpunarfyrirtæki, Kolibri. Hann skrifar

Fyrir þremur árum ætlaði VR að fara í verkfall. Í einfeldni okkar héldum við að það gæti ekki verið að það myndi ná til okkar starfsmanna en þannig virka víst verkföllin. Starfsmenn Kolibri sem voru í VR stigu forviða fram og spurðu hvort ekki væri hægt að komast framhjá þessu því þeir hefðu engan áhuga á að fara í verkfall. Einhverjir sögðu sig úr félaginu eftir að kjarasamningar náðust en fólk heldur svo bara áfram að vinna og hættir að pæla í þessu.

En nú á aftur að draga fram fallbyssuna. Á sama tíma hefur kaupmáttur aldrei vaxið meira og við eygjum von um að hér myndist stöðugleiki til lengri tíma. Fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi. Samkeppnishæfara Ísland. Því verður að segjast að forysta VR gengur fram af ótrúlegu ábyrgðarleysi.

Fyrir hverja starfar VR?


mbl.is Veikir hreyfinguna gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband