Nei, Lilja Björk, við seljum ekki Landsbankann

Bankastjóri Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir, vill einkavæða bankann. Það er stórpólitískt sem bankastjórinn ætti ekki að tjá sig um nema að vel yfirlögðu ráði.

Lilja Björk segist vilja sjá bankann í dreifðu eignarhaldi. En eignarhaldið verður ekki dreifðara en þegar þjóðin á bankann.

Einkavæðing banka um aldamótin síðustu gerði þjóðina nær gjaldþrota 2008. Einkaframtakinu er einfaldlega ekki treystandi til að reka banka.

Arion banki er kominn í hendur einkaaðila. Við skulum sjá hver reynslan verður. Eftir fimm eða tíu ár mætti íhuga að selja Íslandsbanka, ef vel tekst til með Arion. En Lilja Björk verður löngu komin á ellilífeyri áður en við ættum svo mikið sem að láta okkur detta í hug að selja Landsbankann. 


mbl.is Telur nú góðan tíma til þess að selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband