Verður Nató-aðild Íslands kærð?

Nató lætur sprengjum rigna yfir fólk og fénað í miðausturlöndum og hefur gert síðustu ár. Flestum ætti að vera ljóst að þótt ekki sé vel gott að flytja vopn til átakasvæði er sýnu verra að beita þeim til að drepa og eyðileggja.

Ísland er aðili að Nató og ber sinn hluta ábyrgðarinnar.

Samtök herstöðvarandstæðinga verða ekki sökuð um að þau ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur þegar þeir kæra flugfélag að flytja vopn en þegja þunnu hljóði um Nató-aðildina og ábyrgðina sem því fylgir.


mbl.is Kæra Atlanta fyrir vopnaflutningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Páll, er þetta réttmæt gagnrýni á samtökin?  Í áratugi var slagorð þeirra  "Ísland úr Nató - herinn burt".  Svo datt botninn úr baráttunni þegar herinn fór sjálfviljugur, en Nató er jú enn sprelllifandi og bara gaman að sjá lífsmark með samtökunum.

Kolbrún Hilmars, 2.3.2018 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband